Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 34
6 Ferðalög og útivist - Kynningarblað Helgarblað 12.–15. júní 2015 Listasumar á Akureyri hefst föstudaginn 12. júní kl. 17 og stendur til 6. september Höfuðstaður listarinnar í sumar L istasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi, sem og vettvang- ur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður nú endurvakið. Á opnunarhelginni verð- ur mikið um að vera, Hlynur Halls- son, safnstjóri Listasafnsins á Akur- eyri, mun segja nokkur vel valin orð, umvafinn handverki kvenna, sem mun prýða Listagilið. Í framhaldinu taka við tvennir tónlistarviðburð- ir. Þjóðlistahátíðin Vaka býður upp á síðdegistóna í Deiglunni og hins vegar er gestum og gangandi boðið að taka þátt í tónlistar- og listahátíð- inni Ymur – tilraunakenndum sólar- hring sem fer fram í fyrsta skipti og hátíðin verður í sólarhring eða frá kl. 18 til 18. Markmið hátíðarinnar er að stefna saman mismunandi listform- um og áhersla er lögð á frumraunir, tilraunir, skapandi flæði og síðast en ekki síst eru mistök sérlega velkomin. Ymur fer fram í Listagilinu á Akureyri, nánar tiltekið í sal myndlistarfélags- ins og listrýminu Kaktus. Yfir 70 atriði eru komin á dagskrá Listasumars og er þá dagskráin alls ekki tæmandi því mögulegt er að bæta við viðburðum allt til loka tímabils- ins. Ljósmyndasýningin „Maddama, kerling, fröken, frú“ er staðsett fyr- ir utan kaffihúsið Laut og er opin á opnunartíma Lystigarðsins og stend- ur fram yfir Akureyrarvöku 31. ágúst 2015. Sýningin er haldin af tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. ÁLFkonur er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli og eru búsettar á Akureyri og í Eyjafirði. Þetta er fjórða sumarið sem myndir hóps- ins eru í Lystigarðinum og eru 15 ÁLF- konur með mynd að þessu sinni. Nán- ar er hægt að fylgjast með á https:// www.facebook.com/alfkonur. Útibúið er færanlegt sýningarrými í formi ísskáps, afleggjari út frá Gallerí Ísskáp sem er sjálfstætt sýningarrými inni á vinnustofu ungra listamanna. Markmið Gallerí Ísskáps og Útibús- ins er að sýna og kynna verk ungra listamanna í bland við þá reyndari. Útibúið er óháð staðsetningu og get- ur birst hvar sem er, eftir því hvað er um að vera hverju sinni. Sýningar verða alla laugardaga í sumar, sem og aðra hátíðisdaga. https:// www.facebook.com/gall- eryfridge Í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri verður sýningin „Að bjarga heiminum“ opn- uð þann 13. júní. Sýningin er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar sem er jafnframt sýningarstjóri sýningarinn- ar, hann býr í Hollandi og starfar þar að list sinni og hefur gert síðan hann lauk námi 1998. Á sjöunda tug listamanna hafa boðið þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Listasumri lýkur með A! Gjörn- ingahátíð sem er nýjasta viðbótin í flóru listahátíða landsins. Hátíð- in verður haldin í fyrsta sinn dag- ana 3.–6. sept- ember 2015 og er samstarfsver- kefni Listasafns- ins á Akureyri, Lókal – alþjóðlegr- ar leiklistarhátíðar í Reykjavík, Leik- félags Akureyrar, Reykjavík Dance Festival og Kynn- ingarmiðstöðv- ar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni verður lögð áhersla á sviðslistir og gjörninga þar sem myndræn fram- setning og nýstárleg notkun á rými og miðlum er í fyrirrúmi. n ÁLFkonur sýna verk sín. Myndir ListasaFn akureyrar Listamaðurinn James Cistam. Verk eftir Cistam. Sveitasetrið Gauksmýri er 22ja herbergja hótel - Reka veitingastað á Hvammstanga Paradís í norðri A ð Gauksmýri í Húnaþingi vestra reka hjónin Sigríð- ur Lárusdóttir og Jóhann Albertsson myndarlega ferðaþjónustu. Það er í Línakradal og er mitt á milli Reykja- víkur og Akureyrar eða 194 kílómetra frá báðum stöðum. Gauksmýri býður upp á herbergi með og án baðs. Tuttugu tveggja manna herbergi með baði og fjög- ur herbergi með handlaug og sam- eiginlegri snyrtingu. Á sumrin er að auki boðið upp á rúmgott fjölskyldu- herbergi þar sem fimm manns geta gist. Í kjallara gistihússins er leigð út íbúð með sérinngangi og bílastæði. Hún er með þremur svefnherbergj- um, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Í íbúðinni eru samliggjandi stofa og eldhús. Mikið líf í kringum hestana Á sveitasetrinu eru um 120 hross og er gestum velkomið að heimsækja hest- húsin og fá tilfinningu fyrir dýrunum. Þar er starfrækt hestaleiga sem býð- ur upp á reiðtúra í fallegu umhverfi Gauksmýrar og er með hesta við allra hæfi. Þar er einnig boðið upp á reið- kennslu. Það er því alltaf líf í kring- um hestana á Gauksmýri. „Við erum einnig með hestasýningar,“ segir Jó- hann. „Aðallega fyrir erlenda ferða- hópa. Til okkar koma einn til fjór- ir hópar á dag á þessar skemmtilegu sýningar og í mat.“ Fuglaskoðunarhúsið opið öllum Sunnan við þjóðveginn er Gauksmýrartjörnin en þar verpa um tuttugu tegundir fugla. Fugla- skoðunaraðstaða, hús með kíki og fuglabókum, hefur verið útbúið í samvinnu við Friðlýsingarsjóð Nátt- úruverndarráðs og er það tilvalin útivistarmöguleiki fyrir náttúruunn- endur. Það liggur göngustígur niður að húsinu og er hann aðgengilegur hreyfihömluðum. Veitingar á Gauksmýri Á Gauksmýri er stór veitingasal- ur með sérlega fallegu útsýni yfir sveitina. Maturinn á sveitasetrinu hefur verið annálaður fyrir bragð- gæði og hollustu. „Við leggjum mikla áherslu á ferskt og hollt hráefni. Við erum með gróðurhús á staðnum og landnámshænur og notum afurðirn- ar í eldhúsinu,“ segir Jóhann. Í há- deginu er boðið upp á súpuhlaðborð með heimabökuðu brauði og salat- bar. Á hverju kvöldi bjóðum við svo upp á grillhlaðborð. Þá eru grillaðar nokkrar tegundir af kjöti og fiski og veglegt úrval af meðlæti. nýr veitingastaður á Hvamms- tanga Sjávarborg er sérlega fallegur, nýr veitingastaður sem Gauksmýri ehf. opnaði nú í vor við höfnina á Hvammstanga. „Við hönnun staðar- ins var leitast við að nýta efnivið sem finna má í nánasta umhverfi og er stæstur hluti húsgagna og inn- réttinga smíðað af heimafólki,“ segir Jóhann. „Þetta endurspeglar söguna og gerir andrúmsloftið sérlega skemmtilegt.“ Matseðillinn er vand- aður og fjölbreyttur. „Okkur lang- aði að setja upp „alvöru“ veitinga- hús á þessu svæði. Það er nóg af vegasjoppum á Íslandi en vöntun hefur verið á vandaðri veitingastöð- um á landsbyggðinni. Enda hefur reksturinn farið ótrúlega vel af stað, vonum framar eiginlega,“ segir Jó- hann. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.