Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 33
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Kynningarblað - Ferðalög og útivist 5 Frábær aðstaða bæði fyrir tjöld og húsbíla - Stutt í sund, golf og gönguleiðir Tjaldsvæðið á Patreksfirði V estfirðir eru ein af nátt- úruperlum Íslands. Þang- að finnst mörgum langt að fara en þeir sem bera gæfu til þess að ferðast um þetta elsta landsvæði Íslands sjá ekki eftir því. Fjöllin eru stórskorin og gróðurfar frá einum firði til annars ótrúlega mis- munandi. Einn fjörðurinn er fullur af reynitrjám á meðan sá næsti er nánast trjálaus eða ber niður í fjöru. Voldugt landslagið hrífur þá sem um það fara. Frábær aðstaða fyrir ferðamenn Á Patreksfirði, sem er hjarta sunnan- verðra Vestfjarða, er nýlegt og fallegt tjaldsvæði með útsýni yfir fjörðinn. Tjaldsvæðið er staðsett við félags- heimili bæjarins þar sem góð að- staða er fyrir ferðamenn. Þar eru tvær sturtur og salerni og þvottavél. Eldunaraðstaða fyrir gesti er góð og setustofa þar sem hægt er að eyða tíma ef kalt er í veðri. Einnig geta hópar tekið sig saman og leigt sal og eldunaraðstöðu í húsinu. Seyrulos- un er á staðnum og gott aðgengi er að rafmagni fyrir húsbíla og tjaldvagna. Stutt í allar áttir „Hingað koma margir sem fara í dags- ferðir um firðina og gista svo hér á tjaldsvæðinu. Það er stutt í allar átt- ir héðan frá Patreksfirði,“ segir Mik- ael, umsjónarmaður tjaldsvæðisins. Dynjandi, Rauðisandur og Látra- bjarg, minjasafnið á Hnjóti og Selár- dalur eru fallegir staðir sem allir ættu að skoða. „Hér á Patreksfirði eru líka ýmis- legt við að vera, stutt er í sundlaugina á staðnum, við erum með ágætan golfvöll og skemmtilegar gönguleið- ir. Stúkkuhús er skemmtilegt kaffihús og Heimsendir er veitingastaður hér í bænum,“ segir Mikael. n Patreksfjörður Hraunborgir – fjölskylduvæna tjaldsvæðið – Sundlaug, golf, minigolf, pool og beinar útsendingar Falin perla í Grímsnesi H raunborgir í Grímsnesi bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðalanga. Falda perlan í Hraunborg- um er hins vegar tjaldsvæði sem stendur skammt frá orlofshúsa- byggð. Tjaldsvæðið er ekki stórt í samanburði við mörg af þekktari tjaldsvæðum en hefur upp á mikla fjölbreytni að bjóða. „Við hugsum þetta sem fjölskylduvænt tjaldsvæði þar sem fjölbreytt afþreying er í boði,“ segir Guðmundur Svavarsson, umsjónarmaður Hraunborga. Sundlaug og golfvöllur Skemmtileg sundlaug er í Hraun- borgum og er þar jafnan fjör á sumr- in. Golfarar finna allt fyrir sitt áhuga- mál við Hraunborgir. Golfvöllurinn – Ásgeirsvöllur – er stuttur níu holu völlur þar sem allar holur er par 3. „Völlurinn hentar vel byrjendum og er hann vel sóttur af fólki sem er að feta sig áfram í íþróttinni. Lengra komnir æfa gjarnan stutta spilið hér,“ segir Guðmundur. Vallargjald er að- eins 1.800 krónur og gildir fyrir allan daginn. Minigolfvöllur er einnig að Hraunborgum og fastur liður er að haldin eru golfmót á báðum völlum um verslunarmannahelgina og hafa mótin verið vel sótt. Vaxandi fjöldi fólks leggur leið sína að Hraunborg- um um verslunarmannahelgi og nýtur lifandi tónlistar og samveru í barnvænu umhverfi. Fjölskylduvænt tjaldsvæði Einn kostur svæðisins er hvernig það er byggt upp. „Fólk kemur hingað á bílnum og leggur honum og allt er í göngufæri.“ Guðmundur segir allar nauðsynjar, eins og brauð og mjólk, til sölu í móttökunni ásamt ís, gosi, djús, góðum veigum og þess hátt- ar í Hraunborgum. Vistleg setustofa býður upp á þægilega stund og bein- ar útsendingar yfir sumarið eru í boði þegar þurfa þykir og hægt er að njóta bjórs og léttvíns, úr kæli. Pool- borð og fleiri leiktæki eru einnig á staðnum og leiktæki fyrir börn ut- andyra. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi að Hraunborgum, þessari perlu í Grímsnesinu sem sífellt fleiri fá vitneskju um. n Leikfimi í sundlauginni Fjöldaleikfimi í sundlauginni um verslunarmannahelgi. Laugin hefur mikið aðdráttarafl. Níu holu golfvöllur Golfvöllurinn heitir Ásgeirsvöllur og er par 3 völlur. Hentar vel byrjendum. Aðstaðan í Hraunborgum Allt til alls fyrir þá sem vilja upplifa skemmtilegt tjaldsvæði. Sundlaug, pottar, golf og leiktæki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.