Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 39
Helgarblað 25.–29. júní 2015 Kynningarblað - Sumarhátíðir 3 Kvöldið endar með stór- kostlegri flugeldasýningu Sumar á Selfossi með sléttusöng og brennu B æjarhátíðin Sumar á Sel- fossi verður haldin dagana 7. til 9. ágúst, frá fimmtu- dags til sunnudags. Sumar á Selfossi er rótgróin bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin árlega aðra helgina í ágúst en hún var fyrst haldin árið 1995. Um er að ræða stærstu bæjarhátíðina á Suðurlandi og verður nóg að gera fyrir alla. Þessa helgi skreyta bæjarbúar heimili, götur og torg í litum hverf- anna. Mikil samkeppni er á milli hverfa, hugmyndaflug óþrjótandi í skreytingum og um að gera að skoða þessa umhverfislist. Einn af hápunktum hátíðarinnar er sameiginlegur morgunverður á laugardagsmorgni, haldinn í stóru tjaldi í miðbæjargarðinum. Þangað eru allir velkomnir til að gæða sér á morgunmat og hittast og spjalla undir harmoníkutónlist. Morgun- verðurinn er í boði fyrirtækja af svæðinu; Guðna bakara, Mjólkur- búinu, kjötvinnslunni Krás, Köku- gerð HP, Bónus, Samkaupum ásamt fleirum. Á laugardagskvöldinu verður kveikt í brennu og sunginn sléttu- söngur í miðbæjargarðinum und- ir dyggri leiðsögn tónlistarmanns, í fyrra var það Ingó Veðurguð. Á sléttusöngnum verða veitt verð- laun fyrir best skreytta hverfið og munu íbúar hörðustu hverfanna mæta klæddir sínum einkennislit- um. Kvöldið endar svo með stór- kostlegri flugeldasýningu og sveita- balli í tjaldinu. „Við erum full tilhlökkunar, há- tíðin er mjög skemmtileg og mik- il lyftistöng fyrir bæjarfélagið, við ætlum að endurtaka leikinn í ár og vonum að fólk taki helgina frá til að gleðjast með okkur á Suðurlandi,“ segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson, þjálfari Knattspyrnuliðs Árborgar og skipuleggjandi hátíðarinnar, en knattspyrnuliðið er framkvæmda- aðili hátíðarinnar í samstarfi við sveitarfélagið. Brúarhlaupið verður á sínum stað, en það var haldið í fyrsta sinn í fyrra. Þá keppti ofurhlauparinn Kári Steinn Karlsson sem hljóp tíu kíló- metra á 30 mínútum og 40 sekúnd- um, við boðhlaupslið Knattspyrn- ufélags Árborgar sem kom í mark þremur mínútum síðar. Á sunnudeginum verður haldinn hinn árlegi Delludagur með frá- bærri dagskrá í Hrísmýri á Selfossi eða fyrir utan á, eins og heimamenn segja. Þar verður kassabílarall, drift, spólsýning, drulluspyrna og fleira sem mun freista bílaáhugamanna. Delludagurinn er haldinn af Bif- reiðaklúbbi Suðurlands og hefur verið í samstarfi við Sumar á Sel- fossi frá árinu 2012. Dagskráin verður samofin Olís fótboltamóti sem fer fram á Sel- fossi sömu helgi og mæta margir þátttakendur mótsins í morgun- matinn, á varðeldinn, sléttu- sönginn og til þess að horfa á flug- eldasýninguna. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.