Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 87
Vikublað 8.–10. september 201566 Lífsstíll
Haustið er rétti tíminn
til að hanna garðinn
n Pallur eða stétt? n Heitur pottur eða gufubað? n Eplatré eða kartöflugarður?
Þ
egar sól hækkar á lofti á
vorin, gjarnan í mars eða
apríl, fer garðeigandinn
með ókláraða garðinn að
velta fyrir sér framkvæmd-
um. Þá eru draumar um að í byrjun
sumars verði hægt að grilla á nýjum
palli og njóta þess að fara í nýjan
heitan pott á hverju kvöldi. Það er
hringt í vin og hann beðinn um að
benda á góðan verktaka. Verktakinn
spyr hvort til sé teikning eða áætlun
fyrir framkvæmdina en því miður er
hún ekki til. Verktakinn bendir þá á
landslagsarkitekt sem er upptekinn
í verkefnum næstu þrjá mánuði og
draumurinn um sumar í garðinum
fellur um sjálfan sig.“
Þetta segir Björn Jóhannsson,
einn eftirsóttasti landslagsarki-
tektinn hér á landi, þegar
Hönnunarhornið biður hann um
að segja frá verkum sínum sem vak-
ið hafa mikla athygli. Hann telur að
landsmenn ættu fremur að huga
nú að hönnun garða sinna og palla,
þótt haustið sé að koma og veturinn
ekki langt undan.
„Þeir sem koma úr sumarfríi að
hausti, uppfullir af hugmyndum,
geta séð garðinn sinn í nýju ljósi. Þá
er upplagt að hafa strax samband
við hönnuð og byrja að velta upp
mögulegri útfærslu. Pall eða stétt?
Heitan pott eða gufubað? Epla-
tré eða kartöflugarð? Og svo auð-
vitað hvort útfæra eigi lítinn skála.
Teikning er útbúin í samvinnu við
landslagsarkitekt og um leið og hún
er klár má leita tilboða. Í flestum
landshlutum er svo hægt að byrja
á framkvæmdum fljótlega með það
í huga að njóta garðsins um vorið,“
segir hann.
Veturinn nýttur til
framkvæmda
„Þegar veturinn er nýttur til fram-
kvæmda má skála í nýjum heit-
um potti strax þegar vora tekur.
Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru
að verktakar geta gefið betra verð
þar sem framkvæmdatími er rýmri
og garðurinn er ekki sundurgrafinn
allt sumarið. Veðurfarið á Suður-
landi er þannig að flesta vetur verða
ekki nema tveggja til sex vikna tafir
vegna veðurs. Svo má ekki gleyma
því að veturinn er gjarnan besti tím-
inn til að gróðursetja. Þá helst jarð-
vegur rakur og lítil hætta á skemmd-
um vegna uppþornunar,“ bætir
hann við.
Eins og Bubbi Mortens og Jakob
Frímann Magnússon og ýmsir fleiri,
á Björn lítið barn sem hann eignað-
ist á fimmtugsaldri en sú stutta heit-
ir Salka Þórdís, að hluta til í höfuðið
á ömmu sinni sem hét Elín Þórdís.
Björn segir gjarnan að hann eigi
fjögur börn, með tveimur konum og
einum manni, en hann er nýbúinn
að gifta elstu dóttur sína. Hana
eignaðist hann þegar hún var 10
ára þegar hann kynntist fyrri konu
sinni og við það varð pabbi henn-
ar „barnsfaðir“ Björns, eins og hann
orðar það.
Björn eyðir frístundum sínum
í salsadans og fjallgöngur. Hann
á ekki bíl og fer allra sinna ferða á
reiðhjóli. Ef þörfin krefur leigir hann
lítinn bíl en verkefnin bera hann
gjarnan í útjaðar höfuðborgarinnar
eða út á land.
Björn lærði landslagsarkitektúr
á Suður-Englandi en hefur einnig
búið í Bandaríkjunum og á Spáni.
Hann vill þó meina að stíllinn sem
hann hallast mest að í sinni hönnun
sé stílhreinn og skandinavískur.
Björn hefur skrifað eina bók,
Draumagarður. Hann vinnur einn
og leysir verkefnin sem hann tekur
að sér með samblandi af handteikn-
ingum unnum á staðnum og raf-
rænum þrívíðum teikningum. Björn
sérhæfir sig í hönnun garða, útivist-
arsvæða og ferðamannastaða.
Stíllinn er orðinn hreinni
Hverjar eru helstu breytingar í
garða-/pallahönnun hér á landi á
undanförnum árum?
„Með funkisstefnu í byggingarlist
hefur stíllinn í garðhönnun orðið
hreinni í formum með réttum horn-
um og beinum línum. Girðingar eru
gjarnan klæddar lárétt og það er
undantekning ef staurarnir standa
upp úr toppi girðinganna. Liturinn
tekur þá gjarnan mið af litum í húsi
til dæmis gluggakörmum. Viður
í pöllum má nú taka á sig áferð
rekaviðar líkt og bryggjur. Þannig
verður dvalarsvæðið silfurgrátt.
Fyrir tíu árum hefði garðeigandi
fengið á sig stimpilinn „slóðinn í
götunni“ ef hann bæri ekki á pallinn
sinn á hverju sumri en í dag er hon-
um hrósað fyrir útsjónarsemina.
Það verður æ algengara að úti
í garði sé skáli sem oft er stað-
settur upp við skjólvegg og saman
stendur af þaki og nokkrum súlum
til að halda því uppi. Í þakinu er svo
góð lýsing og geislahitarar, en með
þessu má lengja sumarið um einn
til tvo mánuði í hvora átt, auk þess
sem rigningardagarnir verða líka
útivistar dagar í garðinum. Þá má
snæða, grilla og láta fara vel um sig
undir þaki.
En það er ekki bara grár við-
ur sem einkennir nýjustu stefnur
heldur er nú mikið sótt í einkenni
íslensks landslags. Grágrýti í
hleðslur, stuðlaberg og gras á
þökum gefa mörgum görðum sér-
stakan, íslenskan blæ. Ryðgað járn
hefur einnig sést í görðum síðustu
ára, ýmist sem lítil smáatriði eins
og í köntum en einnig í skilrúmum,
tröppum og girðingum.“
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Framhald á næstu opnu
Björn Jóhannsson Björn er einn af eftir-
sóttustu landslagsarkitektum hérlendis og
hannar ævintýralega garða.
Heitur pottur Láréttar línur einkenna skjólveggi og grár harðviður gera þetta svæði að unaðsreit fyrir garðeigandann.
Skáli Það verður æ algengara að úti í garði sé skáli sem oft er staðsettur upp við skjólvegg.
Hér má njóta garðsins þó vindar gnauði og regn falli.
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Hágæða parketplankar
á góðu verði