Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 67

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 67
Vikublað 8.–10. september 201546 Fólk Viðtal Í FYRRA SELDIST ALLT UPP. TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA. Hamraborg 6, 200 Kópavogi - Miðasala í s: 44 17500 - www.salurinn.is, salurinn@salurinn.is ekki með því að ýta hurðinni á hana. „Þið farið út eða ég kem með ein- hverja, skiljið þið mig?“ segir leig- usalinn. Imane spyr þá leigusalann hvort að hann hefði opnað útidyrnar með sínum eigin lykli. Leigusalinn segir að hann hafi gert það því hann vissi að einhver hefði verið heima. Imane hefur nú misst trú á kerf- inu og vill nú einungis losna við þetta. Fjölskyldan leitar nú að öllum mögulegum íbúðum sem hún hefur efni á að leigja. Leigusalinn segist ekki ná sambandi við fjölskylduna DV hafði samband við konuna sem leigir út íbúðina og fékk að heyra hennar hlið af málinu. Hún segir að fjölskyldan borgi ekki leigu og því vilji hún losna við hana úr íbúð- inni. Að auki segir hún að íbúðin liggi undir skemmdum og sé ekki íbúðarhæf að svo stöddu vegna myglu og því verði að rýma íbúð- ina. Hún segir að hvorki Imane né eiginmaður hennar svari og því geti hún ekki útskýrt fyrir þeim hvernig staðan sé. „Þau svara ekki þegar ég hringi og þegar ég nota símanúmer sem þau þekkja ekki, þá skella þau á um leið og þau heyra röddina mína. Þá hringja þau í lögregluna í hvert skipti sem ég mæti,“ segir hún í samtali við DV. Hún segir að skemmdir á ofn- inum séu ekki fjölskyldunni að kenna. Hins vegar hafi fjölskyldan ekki gert henni viðvart um leið og ofninn fór að leka og því hafi mygla myndast. Hún segist þá hafa mætt ásamt syni sínum til að kanna að- stæður, segir hún að hringt hefði verið á lögregluna og henni og syni hennar vísað út áður en þau gátu sagt fjölskyldunni að mygla hefði myndast. „Myndi aldrei ógna litlu saklausu barni“ Aðspurð um meintar hótanir, vís- ar konan þeim algjörlega á bug. Þá segir hún sérstaklega sárt að vera ásökuð um að hafa ógnað öryggi barnsins og vitnar í heimsókn sem hún telur vera þá heimsókn sem Imane segir að meint hótun hafi átt sér stað. „Ég man alveg hvar barnið var, það sat á gólfinu, horfði á mig og brosti. Ég brosti á móti og gaf frá mér hljóð eins og fólk gerir gjarn- an í návist ungbarna. Þá fer móðir þess skyndilega að kalla „don't hurt my baby“. Barnið var aldrei í hættu. Þó að ég sé skammist í þeim myndi ég aldrei, alveg sama hvað ég væri reið, ógna litlu saklausu barni. Kannski mátti ég ekki brosa framan í barnið en ég gerði það ósjálfrátt.“ Aðspurð úti meintar hótanir um að einhverjir menn kæmu og hentu fjölskyldunni út, líkt og heyrist í myndbandinu og á hljóðupptöku sem DV hefur undir höndum, seg- ir konan: „Ég er ekki að fara að koma með einhvern hóp af körlum. Ég átti við að synir mínir kæmu með mér til að flytja dótið þeirra. Það var aldrei ætlunin að meiða einhvern. Það myndi ég aldrei gera.“ Mistök voru gerð í reiði Aðspurður úti í umrætt samtal vegna tryggingarinnar segir leig- usalinn að fjölskyldan hafi ekki greitt leigu fyrir maí og júní og því hafi tryggingin verið notuð sem greiðsla fyrir þá mánuði. Hún viðurkennir að mikill hiti hafi ver- ið í samskiptum þeirra og að óþörf orð hafi verið sögð. „Ég er ekki rasisti, ég var bara mjög reið. Það er hústökufólk í íbúðinni minni. Maður segir ým- islegt í reiði sinni og þetta datt upp úr mér.“ Aðspurð hvers vegna hún hafi farið inn með því að nota eigin lyk- il, líkt og sést á myndbandi sem DV hefur undir höndum, segir hún að það hafi verið mistök. „Ég veit að ég átti ekki að gera það, ég var bara ofboðslega reið og hef verulegar áhyggjur af íbúðinni og því sem ég á inni í henni,“ segir hún og bætir við að hún hafi aldrei farið inn í íbúðina án þeirra leyfis. Segir íbúðina í rúst Leigusalinn segir að sambandið á milli hennar og fjölskyldunnar hafi í upphafi verið gott. Hún segist hins vegar vilja losna við fjölskylduna svo hún geti lagað íbúðina og selt hana. Það segir hún vera mjög erfitt þegar fjölskyldan, sem hún segir að hafi fengið formlega beiðni um að yfirgefa íbúðina, neiti að hafa sam- skipti við hana. Þá segir konan ekki rétt að íbúðin sé á leið á uppboð vegna nauðungarsölu. „Íbúðin er í rúst. Ég fékk áfall þegar ég kom þangað inn. Þetta er bara einfalt; þau borga ekki leigu, íbúðin liggur undir skemmdum og ég þarf að losna við þau svo ég geti lagað íbúðina og selt hana. Íbúðin á að fara á sölu og mér liggur á að selja hana,“ segir leigusalinn sem segist eiga í erfiðleikum með að borga af íbúðinni því ekki sé borg- uð nein leiga af henni. n Kallast húsbrot ef gengið er inn í leyfisleysi DV hafði samband Samtök leigjenda á Íslandi (SLI), einnig þekkt sem leigendasamtökin, vegna málsins. Þau svör fengust frá SLI að samkvæmt lögum þurfi leigu- sali að hafa skýrt leyfi frá leig- uliða til að fara inn í húsnæði sem hann leigir. Fari hann inn án leyfis kallast það húsbrot og er slíkt saknæmt og má kæra til lögreglu. Leigusali má aðeins fara inn án sérstaks leyfis leig- uliða ef um hreint neyðartilfelli er að ræða eða að sérstaklega sé tekið fram að hann megi það í leigusamningi. Vilji annar aðilinn losna undan leigusamningi, áður en samningurinn rennur út, verður að fara fram á slíkt með skriflegum hætti. Eins og lög eru í dag eru tölvupóstsam- skipti ekki gild en þó má leggja þau fram sem sönnunargögn ef til þess kemur. Öll sam- skipti verða að vera formleg og helst skrifleg. Ef slík bréf ber- ast ekki með pósti þarf vitni að vera viðstaddur þegar upp- sögn samnings er veitt eða að viðkomandi skrifi undir og samþykki beiðnina um að rifta samning. Samkvæmt upplýsingum frá SLI er algengt að í deilumálum á milli leigjenda og leigusala sé aðeins er orð gegn orði. Samkvæmt SLI er ekki ólög- legt að leigja út íbúð sem sé á leið á uppboð vegna nauð- ungarsölu. Lögum samkvæmt getur leigusali haldið áfram að leigja út íbúð svo lengi sem hann sé skráður fyrir henni. Hins vegar þykir eðlilegast að leigusali upplýsi leiguliða um stöðu mála, sérstaklega vegna heimilisöryggis leiguliðans. „Þið farið út eða ég kem með einhverja, skiljið þið mig? „Það er hústökufólk í íbúðinni minni. M y n d þ o r M a r v ig n ir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.