Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 32
4 Ferðalög og útivist - Kynningarblað Helgarblað 12.–15. júní 2015 Aðdragandi og undirbúningur samtakanna stóð í sjö ár - Unnið að fræðsluefni um Holuhraun Samtökin Vinir Vatnajökuls V inir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Vatnajök- ulsþjóðgarður er þjóðar- gersemi okkar Íslendinga. Hann er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu og hefur mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum, m.a. vegna þess að þar eru átök elds og ísa enn í fullum gangi. Aðdraganda að stofnun Vina Vatnajökuls og Vatnajökulsþjóð- garðs má meðal annars rekja til þess að árið 2002 undirrituðu Alcoa og Landsvirkjun viljayfirlýsingu þess efnis að fyrirtækin vilji styrkja landsvæði umhverfis og norðan Vatnajökuls. Til að finna farveg fyrir styrkveitingu fyrirtækjanna þannig að styrkurinn nýttist þar sem til var ætlast, var endurvakin tillaga Hjörleifs Guttormssonar sem hann lagði fram til Alþingis árið 1998 um fjóra jöklaþjóðgarða á hálendi Ís- lands. Þeirri tillögu var breytt 1999 í umhverfisnefnd Alþingis í tillögu um Vatnajökul einan og sér. Til- lagan var samþykkt en málið fór ekki lengra. Á árunum 2003–2004 var unnið að stofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs á vegum ráðgjafarnefnd- ar sem skipuð var af umhverfisráð- herra. Þjóðgarðurinn var stofnaður í júní árið 2008. Stofnun Vina Vatnajökuls Þegar ljóst varð að stofnun Vatna- jökulsþjóðgarðs yrði að veruleika fóru aðilar í aðliggjandi sveitar- félögum tilvonandi þjóðgarðs að vinna að stofnun félags til stuðn- ings góðum málefnum er vörðuðu þjóðgarðinn og umhverfi hans. Undirbúningsvinnan hófst árið 2007, með því að skipaður var átta manna samstarfshópur fulltrúa sveitarfélaga og ferðamálasamtaka frá svæðunum sem liggja að þjóð- garðinum. Verkefni hópsins var að undirbúa stofnun hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs. Frá stofnun samtakanna hafa Vinirnir varið yfir þrjú hundruð milljónum til að styrktarverkefna. Samtökin hafa gefið út fræðsluefni meðal annars, bókina Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð á íslensku, ensku og þýsku, einu bókina sem rituð hefur verið um þjóðgarðinn. Og Upplifðu náttúru Vatnajökuls- þjóðgarðs með barninu þínu, bók- in er ætluð fullorðnum sem ferðast með börn og vilja kynna þeim nátt- úruna með leik og fræðslu. Þá hafa Vinirnir gefið út 4 hefti, sem nefnast Litli landvörðurinn, þau eru ætl- uð börnum sem heimsækja þjóð- garðinn. Vinirnir styrktu gerð kvik- myndarinnar Jöklaveröld sem sýnir gersemar Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvikmyndina má sjá í gestastofum þjóðgarðsins Hún ásamt bókum sem Vinirnir hafa gefið út er til sölu hjá bókabúðum, vefverslun Vina Vatnajökuls og í gestastofum þjóð- garðsins. Þann1. desember síðast- liðinn opnuðu Vinirnir nýja vef- síðu, www:vinirvatnajokuls.is, þar má sjá umsóknir um öll verkefni sem hlotið hafa styrk frá Vinunum og niðurstöður verkefnanna um leið og þær berast. Unnið að fræðsluefni um Holuhraun Mikilvægt starf er unnið hjá Vin- um Vatnajökuls varðandi Vatna- jökulsþjóðgarð og umhverfi hans, segir Kristbjörg Hjaltadóttir, fram- kvæmdastjóri Vinanna. Hún segir Vinina nú m.a. vinna að fræðslu- efni um Holuhraun í samstarfi við þjóðgarðinn og sýningu sem sett verður upp í gestastofu þjóð- garðsins á Kirkjubæjarklaustri. Einnig er í vinnslu fræðslustefna fyrir Vatnajökulsþjóðgarð sem Vinirnir styrkja. Vinirnir líta á svæðið frá Húsavík austur fyrir land að Kirkjubæjarklaustri sem mark- aðssvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Svæðið er um 40% af Íslandi en þar búa aðeins rúmlega 18.000 manns eða tæplega 6% landsmanna. Þjóð- garðurinn dregur að gesti og veit- ir starfstækifæri um leið og hann treystir íbúum svæðisins til að hýsa, fæða, fræða og skemmta gest- um þjóðgarðsins. Vinir Vatnajökuls óska árlega eftir styrkumsóknum frá 1. ágúst og stendur umsóknar- frestur til 30. september. Á vefsíðu Vinanna býðst öllum að gerast Vin- ir og styrkja starf samtakanna. n Hlutverk og markmið Samtökin Vinir Vatnajökuls voru stofnuð þann 21. júní 2009. Hlutverk og markmið samtakanna er: n Að afla fjár til að styðja við rannsóknir, kynningar- og fræðslustarf um Vatna- jökulsþjóðgarð með það að markmiði að auka þekkingu almennings og stuðla að því að sem flestir geti notið náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs. n Að stuðla að uppbyggingu Vatna- jökulsþjóðgarðs í samráði við stjórn þjóðgarðsins og með samstarfi við hagsmunaaðila, innlenda og erlenda. n Að efla fræðslu og rannsóknir í Vatna- jökulsþjóðgarði og næsta umhverfi hans. n Að styrkja verkefni sem stuðla að samspili Vatnajökulsþjóðgarðs og samfélagsins. n Að beita áhrifum sínum til að efla samkennd um mikilvægi Vatnajökuls- þjóðgarðs fyrir nærliggjandi byggðir og alla landsmenn. n Að efla skilning umheimsins á mikil- vægi Vatnajökulsþjóðgarðs og einstakri náttúru hans á heimsvísu. Þjóðgarðurinn skartar sínu fegursta. Myndir Vinir VatnajökUlS Svartifoss í Skaftafelli. Morsárjökull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.