Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 41
Vikublað 8.–10. september 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 36 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur DV – frjálst og óháð í fjörutíu ár D V á nokkra afmælisdaga, svo merkilegt sem það er. Einn þeirra er í dag, 8. september, og því verður fagnað með margs konar hætti, til dæmis þessu blaði sem dreift er um land allt í gríðarstóru upplagi. DV rekur sögu sína aftur til ársins 1910 þegar Vísir hóf göngu sína. En saga DV, Vísis og Dagblaðsins er umbrotasaga, þar sem hafa skipst á skin og skúr­ ir. Fyrir réttum fjörutíu árum kom út fyrsta eintak Dagblaðsins, þann 8. september 1975. Aðdragandinn var stuttur og mikil áhætta tekin í kjölfar harðra átaka. Sú áhætta var réttlætanleg og blaðið fór strax vel af stað. Margir telja að þar hafi mót­ ast margt það besta sem gert hefur verið í íslenskri blaðamennsku. Þótt vík hafi orðið milli vina, náðu þau sár að gróa að lokum og skynsemisraddir urðu ofan á. Árið 1981 sameinaðist Dagblaðið helsta keppinautnum, Vísi, og DV eins og við þekkjum það, varð til. DV er óháð og frjálst dagblað. Rödd sem er mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Mikil átök hafa staðið um eignarhald félagsins í gegnum tíðina og þá ekki síst undanfarin misseri. En DV er stærra en svo að hnútukast skyggi á. DV lýtur eigin lögmálum. Blaðið er skrifað fyrir al­ menning og er gagnrýninn frétta­ miðill. Við sem stöndum í stafni hverju sinni berum mikla ábyrgð og þurfum að tryggja að valdhöfum, embættismönnum og atvinnulífi sé veitt aðhald. Að sama skapi ber DV að fjalla um og standa vörð um tján­ ingarfrelsi, minnihlutahópa og lýð­ ræðisleg vinnubrögð. Á móti þarf blaðið, og blaða­ menn þess, að ástunda heiðarleg vinnubrögð. DV hefur átt glæsileg tímabil og önnur sem hafa verið síðri. Á hverjum degi vinnum við að því að efla DV og stefnum hærra. Við getum alltaf gert betur og tökum alvarlega hlutverk okkar sem ábyrg rödd í opnu lýðræðislegu samfélagi. DV.is hefur frá upphafi verið einn alvinsælasti vefmiðill lands­ ins. Á næstu dögum kynnum við gjörbreytt útlit hans og margs konar nýjungar sem ætlað er að svara örri þróun, meðal annars í snjallsímum og lófatölvum. Skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið innan DV ehf. hafa það markmið að efla vefinn. Gera hann enn fjölbreyttari og öfl­ ugri fréttamiðil, án þess þó að hann glati sérkennum sínum. Kristjón Kormákur Guðjónsson er yfirmað­ ur nýrrar netdeildar Vefpressunn­ ar, sem gefur út DV og rekur vefina DV.is, Pressan.is, Eyjan.is og Bleikt. is. Kristjón mun stýra sameinaðri deild, þar sem allir vefir munu þó halda sérkennum sínum. Með þessu ætlar DV að sækja fram á net­ markaði. Kristjón hefur sýnt það og sannað að hann er afar öflugur verkstjóri á þessu sviði. Til hamingju öll með daginn – fjörutíu flogin ár frá fyrsta út­ gáfudegi Dagblaðsins. Við höld­ um ótrauð áfram og stefnan er að halda úti vönduðum fjölmiðli sem nýtur trausts og skiptir máli í þjóð­ félagsumræðunni. Við munum áfram hlusta á ykkur, áskrifendur og notendur. Þið segið álit ykkar á hverjum degi – það tryggir frjálsan og óháðan fjölmiðil. n Mannasiðir forsetans Jón Baldvin Hannibalsson og Guðni Ágústsson voru gestir Björns Inga Hrafnssonar á Eyjunni síðast­ liðinn sunnudag og mæltist báð­ um sköruglega. Í lok þáttar voru þeir spurðir hver yrði næsti for­ seti Íslands. Greinilegt var á máli Guðna að hann vill helst sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í emb­ ætti. Jón Baldvin sagði hins vegar að þjóðin væri orðin hundleið á forseta sem hefði setið of lengi. Hann bætti því svo við að það væri skortur á mannasiðum hjá forsetanum tilkynnti hann ekki um fyrirætlanir sínar í síðasta lagi um þingsetningu. Ólafur Ragnar er pólitískt ólíkindatól og má því búast við að margir sperri eyrun undir ávarpi hans við þingsetninguna í dag. Sameina stjórnmála- flokka eða knatt- spyrnufélög? Kristín Soffía Jóns- dóttir, borgar­ fulltrúi Samfylk­ ingarinnar, vakti athygli á því fyrir skemmstu hvort ekki væri réttast að hin fjölmörgu knattspyrnufélög Reykjavíkur­ borgar – Fram, Valur, Fjölnir, Vík­ ingur, KR og Fylkir – yrðu sam­ einuð í eitt í sparnaðarskyni. Ljóst er að slíkar hugmyndir falla ekki í frjóan jarðveg hjá stuðn­ ingsmönnum og forsvarsmönn­ um knattspyrnufélaganna í Reykjavík. Stefán Gunnar Sveinsson, blaða­ maður á Morgunblaðinu, tekur hugmynd Kristínar Soffíu hins vegar á lofti á Facebook­síðu sinni og bendir á að nær væri að sameina stjórnmálaflokka í sparnaðarskyni, enda þrífist þeir nú mest á opinberum fjár­ framlögum frá ríkinu. Það sé dýrt að reka og viðhalda fjóra til sex stjórnmálaflokka og færi svo sannarlega betur á því að sá kostnaður yrði „lækkaður með sameiningum“, skrifar Stefán Gunnar. Þrýst á Ólöfu Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem orðin er formaður utanríkis­ málanefndar, stefnir ótrauð að áframhaldandi varaformennsku í Sjálfstæðisflokknum. Ýmsum þykir það djarfur leikur af stjórn­ málamanni sem er afar umdeild­ ur og nýtur ekki almennra vin­ sælda eftir hneykslismál. Innan Sjálfstæðisflokks er mikill þrýsting­ ur á Ólöfu Nordal að gefa kost á sér í formannskjör. Þrýstingurinn kemur ekki síst innan úr þing­ flokki Sjálfstæðismanna en þar á bæ er ekki mikill stuðningur við Hönnu Birnu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í lok október og búist er við að hann verði tíðindamikill. Geri ekki ráð fyrir að neinn muni reyna að reka þá í háttinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi leyfa fótboltamönnum að djamma. – DV Vá, hvað það er gaman á Tinder! Ágústa Kolbrún Roberts, jógakennari, fann sætan sveitastrák á Tinder – DV Þar eru töluvert fleiri tæki­ færi og ferðamöguleikar Lífið í Búlgaríu á vel við athafnakonuna Ásdísi Rán. – DV E f frá er talin aukin áhersla á mannréttindi, er ein sú já­ kvæðasta þróun í íslenskri stjórnmálaumræðu hin sí­ vaxandi krafa um þjóðar­ atkvæðagreiðslur. Nú er svo komið að jafnvel æðstu ráðamenn þykjast stundum aðhyllast þær. Þó er orðræðan oft í þeim stíl, að þótt þjóðaratkvæðagreiðslur geti verið skynsamlegar, þá sé fyrir­ komulagi þeirra þó best borgið þannig að þær eigi sér stað sem sjaldnast og helst ekki yfirhöfuð. Þetta viðhorf byggir á því að þjóðar­ atkvæðagreiðslur séu alfarið að­ haldstæki. Vissulega má nota þær sem slíkt, til dæmis með því að þriðj­ ungur Alþingis geti kallað eftir þeim. En þær snúast ekki bara um póli­ tískt aðhald, heldur einnig það sjálf­ sagða grundvallaratriði að fólk hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin mál­ efnum. Lýðræðið er í grunninn bara sjálfsákvörðunarréttur hópa, sá sami og einstaklingar hafa yfir sín­ um einkamálefnum, nema í öðru samhengi og á öðrum skala. Ekki er einungis til staðar sú praktíska þörf á þjóðaratkvæðagreiðslum til að veita yfirvöldum aðhald, heldur einnig siðferðisleg þörf á því að fólk­ ið í landinu hafi sem mest að segja um eigin málefni. Í tilfelli þjóða er sú þörf best uppfyllt með aðkomu al­ mennings í ákvarðanatöku, en í til­ felli einstaklinga með sem mestum borgararéttindum. Lýðræðishug­ sjónin snýst að mestu leyti um þess­ ar tvær hliðar á sama skildingnum; réttinum til að ráða eigin örlögum. Stundum er sagt að þjóðarat­ kvæðagreiðslur séu ekki markmið í sjálfu sér, en sjálfsákvörðunarréttur­ inn er það hins vegar og þjóðar­ atkvæðagreiðslur eru ódýrt og ein­ falt tæki til að ná því markmiði. Ein hjátrú þvælist þó mikið fyrir, sem er að ef þjóðaratkvæðagreiðsla myndi ógilda ákvörðun meirihluta Alþingis, að þá væri það gríðarleg­ ur áfellisdómur yfir þinginu. Þetta eru reyndar ekki rök gegn þjóðar­ atkvæðagreiðslum, því að jafnvel ef slík ógilding væri áfellisdómur, þá væri mikilvægt að hann kæmi fram. Hitt er að ef ráðamenn upplifa óvið­ ráðanlega höfnunartilfinningu við það eitt að meirihluti landsmanna leggi annað mat en þeir sjálfir á til­ tekið mál, þá geta þeir rætt það við sinn sáluhjálpara eða sálfræðing, ellegar fundið sér starf sem brothætt egó þeirra ræður við. Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinn­ ar á í öllu falli ekki að standa og falla með því hvort ráðamenn eða tiltekin stofnun telji sig upplifa álitshnekki. Aðallega er það þó órökrétt að túlka slíka atburðarás sem áfellis­ dóm. Jafnvel ef allir þingmenn væru strangheiðarlegir, eitursnjallir og vel menntaðir og þjóðin vel upplýst, væri fullkomlega eðlilegt að í eins­ taka málum væri þjóðin ósammála meirihluta Alþingis af algerlega mál­ efnalegum ástæðum. Í fyrsta lagi hefur kjósandi einungis einn bókstaf á fjögurra ára fresti til að tjá öll sín viðhorf. Sá bók­ stafur tilgreinir pakka af málefnum sem kjósandinn verður að vega og meta gegn hverju öðru. Sem dæmi, ef kjósandi er gallharður kapítalisti en á móti NATO, þá getur hann eng­ um flokki veitt fullt umboð. Þar sem viðhorf kjósenda eru fjölbreyttari en valmöguleikarnir verða kjósend­ ur óhjákvæmilega ósammála sínum fulltrúum, jafnvel með upplýstu vali. Í öðru lagi sækist fólk einungis eftir völdum ef það er reiðubúið til að beinlínis vinna við pólitík með öllu sem því fylgir. Fæstir sem þó hafa upplýsta skoðun á hverju mál­ efni hafa nokkurn áhuga á því að beinlínis starfa við stjórnmál. Fram­ boð til Alþingis krefst persónu­ einkenna og aðstæðna sem engin regla tryggir að hinn almenni kjós­ andi njóti. Því verður Alþingi aldrei þverskurður af þjóðinni. Þessu til sönnunar eru til dæmis engir op­ inberlega samkynhneigðir þing­ menn á Alþingi í dag þótt þeir ættu hlutfallslega að vera 3–7 talsins. Hið sama má segja um Íslendinga af er­ lendum uppruna. Þótt konur hafi alltaf verið um helmingur þjóðar­ innar er frekar nýtilkomið að þær þekkist í einhverjum mæli á þingi og enn hefur fjöldi þeirra aldrei náð helmingi. Þetta er meðal annars vegna þess að listakosningar ein­ faldlega leiða ekki af sér þverskurð af þjóðinni. Okkur væri hollt að hætta að láta eins og svo sé. Af þessu leiðir að jafnvel ef við gefum okkur heiðarlega stjórnmála­ menn og vel upplýsta kjósendur, þá er fullkomlega eðlilegt að málefna­ legur ágreiningur myndist reglulega milli þings og þjóðar. Það er kannski vandamál, en ekki áfellisdómur. Lausnin er hins vegar einföld, örugg og ódýr; bindandi þjóðar­ atkvæðagreiðslur að frumkvæði t.d. 10% kjósenda um mál sem Alþingi hefur samþykkt. Ekkert gæti bætt stjórnarfarið jafn mikið með jafn einföldum hætti. Eina raunverulega flækjan er hvernig ráðamenn fást til að af­ sala sér valdinu þangað sem það á heima. n Eigi skal áfella„Ekkert gæti bætt stjórnar­ farið jafn mikið með jafn einföldum hætti. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Þótt vík hafi orðið milli vina, náðu þau sár að gróa að lokum og skynsemisraddir urðu ofan á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.