Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 21
Vikublað 8.–10. september 201516 Fréttir Fjárfestarnir flúðu eftir brotthvarf AFLs n Fjórir hópar áttu í viðræðum um að kaupa í SPN n MP banki vildi ekki breyta víkjandi láni í hlutafé T veir fjárfestahópar hættu við að koma Sparisjóði Norð- urlands (SPN) til bjargar í byrjun sumars eftir að til- kynnt var um yfirtöku Arion banka á AFLi-sparisjóði. Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þing- maður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir öðrum hópnum en hinn samanstóð af fjárfestum sem komu áður að rekstri Sparisjóðs Hafnarfjarðar og vildu opna útibú sparisjóðs í bæn- um. Brotthvarf AFLs veikti að þeirra mati íslenska sparisjóðakerfið veru- lega og því hafi frekari tilraunum til að komast inn í eigendahóp SPN verið sjálfhætt. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku Landsbankans á SPN sem stofnun- in samþykkti síðastliðinn föstudag. Í ákvörðuninni er saga samrunans rakin og óvissan sem var uppi um framtíð SPN sem í nokkra mánuði var stærsti sparisjóður landsins með efnahag upp á tíu milljarða króna. Þrír fjárfestahópar hafi fallið frá áformum um að leggja SPN til auk- ið eigið fé, einn til viðbótar ekki sýnt fram á hæfi sitt til að fara með virk- an eignarhlut í fjármálafyrirtæki, og Bankasýsla ríkisins áður neitað að leggja það til við Bjarna Benedikts- son, fjármála og efnahagsráðherra, að íslenska ríkið, stærsti eigandi sparisjóðsins, kæmi honum til að- stoðar. Bankasýsla ríkisins svaraði samdægurs Fjármálaeftirlitið (FME) veitti stjórn SPN ítrekað frest til að koma eiginfjárgrunni hans í lögbundið horf. Í bréfi sem stjórnin sendi FME í október í fyrra kom fram að slæma stöðu hans mætti rekja til 207 millj- óna króna niðurfærslu á lánasafni sem tilheyrði áður Sparisjóði Bol- ungarvíkur en sameining sjóðanna tveggja var samþykkt í júní 2014. Stjórn sjóðsins leitaði í kjölfar- ið til stofnfjáreigenda og kröfu- hafa hans. Áður en samruninn við Landsbankann gekk í gegn átti rík- issjóður 78,2% stofnfjár SPN, var langstærsti eigandi hans, en Banka- sýsla ríkisins fór með eignarhlut- inn. Í lok mars síðastliðinn óskaði SPN eftir því að Bankasýslan gerði tillögu til fjármálaráðherra um frek- ari fjármögnun sjóðsins. Banka- sýslan hafnaði beiðninni samdæg- urs en í svari hennar var tekið fram að stofnunin styddi SPN í aðgerð- um til að kanna hvort kröfuhaf- ar víkjandi eða almennra krafna væri reiðubúnir til að breyta þeim í stofnfé eða víkjandi lán. Einnig hvatti hún stjórn sparisjóðsins til að skoða samruna við vel stæðar fjár- málastofnanir. SPN leitaði í kjölfarið til eins stærsta kröfuhafa sjóðsins, MP banka. Óskaði sjóðurinn eftir að víkjandi lán frá bankanum, sem taldi taldi til helmings eiginfár sjóðsins, liðlega 180 milljónir, yrði umbreytt í hlutafé. Samkeppniseftirlitið segir að samkvæmt gögnum málsins hafi þeirri beiðni einnig verið hafnað og þá með vísan til afdráttarlausr- ar neitunar ríkissjóðs um að koma sparisjóðnum til hjálpar. Þegar ljóst var að hvorki stærsti eigandi SPN né kröfuhafar vildu koma til móts við stjórnina var ákveðið að leita annað. Vantaði yfir 300 milljónir Fulltrúar SPN höfðu í kjölfarið sam- band við fjölmarga aðila í þeim til- gangi að koma eiginfjárhlutfallinu í viðunandi horf. Fundir voru með- al annars haldnir með Sparisjóða- bankanum, Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), Lífeyrissjóði starfs- manna Reykjavíkurborgar, Gildi líf- eyrissjóði, Kaupfélagi Skagfirðinga, KEA og Sparisjóði Suður-Þing- eyinga. Einnig ræddu þeir við stóru viðskiptabankana þrjá, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, en þær viðræður voru settar á ís þangað til allar aðrar leiðir hefðu verið kann- aðar. Fjárfestahóparnir fjórir komu inn í myndina í apríl og maí. Hóp- ur Tryggva Þórs Herbertssonar, sem var samansettur af öflugum fagfjár- festum sem eru ekki nefndir á nafn í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, vildi sameina SPN og AFL en hætti við að leggja sjóðnum til aukið eig- ið fé eftir að samruni Arion banka og AFLs var samþykktur. Sá samruni varð einnig til þess að Hafnarfjarð- arhópurinn hætti við og Sparisjóður Höfðhverfinga, sem í maí hafði lýst áhuga á að koma að kaupum á nýju stofnfé í SPN, datt út úr myndinni þegar stjórnendum hans var tilkynnt að rannsókn á lánasafni SPN hefði leitt ljós að eiginfjárþörf hans væri 330 milljónir króna en ekki 230 eins og þeim hafði verið kynnt á fyrri stig- um málsins. Fjórði fjárfestahópur- inn, sem samanstóð af eigendum Sparifélagsins hf. og erlendum fjár- festum, sýndi sparisjóðnum áhuga alveg þangað til Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna SPN og Lands- bankans, eins og DV hefur greint frá. Þann 19. júní tilkynnti Lands- bankinn að viðræður um sam- runa hans og SPN væru hafnar. Þró- un eiginfjárhlutfalls sparisjóðsins hafði þá farið stöðugt versnandi og við gerð bráðabirgðauppgjörs fyr- ir fyrri hluta árs 2015 kom í ljós að vel á fjórða hundrað milljóna króna vantaði til að sjóðurinn gæti upp- fyllt kröfur FME. Ástæðan var frekari niðurfærsla á lánasafninu sem til- heyrði áður Sparisjóði Bolungarvík- ur. Samkeppniseftirlitinu barst fimm dögum síðar greinargerð frá Lands- bankanum og SPN um að sparisjóð- urinn væri fyrirtæki á fallandi fæti (e. Failing firm defence). FME hafði þá veitt sjóðnum frest til 14. ágúst til að koma eiginfjárgrunninum í lög- bundið horf. FME gaf síðan SPN auk- inn frest til 4. september og hafði þá kynnt stjórn hans að eftirlitið teldi rök fyrir því að grípa inn í reksturinn en að slíkt gæti orsakað áhlaup inn- stæðueigenda og þannig rýrt eignir sjóðsins enn frekar og dregið úr tiltrú almennings á fjármálakerfinu. Sama dag og frestur FME rann út heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann og eigendur spari- sjóðsins fengu greitt með hluta- bréfum í Landsbankanum að verð- mæti 594 milljóna króna. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að sam- runinn auki enn frekar fákeppni og samþjöppun á íslenskum fjármála- markaði. n Sparifélagið vildi inn Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi og einn eigenda Sparifélagsins hf., staðfesti í samtali við DV í síðustu viku að hann hefði farið með hóp erlendra fjárfesta til að skoða fyrrverandi höfuðstöðvar MP banka við Ármúla 13a vegna áforma félagsins um að opna útibú SPN á höfuð- borgarsvæðinu. Eigendur Sparifélagsins hófu viðræður við stjórn sparisjóðsins, um aðkomu þeirra að fjármögnun hans, í maí síðastliðnum. Þeir horfðu þá einnig til sameiningar SPN og AFLs en hættu ekki við mögulega aðkomu að fyrrnefnda sjóðnum þrátt fyrir brotthvarf AFLs. Félaginu var síðar veittur frestur til 11. júní til að koma fram með tilboð í sparisjóðinn og var þá sú krafa gerð að tilboði félagsins yrði að fylgja sönnun þess að a.m.k. 350 milljónir króna væru þá þegar til reiðu á bankareikningi í íslenskum banka og óbundnar þannig að greiða mætti þá fjárhæð út í mánuðinum. Sparifélagið sýndi, samkvæmt ákvörðum Samkeppniseftirlitsins, aldrei fram á að félagið gæti ráðist í umrædda fjárfestingu en sýndi SPN aftur á móti áhuga alveg þangað til samruninn við Landsbankann gekk í gegn. Horfðu til útibús í Hafnarfirði Fjárfestahópur sem samanstóð af fólki sem hafði komið að rekstri Sparisjóðs Hafnarfjarðar lagði fram óskuldbindandi tilboð að eiginfjáraukningu SPN þann 7. maí. Fjárfestarnir, sem eru ekki nafn- greindir í ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins, kynntu viðskiptaáætlun sína í grófum dráttum þann 13. maí en hópurinn hafði lengi viljað opna útibú sparisjóðs í Hafnar- firði. Nokkrum dögum áður hafði DV greint frá því að fjárfestarnir hefðu verið nálægt því að ganga frá leigusamningi vegna húsnæðis undir útibú sparisjóðs við Linnetsstíg í Hafnarfirði. „Að mati þeirra fylgdi ekki hugur máli af hálfu sparisjóðsins í viðræðum við hóp- inn. Samruni Arion banka á AFLi sparisjóði hafi hins vegar haft mikla þýðingu í mati hópsins á fýsileika þess að fjárfesta í SPN. Telur hópurinn að með brotthvarfi AFLs sem sjálfstæðs fyrirtækis á markaði hafi sparisjóðakerfið verið veikt verulega. Því hafi frekari tilraunum til þess að fjárfesta í SPN í raun verið sjálfhætt,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Vildu sameina AFL og SPN DV sagði í apríl síðastliðinn frá því að Tryggvi Þór Herbertsson hefði safnað saman fjárfestum til að leggja fram tilboð í alla stofnfjárhluti Arion banka í AFLi- sparisjóði sem var á þeim tíma stærsti sparisjóður landsins. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ekki farið nánar út í hvaða fjárfesta Tryggvi hafði leitt saman en greint frá því að í þeim hópi hafi verið „öflugir fagfjárfestar“ og aðilar sem starfa á starfssvæði SPN. DV greindi í maí frá því að Tryggvi hefði meðal annars rætt við Kaupfélag Skagfirðinga. Hópurinn vildi fjárfesta í AFLi og SPN, með sameiningu og hagræði í rekstri að leiðarljósi, og leiddu umleitanir hans til þess að hópnum var boðinn aðgangur að gagnaherbergi SPN. Fjárfestarnir féllu aftur á móti frá áformum sínum þegar tilkynnt var um samruna AFLs og Arion banka í byrjun júní. „Við þetta breyttust forsendur í við- ræðum þessara aðila við SPN. Í kjölfarið fóru aðilar ítarlega yfir lánasafnið og viðskiptalegar forsendur sem lágu að baki fjárfestingartækifærinu. Að sögn aðila var niðurstaða þessarar greiningar sú að ekki væri unnt að ná fram ásættanlegri arðsemi á það eigið fé sem nauðsynlegt væri starfseminni,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Útibúið í Bolungarvík Sparisjóður Norðurlands rak útibú og afgreiðslu á Dalvík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Kópaskeri, Suðureyri og Bolungarvík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.