Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 79

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 79
Vikublað 8.–10. september 201558 Sport Satis.is Satis ehf | Fákafeni 9 | Sími: 551 5100 | www.satis.is Sjáðu SKY með NowTV netmyndlykli Ekki lengur þörf að setja upp disk. Kauptu SKY áskrift af Entertainment, Sky Movies eða Sky Sports þegar þér hentar í viku eða mánuð í senn. Verð frá 3.490 kr. á mán. Enginn binditími Eitt fullkomnasta VOD kerfi í heimi „Lars er taktískur snillingur“ n Formaður KSÍ vill að landsliðsþjálfararnir haldi áfram eftir EM n Búið að ganga frá bónusum G eir Þorsteinsson, formað­ ur KSÍ, er að vonum hæst­ ánægður með að hafa ráðið Svíann Lars Lagerbäck sem landsliðsþjálfara árið 2011, enda er íslenska karlalandsliðið á leið á lokakeppni EM næsta sumar í fyrsta sinn í sögunni eftir jafnteflið gegn Kasakstan á sunnudagskvöld. Taktískur snillingur „Áður en ég réði hann höfðum við hist, meðal annars þegar við spiluð­ um við Svía og ég vissi hvaða mann hann hafði að geyma. Það var mjög ánægjulegt að fá hann til starfa fyr­ ir okkur,“ segir Geir, sem var að sjálf­ sögðu í sigurvímu þegar blaðamaður ræddi við hann. Spurður hvað hefði breyst hjá landsliðinu með tilkomu Svíans seg­ ir Geir að hann hafi þekkt það af eig­ in reynslu að leiða lið alla leið í úrslit á stórmótum. „Hann hafði reynsl­ una og ég held að það sé ekki ofsög­ um sagt að hann sé taktískur snilling­ ur. Ég held að þú finnir ekki marga í heiminum sem eru eins góðir í því.“ Sá efniviðinn í Danmörku En hafði Geir trú á því að karlalands­ liðið kæmist í lokakeppni á stórmóti áður en Lagerbäck var ráðinn? „Ég hafði gríðarlega trú á þessum hópi. Maður sá það vel í Danmörku [á loka­ keppni U­21 árs liðsins 2011] að þarna vorum við komnir með gríðarlegan efnivið. Ég sá hvernig þeir stigu upp þar. Við áttum að fara í undanúrslit og þarna sá ég að við vorum komnir með rosalega öflugt lið og kjarna sem gæti myndað framtíðarlið.“ Hafa öfundað aðrar þjóðir Knattspyrnusamband Íslands fær 1,7 milljarða króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu fyrir að komast í lokakeppni EM. Geir seg­ ir það fyrst og fremst vera stóra lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu að komast í lokakeppnina. Bónusinn sé að ávinningurinn er líka fjárhags­ legur. Fyrst þarf þó að einbeita sér að fótboltanum og klára undankeppn­ ina. „Við erum alveg meðvitaðir um að það fylgja því miklar tekjur að komast í lokakeppni. Við höfum horft öfundaraugum á þær þjóðir sem þar hafa verið reglulega og þá miklu fjár­ muni sem þær hafa fengið úr sjóð­ um UEFA og FIFA, sem við höfum ekki notið fyrr en munum gera í fyrsta skipti á næsta ári. Það verður mik­ il lyftistöng fyrir okkur fjárhagslega,“ segir hann. Völlur, hótel og læknamiðstöð? Hvað ætlar Geir að gera við pening­ ana sem frúin í Hamborg gaf honum? „Ég hef ekki stýrt KSÍ þannig að við höfum eytt peningunum fyrirfram,“ svarar hann varkár. Þegar hann er spurður hvort endurbættur Laugardalsvöllur sé ekki á óskalistanum segir hann um­ breytingar á vellinum vera mjög mikilvægar. Koma þurfi fleira fólki á leikina, vegna aukinna vinsælda landsliðsins, og nefnir að völlurinn þyrfti að taka ekki færri en 20 þúsund áhorfendur. „Það sem við þyrftum er leikvang­ ur sem er lifandi, sem gæti skilað tekj­ um allt árið. Þetta er ákveðinn fjöldi af knattspyrnuleikjum en það þarf að vera þjónusta í byggingunum, ekki bara sæti. Það þarf kannski að vera hótel, læknamiðstöð, veitingastaðir eða annað sem getur rekið slík mann­ virki.“ Burt með hlaupabrautina Hann telur það algjört skilyrði að losna við hlaupabrautina af Laugar­ dalsvellinum. „Það er löngu orðið tímabært að það verði byggður sér­ stakur leikvangur fyrir frjálsar íþróttir. Hlaupabrautin hér uppfyllir á engan hátt alþjóðlegar kröfur lengur.“ Bónusar klárir Geir lét hafa eftir sér fyrir tveimur árum að ef landsliðið kæmist í loka­ keppni HM myndi KSÍ borga leik­ mönnunum bónusa. Ekkert varð af því en hvernig verður þessu hátt­ að núna? Fá leikmenn og þjálfar­ ar bónusa fyrir að komast til Frakk­ lands? „Já, við höfum samið um það. Það er frágengið mál en ég ætla ekki að upplýsa meira um það á þessari stundu,“ segir hann. Vill Lagerbäck áfram sem þjálfara Lars Lagerbäck hefur talað um að hann ætli að hætta knattspyrnuþjálf­ un eftir lokakeppnina næsta sumar en 30 ár eru liðin síðan hann hóf þjálf­ araferil sinn. Til stendur að Heimir Hallgrímsson, sem þjálfar landsliðið með honum, taki alfarið við stjórn­ inni. Geir segir það enga spurningu að KSÍ vilji hafa bæði Lagerbäck og Heimi áfram við stjórnvölinn. „Núna ætlum við að setjast niður og spjalla saman. Við höfum ekki gert það enn­ þá. Þegar ég ræddi fyrst við Lars þá var hann að hætta en ég sannfærði hann um að koma. Hann gerði það af því að hann þekkti til okkar stráka og hafði mikinn áhuga. Svo tókst mér að sannfæra hann um að vera tvö ár í viðbót. Þannig að það er eitt skref í einu í þessu,“ segir formaðurinn. „Það má ekki gleyma þætti Heimis, sem er frábær. Hann hefur staðið sig gríðar­ lega vel og það má alls ekki vanmeta hans miklu og góðu störf með Lars.“ Draumur síðan í barnæsku Geir getur ekki beðið eftir því að sjá íslenska landsliðið spreyta sig á EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er mjög spennandi að upplifa þetta allt saman. Frá því maður var ung­ ur drengur er maður búinn að horfa á hverja einustu úrslitakeppni í sjón­ varpi og stundum fara á leiki en núna fær maður að upplifa þetta með sitt eigið lið, sem er búinn að vera draumurinn,“ segir hann. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Ánægður Geir Þorsteins- son ásamt Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara. MynD SigTryggur Ari JóHAnnSSon Ísland eins og hálf Ósló Umsagnir erlendra miðla „Fyrir leikinn sagði þjálfarinn Lars Lager- bäck að ef Ísland kæmist í lokakeppnina myndi það hafa meiri þýðingu en að komast þangað með Svíum. Ísland hefur færst upp um 100 sæti á FIFA-listanum síðan Lagerbäck tók við stjórninni árið 2011. Núna er liðið í 23. sæti, fyrir ofan þjóðir á borð við Frakkland, Úkraínu og Rússland.“ - BBC „Hugsið ykkur að þjóð með 330 þúsund manneskjur, sem er eins og hálf Ósló eða þrír Camp Nou-leikvangar, geti safnað saman ellefu mönnum sem virðast geta unnið hvaða þjóð sem er.“ - Verdens gang „Markalaust jafntefli á rigningarkvöldi í Reykjavík var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni EM næsta sumar. Þetta verður fyrsta lokakeppni liðsins, sem er ótrúlegt vegna þess að innan við 350 þúsund manns búa á þessari litlu eyju.“ - nBC „Ísland hefur í mörg ár verið talið minni máttar í fótbolta. Það hefur breyst síð- ustu ár, því U-21 árs liðið hefur áður kom- ist í lokakeppni EM.“ - Jyllandsposten „Á meðan stórveldið Holland virðist ætla að missa af lokamóti EM hefur hið pínulitla Ísland tryggt sér þátttökurétt í fyrsta sinn.“ - Cnn Kjörinn leiðinlegastur í Svíþjóð Fulltrúar sænskra fjölmiðla voru mættir á Laugardalsvöll á sunnudaginn, gagngert til þess að fylgjast með því þegar Lars Lagerbäck og íslenska liðið myndu tryggja sætið á Evrópumótið. Í samtali DV við blaðamann Aftonbladet sannaðist hið forkveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Lager- bäck skilaði frábæru starfi með sænska liðið en eftir því sem á leið þá súrnaði samband hans við sænska blaðamenn og í raun sænsku þjóðina, sem náði hámarki þegar hann var kjörinn „Leiðinlegasti maður Svíþjóðar“. Sænskir fjölmiðlar fylgjast núna grænir af öfund með ár- angrinum sem Lagerbäck er að ná með ís- lenska liðið og ljóst er að frægðarsól hans rís hátt þessi misserin í heimalandinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.