Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 62
Helgarblað 12.–15. júní 201554 Fólk Þ að skemmtilegasta sem ég veit er að baka fyrir fólk. Svo finnst mér ennþá betra ef fólk prófar uppskrift sem ég gef því. Ég dýrka það,“ segir Lilja Katrín Gunnars­ dóttir, fjölmiðlakona og áhuga­ bakari, sem opnaði á dögunum bloggsíðuna Blaka.is þar sem hún deilir dýrindis kökuuppskriftum með lesendum sínum. Með blogg­ síðunni er gamall draumur að ræt­ ast, en hún hefur lengi haft ástríðu fyrir bakstri og elskar að deila af­ rakstrinum með umheiminum. „Þetta hefur verið leyndur draumur lengi, en ég hef ekki haft nógu mikla trú á sjálfri mér til að láta hann verða að veruleika. Það var bara kominn tími til að ég hefði smá trú á sjálfri mér og því ákvað ég að slá til núna. Ég er náttúrlega ekki menntaður bakari samt,“ segir hún hlæjandi, en bæt­ ir við: „En það er rosa mikil ást í öllum mínum kökum.“ Bakar fram að fæðingu Það er ekki nema mánuður síð­ an Lilja Katrín kom heim frá Taílandi eftir þriggja mánaða dvöl þar í landi ásamt fjölskyldu sinni; kærastanum og þremur börnum. En það fjórða er á leiðinni. Þegar blaðamaður nær tali af henni er hún nákvæmlega gengin fulla meðgöngu og barnið því vænt­ anlegt á hverri stundu. Það hef­ ur þó ekki aftrað henni frá því að baka hverja kökutegundina á fæt­ ur annarri og deila vel heppn­ uðum uppskriftum á bloggsíð­ unni. Henni fannst tilvalið að nýta þennan tíma, frá því að hún kom frá Taílandi og fram að fæðingu barnsins, í að koma síðunni af stað. „Maður stendur þá allavega upp úr sófanum og gerir eitthvað,“ segir Lilja Katrín sem er eldhress þrátt fyrir að vera komin á steypir­ inn. Taílenskar bökunarvörur öðru- vísi „Ég ætlaði að byrja á þessu áður en ég fór út og var með háleitar hug­ myndir um að baka í Taílandi, en er mjög fegin að ég hætti við það. Bæði af því það var nóg annað að gera og svo eru eldhúsin í Taílandi ekki mjög flott. Fyrir utan að allar bökunarvör­ ur bragðast öðruvísi. Það er ótrú­ lega skrýtið, meira að segja hveitið er öðruvísi. Ég bakaði einu sinni köku þarna úti og hún var ekkert sérstak­ lega góð,“ segir Lilja Katrín hlæjandi. Hún setti því hugmyndina í salt á meðan hún var úti, en var þó búin að undirbúa síðuna að einhverju leyti. Lilja Katrín er óhrædd við að prófa sig áfram með hinar ýmsu uppskriftir. „Mér finnst svo gam­ an að prófa eitthvað nýtt. Stund­ um heppnast það og stundum ekki,“ segir hún kímin, en viðurkennir að misheppnuðu kökurnar rati aldrei á bloggið. En hver borðar svo allar þessar kökur? „Ég á mjög svangan unglingsstjúpson sem er góður smakkari. Svo er frystirinn orðinn ansi fullur. En ég er líka mjög dug­ leg að fara með kökurnar og gefa ein­ hverjum og bjóða fólki í heimsókn. Ég má sjálf eiginlega ekki við meiru. Fólk er mjög velkomið í heimsókn til mín og ég á alltaf til kökur,“ tekur hún skýrt fram, svo það sé alveg á hreinu. Erfitt að koma heim Lilja Katrín viðurkennir að það séu ansi mikil viðbrigði að koma aftur heim til Íslands eftir þriggja mánaða dvöl í Taílandi. „Mér fannst mjög erfitt að koma heim, án gríns. Ekki bara út af veðrinu, heldur líka verð­ laginu og almennri stemningu. Ég náði að slaka svo vel á og maður verður mun bjartsýnni og hressari þegar það er alltaf sól. Svo kom­ um við heim í hversdagslífið og ég kveikti ekki á fréttum í mánuð. Bara nennti ómögulega að taka þátt í röfl­ inu,“ segir Lilja Katrín sem sagði upp starfi sínu sem blaðamaður á Frétta­ blaðinu þegar hún hélt á vit ævin­ týranna í Taílandi. Aðspurð segist hún ekkert vita hvað tekur við eftir fæðingarorlof en viðurkennir að það sé erfitt að slíta sig frá fjölmiðlun­ um. Hún fær þó einhverja útrás fyr­ ir skrif á blogginu sínu og hver veit nema hún leggi baksturinn fyrir sig. Blaka.is hefur allavega vakið athygli, sérstaklega hjá sælkerum sem njóta þess að skoða matarblogg og prófa nýjar uppskriftir. „Ég er eiginlega hálf hissa á viðbrögðunum. Fólk er að taka virkilega vel í þetta, sem er mjög skemmtilegt. Ég bjóst ekki við neinu, enda er þetta bara ég að baka og röfla á netinu.“ Lilja Katrín segir allar uppskrift­ irnar vera mjög einfaldar og að allir geti bakað þær. „Ég er ekki það ná­ kvæm að ég nenni að hafa mikið ves­ en í kringum baksturinn. Það flókn­ asta inni á síðunni er marengs og það geta allir bakað marengs. Maður þarf bara að nenna að bíða eftir því að hann þeytist,“ segir Lilja Katrín hlæjandi að lokum. n Fæst í FK , Hagkaupum, Byko,Net tó og Krónunn i Se l foss i Heimilisskammtari fyrir ál-og plastfilmur Engar flækjur - Ekkert vesen • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél • Afar auðvelt í notkun „Það er mikil ást í mínum kökum“ n Lilja Katrín opnaði nýlega bloggsíðuna Blaka.is n Prófar sig áfram með kökuuppskriftir „Það skemmtileg- asta sem ég veit er að baka fyrir fólk Komin níu mánuði á leið Lilja Katrín lætur fulla meðgöngu ekki aftra sér frá því að baka. Girnilegar Lilja Katrín segir allar kökuupp- skriftirnar á blogginu vera frekar einfaldar. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.