Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Page 64
Afmælisblað 8. september 2015 40 ára 7 P rentarar héldu í verkfall haustið 1981 og blöðin hættu að koma út. Þeir Sveinn R. Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Dagblaðsins, og Hörður Einarsson, stjórnarfor- maður Vísis, notuðu tímann í verk- fallinu til að undirbúa sameiningu blaðanna. Dagblöðin komu aftur út að verk- falli loknu, 25. nóvember 1981, en það varð síðasti útgáfudagur Vísis og Dagblaðsins. Stjórnarfundir voru haldnir í útgáfufélögum beggja blaðanna þá um kvöldið. Þar voru sameiningartillögurnar bornar upp og samþykktar á báðum stöðum. Að loknum síðustu útvarpsfréttum á miðnætti var starfsfólkið kallað út og því tilkynnt um ákvörðunina. Frá og með 26. nóvember kom út sameinað blað sem fékk nafnið Dagblaðið- Vísir, síðar skammstafað DV. Veggir brotnir niður Nokkrum vandkvæðum var bundið að ráða í yfirmannastöður, hver skyldi vera fréttastjóri, afgreiðslu- stjóri og svo framvegis, en allt leystist það farsællega. Ritstjórnir blaðanna tveggja voru staðsettar í tveimur sambyggðum húsum, Síðu- múla 12 og 14. Var brugðið á það ráð að brjóta veggi og opna á milli. Allt var þetta gert með hraði en Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Dagblaðsins, telur að sameiningin hefði ekki getað gengið öðruvísi en svona. Aldrei hefði náðst sam- staða um sameiningu hefði þurft að leita samráðs við alla aðila fyrst. Þeir Sveinn og Hörður Einarsson, stjórnar formaður Vísis, höfðu haldið „stjórnmálasambandi“ allt frá stofn- un Dagblaðsins og verið opnir fyrir þeim möguleika að blöðin samein- uðust. Tækifæri til þess gafst í prent- araverkfallinu í nóvember 1981. Jónas Kristjánsson, fráfarandi rit- stjóri Dagblaðsins, kvaðst aðspurð- ur ekki kvíða samstarfinu við Vísis- menn þrátt fyrir að blöðin hefðu eldað grátt silfur í sex ár. Hann sagði ekki duga að „haga sér alltaf eins og söguhetjur Íslendingasagnanna, menn yrðu einnig að geta sest niður til viðræðna“. Jónas varð annar tveggja ritstjóra hins nýja blaðs, ásamt Ellert B. Schram.- Mikil útbreiðsla DV Blaðið fékk strax mikla útbreiðslu og fram eftir níunda áratugnum var upplag þess um 35 til 38 þús- und eintök og stundum allt að 40 þúsund á mánudögum, en hin blöðin komu þá ekki út á mánudögum. Lesendur fengu nú stærra blað fyrir sama pen- ing og sannarlega var hið nýja blað skemmtileg blanda úr for- eldrum sínum og fékk með tíð og tíma sitt eigið svipmót. Þrátt fyrir að samruninn gengi fumlaust fyrir sig mátti sjá í öðrum miðlum að ýmis vandamál honum tengd voru blásin upp. Ýjað var að mann- vonsku stjórnenda í garð starfsfólks og pólitísk viðhorf ritstjóra rifjuð upp. Augljóst mátti vera að keppi- nautum á markaði fannst sér ógnað. Flokksblöðin að verða nátttröll Nýtt blað varð frá byrjun einn aðal- fjölmiðill landsins og verðugur keppinautur Morgunblaðsins um hylli lesenda. Ellert B. Schram rit- stjóri vonaðist til þess að blaðið yrði brátt „ raunverulegur vettvangur hins óbreytta borgara, vopn í þágu lýðræðis og valddreifingar“. Hið nýja blað yrði ekki flokks- málgagn sem hefði það hlut- verk að „móta skoðanir, og skjóta skjólshúsi yfir gæðinga sína“. Flokksmálgögnin væru að opinberast sem „nátt- tröll í nútímafjölmiðlun“. Þar reyndist Ellert sannspár. DV er arftaki Dagblaðsins Frá upphafi einsettu útgef- endur sér að gefa út dagblað sem væri óháð flokkum og flokksbrotum, aðilum vinnu- markaðarins og öðrum þrýsti- hópum. Slagorð Dagblaðsins „frjálst og óháð“ fluttist yfir á nýja blaðið, en það þýddi þó ekki að hið nýja blað yrði hlutlaust. Enda er sitthvað að taka afstöðu til manna og málefna annars vegar og vera bundinn á klafa stjórnmálaflokks hins vegar. Hið nýja blað náði brátt flugi og meðallestur var árið 1984 kominn upp í 64% á sama tíma og Morgun- blaðið var með 70% lestur. Blaðið var keypt jöfnum höndum um allt land. Dagblaðamarkaðurinn hafði tekið stakkaskiptum og DV fylgdi fast á hæla Morgunblaðsins. Starf- semin var á traustum fjárhagslegum grunni í heila tvo áratugi og blaðið í fararbroddi íslenskra fjölmiðla. n Dagblaðið-Vísir E llert B. Schram var ritstjóri DV frá stofnun árið 1981 fram til 1995, en hann hafði áður verið ritstjóri Vísis frá 1980. Hann var for- maður Knattspyrnusambands Íslands 1973–1989 og alþingis- maður um árabil. Ég fékk Ell- ert í stutt spjall, en hann var að gera sig kláran að fara út á golfvöll. Ég spurði hann fyrst af öllu af því hver hefðu verið fyrstu afskipti hans af dag- blöðum. „Samskipti mín og Vísis hófust þegar ég var ellefu ára og ég hóf að selja Vísi. Síðar gerðist ég blaðamaður þar á Háskólaárunum 1961–1964. Ég varð þingfréttaritari Vísis og fékk að sitja þingflokks- fundi Sjálfstæðisflokksins. Þá fór ég að hafa áhuga á pólitík. Ég kom svo á Vísi löngu síðar þegar Hörður Einarsson og Ingimundur Sigfús- son fengu mig til að verða ritstjóri.“ Hvernig gekk samkeppnin við Dagblaðið, þann tíma sem þú varst ritstjóri Vísis? „Við náðum Dagblaðinu í áskrifendum og helgarblaðið seldist vel. Það var góður andi og mikill kraftur á blaðinu.“ Hvernig hugnaðist þér sam- eining blaðanna? „Ég var spenntur fyrir sam- einingunni og árin á DV voru spennandi og skemmtilegur tími. Við vorum heppnir með fólk. En það sem var merkilegast var að blaðið var frjálst og óháð.“ Hvað er þér minnistæðast á löngum ferli sem ritstjóri? „Fréttaútvarpið er einn af há- punktunum. Starfsemi ríkisút- varpsins lá niðri í verkfalli opin- berra starfsmanna 1984 og þá stofnuðum við útvarpsstöð. Fréttaútvarpið skipti sköpum í baráttunni fyrir frelsi fjölmiðl- anna.“ n BJB „blaðið Var frjálst og óháð“ Rætt við Ellert B. Schram, ritstjóra DV frá stofnun, árið 1981, til 1995 Sameining Stoltir aðstand- endur sameinaðs blaðs Vísis og Dagblaðsins í nóvember 1981. Fjórmenningaklíkan Þeir kölluðu sig "fjórmenningaklíkuna" útgáfuráð DV. Neðri myndin er tekin árið 1986 og sú efri á dögunum. Frá vinstri ritstjórarnir Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram, Sveinn R. Eyjólfsson, starfandi stjórnarformaður, og Hörður Einarsson framkvæmdastjóri. 1986 2015 Hinn ómissandi Loki Fagnar sameiningu blaðanna. „Þrátt fyrir að sam- runinn gengi fum- laust fyrir sig mátti sjá í öðrum miðlum að ýmis vandamál honum tengd voru blásin upp.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.