Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 34
6 Ferðalög og útivist - Kynningarblað Helgarblað 12.–15. júní 2015 Listasumar á Akureyri hefst föstudaginn 12. júní kl. 17 og stendur til 6. september Höfuðstaður listarinnar í sumar L istasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi, sem og vettvang- ur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður nú endurvakið. Á opnunarhelginni verð- ur mikið um að vera, Hlynur Halls- son, safnstjóri Listasafnsins á Akur- eyri, mun segja nokkur vel valin orð, umvafinn handverki kvenna, sem mun prýða Listagilið. Í framhaldinu taka við tvennir tónlistarviðburð- ir. Þjóðlistahátíðin Vaka býður upp á síðdegistóna í Deiglunni og hins vegar er gestum og gangandi boðið að taka þátt í tónlistar- og listahátíð- inni Ymur – tilraunakenndum sólar- hring sem fer fram í fyrsta skipti og hátíðin verður í sólarhring eða frá kl. 18 til 18. Markmið hátíðarinnar er að stefna saman mismunandi listform- um og áhersla er lögð á frumraunir, tilraunir, skapandi flæði og síðast en ekki síst eru mistök sérlega velkomin. Ymur fer fram í Listagilinu á Akureyri, nánar tiltekið í sal myndlistarfélags- ins og listrýminu Kaktus. Yfir 70 atriði eru komin á dagskrá Listasumars og er þá dagskráin alls ekki tæmandi því mögulegt er að bæta við viðburðum allt til loka tímabils- ins. Ljósmyndasýningin „Maddama, kerling, fröken, frú“ er staðsett fyr- ir utan kaffihúsið Laut og er opin á opnunartíma Lystigarðsins og stend- ur fram yfir Akureyrarvöku 31. ágúst 2015. Sýningin er haldin af tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi. ÁLFkonur er hópur kvenna með ljósmyndun að áhugamáli og eru búsettar á Akureyri og í Eyjafirði. Þetta er fjórða sumarið sem myndir hóps- ins eru í Lystigarðinum og eru 15 ÁLF- konur með mynd að þessu sinni. Nán- ar er hægt að fylgjast með á https:// www.facebook.com/alfkonur. Útibúið er færanlegt sýningarrými í formi ísskáps, afleggjari út frá Gallerí Ísskáp sem er sjálfstætt sýningarrými inni á vinnustofu ungra listamanna. Markmið Gallerí Ísskáps og Útibús- ins er að sýna og kynna verk ungra listamanna í bland við þá reyndari. Útibúið er óháð staðsetningu og get- ur birst hvar sem er, eftir því hvað er um að vera hverju sinni. Sýningar verða alla laugardaga í sumar, sem og aðra hátíðisdaga. https:// www.facebook.com/gall- eryfridge Í Verksmiðjunni á Hjalt- eyri verður sýningin „Að bjarga heiminum“ opn- uð þann 13. júní. Sýningin er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar sem er jafnframt sýningarstjóri sýningarinn- ar, hann býr í Hollandi og starfar þar að list sinni og hefur gert síðan hann lauk námi 1998. Á sjöunda tug listamanna hafa boðið þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Listasumri lýkur með A! Gjörn- ingahátíð sem er nýjasta viðbótin í flóru listahátíða landsins. Hátíð- in verður haldin í fyrsta sinn dag- ana 3.–6. sept- ember 2015 og er samstarfsver- kefni Listasafns- ins á Akureyri, Lókal – alþjóðlegr- ar leiklistarhátíðar í Reykjavík, Leik- félags Akureyrar, Reykjavík Dance Festival og Kynn- ingarmiðstöðv- ar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni verður lögð áhersla á sviðslistir og gjörninga þar sem myndræn fram- setning og nýstárleg notkun á rými og miðlum er í fyrirrúmi. n ÁLFkonur sýna verk sín. Myndir ListasaFn akureyrar Listamaðurinn James Cistam. Verk eftir Cistam. Sveitasetrið Gauksmýri er 22ja herbergja hótel - Reka veitingastað á Hvammstanga Paradís í norðri A ð Gauksmýri í Húnaþingi vestra reka hjónin Sigríð- ur Lárusdóttir og Jóhann Albertsson myndarlega ferðaþjónustu. Það er í Línakradal og er mitt á milli Reykja- víkur og Akureyrar eða 194 kílómetra frá báðum stöðum. Gauksmýri býður upp á herbergi með og án baðs. Tuttugu tveggja manna herbergi með baði og fjög- ur herbergi með handlaug og sam- eiginlegri snyrtingu. Á sumrin er að auki boðið upp á rúmgott fjölskyldu- herbergi þar sem fimm manns geta gist. Í kjallara gistihússins er leigð út íbúð með sérinngangi og bílastæði. Hún er með þremur svefnherbergj- um, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Í íbúðinni eru samliggjandi stofa og eldhús. Mikið líf í kringum hestana Á sveitasetrinu eru um 120 hross og er gestum velkomið að heimsækja hest- húsin og fá tilfinningu fyrir dýrunum. Þar er starfrækt hestaleiga sem býð- ur upp á reiðtúra í fallegu umhverfi Gauksmýrar og er með hesta við allra hæfi. Þar er einnig boðið upp á reið- kennslu. Það er því alltaf líf í kring- um hestana á Gauksmýri. „Við erum einnig með hestasýningar,“ segir Jó- hann. „Aðallega fyrir erlenda ferða- hópa. Til okkar koma einn til fjór- ir hópar á dag á þessar skemmtilegu sýningar og í mat.“ Fuglaskoðunarhúsið opið öllum Sunnan við þjóðveginn er Gauksmýrartjörnin en þar verpa um tuttugu tegundir fugla. Fugla- skoðunaraðstaða, hús með kíki og fuglabókum, hefur verið útbúið í samvinnu við Friðlýsingarsjóð Nátt- úruverndarráðs og er það tilvalin útivistarmöguleiki fyrir náttúruunn- endur. Það liggur göngustígur niður að húsinu og er hann aðgengilegur hreyfihömluðum. Veitingar á Gauksmýri Á Gauksmýri er stór veitingasal- ur með sérlega fallegu útsýni yfir sveitina. Maturinn á sveitasetrinu hefur verið annálaður fyrir bragð- gæði og hollustu. „Við leggjum mikla áherslu á ferskt og hollt hráefni. Við erum með gróðurhús á staðnum og landnámshænur og notum afurðirn- ar í eldhúsinu,“ segir Jóhann. Í há- deginu er boðið upp á súpuhlaðborð með heimabökuðu brauði og salat- bar. Á hverju kvöldi bjóðum við svo upp á grillhlaðborð. Þá eru grillaðar nokkrar tegundir af kjöti og fiski og veglegt úrval af meðlæti. nýr veitingastaður á Hvamms- tanga Sjávarborg er sérlega fallegur, nýr veitingastaður sem Gauksmýri ehf. opnaði nú í vor við höfnina á Hvammstanga. „Við hönnun staðar- ins var leitast við að nýta efnivið sem finna má í nánasta umhverfi og er stæstur hluti húsgagna og inn- réttinga smíðað af heimafólki,“ segir Jóhann. „Þetta endurspeglar söguna og gerir andrúmsloftið sérlega skemmtilegt.“ Matseðillinn er vand- aður og fjölbreyttur. „Okkur lang- aði að setja upp „alvöru“ veitinga- hús á þessu svæði. Það er nóg af vegasjoppum á Íslandi en vöntun hefur verið á vandaðri veitingastöð- um á landsbyggðinni. Enda hefur reksturinn farið ótrúlega vel af stað, vonum framar eiginlega,“ segir Jó- hann. n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.