Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 8.–10. september 2015 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Hafið samband og fáið verðtilboð. Dráttarbeisli á flestar gerðir bíla. Fresturinn hefur verið framlengdur F restur til að koma á framfæri athugasemdum eða sjónar- miðum við umsögnum setts ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið fram- lengdur til loka september. Frestur- inn átti að renna út í lok ágúst. Þetta staðfesti Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar, í samtali við DV. Það voru lögmenn þeirra sem óskuðu eftir endurupptöku í málinu sem óskuðu eftir frestinum. Ástæðan er sú að gagnamagnið er það mikið í málinu að þeir töldu sig þurfa auk- inn tíma til að fara yfir það. Að frestinum loknum mun endurupptökunefndin ákveða hvort málið verði tekið upp á nýjan leik. Settur ríkissaksóknari í málinu, Davíð Þór Björgvinsson, telur að rök séu fyrir endurupptöku í máli Sævars Ciesielskis, Guðjóns Skarp- héðinssonar, Alberts Klahn Skafta- sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. Hann telur ekki vera nægjanleg rök fyrir endurupptöku í máli Erlu Bolla- dóttur. Kristján Viðar Viðarsson fór ekki fram á endurupptöku. Hópurinn var dæmdur í fang- elsi árið 1980 eftir dóm Hæstaréttar. Sævar, sem lést fyrir fjórum árum, hlaut þyngsta dóminn, 17 ára fang- elsi. Kristján Viðar var dæmdur í 16 ára fangelsi og Tryggvi Rúnar, sem lést 2009, fékk 13 ára dóm. Guðjón fékk tíu ára dóm, Erla þrjú ár og Al- bert var dæmdur í eins árs fangelsi. Fyrir tveimur árum komst starfs- hópur á vegum innanríkisráðuneyt- isins að þeirri niðurstöðu að fram- burður sakborninga á sínum tíma hafi verið óáreiðanlegur. n freyr@dv.is Athugasemdum skilað í lok september Björn L. Bergsson Fresturinn hefur verið framlengdur til loka september. Sumargjafir ÁTVR kostuðu 80 milljónir n Varaformaður fjárlaganefndar gagnrýnir fjárútlátin n „Hvetur starfsfólk til heilsueflingar“ Á TVR hefur keypt sumargjafir fyrir starfsmenn ríkisfyrir- tækisins fyrir alls 80 milljónir króna að núvirði á síðastliðn- um tíu árum. Fyrirtækið hefur greitt að meðaltali um 10,7 milljónir á ári síðustu fimm árin en í sumar fengu allir 380 starfsmenn þess göngubuxur fyrir samtals 11,4 milljónir króna. Að- stoðarforstjóri ÁTVR segir gjafirnar lið í heilsueflingu innan fyrirtækisins en varaformaður fjárlaganefndar Alþingis gagnrýnir fjárútlátin. „Það er ekkert samræmi þegar kemur að ríkisfyrirtækjum eins og ÁTVR varðandi í hvað fjármunir þeirra eiga að fara á meðan starfsmenn í grunnþjónustu ríkisins, löggæslunni, menntakerfinu og heilbrigðisþjónust- unni, sem eru á hefðbundnum fjár- lögum, fá lítið sem ekkert,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjár- laganefndar. 45 milljónir til Fjallakofans Göngubuxurnar sem starfsmenn ÁTVR fengu í byrjun júní síðastliðn- um voru keyptar af útivistarvöruversl- uninni Fjallakofanum. DV fjallaði um sumargjöfina nokkrum vikum síðar og kom þá fram að ríkisfyrirtækið hefði fengið magnafslátt af buxunum og greitt rúmar 35 þúsund krónur fyrir stykkið. Samkvæmt svari sem DV barst frá ÁTVR á þeim tíma átti fyrirtækið að hafa greitt rúmar þrettán milljónir króna fyrir gjöfina en það fullyrðir nú að hún hafi kostað rúmar ellefu millj- ónir. ÁTVR hefur þrisvar sinnum áður keypt vörur af Fjallakofanum, fyrir alls 45 milljónir króna að núvirði eða rúm- lega helming þeirrar upphæðar sem fyrirtækið hefur eytt í alls 3.500 sumar- gjafir, sem fyrirtækið hefur síðan gefið starfsmönnum sínum. „Tilgangurinn með sumargjöf- um er meðal annars að hvetja starfs- fólk ÁTVR til hreyfingar og útivistar til þess að stuðla að betri heilsu. ÁTVR hvetur starfsfólk til heilsueflingar með margvíslegum hætti, t.d. með fræðslu, ókeypis heilsufarsmælingu fyrir þá sem vilja og samgöngusamningi, sem er í senn heilsuefling og í samræmi við umhverfisáherslur verslunarinnar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í skriflegu svari við fyrirspurn DV. „ÁTVR telur að með hvatningu til heilsueflingar og útivistar sé fyrirtækið að leggja sitt af mörkum til að ná niður kostnaði við íslenska heilbrigðiskerfið og um leið að ná góðum árangri í rekstri.“ Fengu geisladisk Allir starfsmenn ÁTVR, bæði fast- ráðnir sem og aðrir í hlutastörfum, fengu gönguskó og flíspeysu í sumar- gjöf í fyrra sem fyrirtækið greiddi alls 8,8 milljónir fyrir. Skórnir voru einnig keyptir í Fjallakofanum en flíspeysurn- ar hjá Cintamani. ÁTVR hefur einnig keypt gjafir frá versluninni Sportís og 66°Norður. Eins og kom fram í frétt DV fögnuðu starfsmenn fyrirtækisins í vor góðum árangri í Íslensku ánægju- voginni, könnun Samtaka iðnaðar- ins, Stjórnvísis og Capacent, á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja. Var starfsfólki ÁTVR þá boðið að skipu- leggja sameiginlegan viðburð fyrir sína starfsstöð og var þá farið á veitinga- hús, leikhús, bíó eða keilu. Ríkisfyrir- tækið hefði að auki haldið jólaböll og árs hátíðir síðustu ár en einnig Sumar- sprell ÁTVR sem er fjölskylduhátíð þar sem trúðar skemmta og boðið er upp á andlitsmálun, blöðrur og hoppu- kastala fyrir börn. „Þetta er allt mjög sérstakt í ljósi þess hversu lítið er gert fyrir starfsmenn stofnana sem sinna að mínu mati mun mikilvægara hlutverki en vínverslun, með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu stofnun. Þegar ég var heilbrigðisráð- herra beitti ég mér fyrir því að starfs- menn Landspítalans fengju allavega eitthvað en á þeim tíma fengu þeir ekki einu sinni jólakort. Þeir fengu þá geisladisk í jólagjöf,“ segir Guðlaugur Þór. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ár Kostnaður v. sumargjafa Núvirtar tölur Verslun 2006 3.976.512 6.884.524 Sportís 2007 0 0 2008 5.713.051 8.747.320 Sportís 2009 4.275.798 5.521.602 66°N 2010 4.557.674 5.521.541 66°N 2011 6.810.713 8.101.603 66°N 2012 10.083.061 11.260.063 Fjallakofinn 2013 8.140.820 8.725.823 Fjallakofinn 2014 13.365.225 13.893.418 Fjallakofinn og Cintamani 2015 11.429.050 11.429.050 Fjallakofinn Alls 68.351.904 80.084.944 * Tölurnar eru í íslenskum krónum. Kostnaður v. sumargjafa ÁTVR 2006–2015 „ÁTVR telur að með hvatningu til heilsueflingar og útivistar sé fyrirtækið að leggja sitt af mörkum til að ná niður kostnaði við ís- lenska heilbrigðiskerfið. Aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir bendir á að ÁTVR hafi síðustu tvö ár verið með ánægðustu viðskiptavini á Íslandi samkvæmt íslensku ánægjuvoginni. Varaformaður fjárlaganefndar Guðlaugur Þór Þórðarson, segir ríkisfyrir- tæki hafa of mikið sjálfdæmi þegar komi að eyðslu á fjármunum þeirra. MyNd SiGTRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.