Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 91

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Side 91
Vikublað 8.–10. september 201570 Lífsstíll N ú eru flestir komnir í vinnu eftir sumarfrí og skólarnir komnir á fullt. Það gaf mér þá hugmynd að skrifa um eftirfarandi málefni en við sitjum flest yfir tölvuskjá nokkra tíma á dag og gleymum okkur í gleðinni. Þess vegna minni ég á mikilvægi þess að standa upp frá tölvuskjánum og brjóta þannig upp daginn. Einnig tek ég fyrir góðar teygjur sem framkvæma má í skrifstofustólnum, kem með góða punkta og ráð. Ég verð að viðurkenna að sjálf er ég mikill vinnualki og get al- veg gleymt mér á við tölvuskjáinn í vinnunni yfir daginn. Ef það væri ekki fyrir það að ég þurfi að fara að kasta af mér vatni, gætu liðið dagar þar sem ég stæði ekki upp. En af því að það er ekki hollt að sitja við tölvuskjáinn allan daginn, hef ég í gegnum tíðina tamið mér góða siði hvað það varðar, enda alltaf að hugsa um heilsuna. Ég á það stundum til að gleyma mér og samstarfskonur mínar líka, en við erum duglegar að benda hver annarri á það. Af hverju er svona mikilvægt að standa upp? Margir halda að það sé mun auð- veldara að vera í tölvuvinnu en vinnu sem krefst mikillar hreyf- ingar. Ég tel það hins vegar ekki rétt, þar sem það reynir mikið á líkamann að sitja til lengri tíma. Þess vegna er nauðsynlegt að vera meðvituð/aður um að standa upp og hreyfa sig, þannig kemur þú blóðflæðinu af stað, hvílir augun og brýtur upp daginn. Það ger- ir þér auðveldara fyrir að halda áfram og vinna vel. Passa að verða ekki hokin/nn Vegna þess hversu mörg störf tengjast tölvum nú til dags er orðið mjög algengt að fólk sé hokið eða með svokallaðar rúnnaðar axlir (axlirnar vísa fram). Það er eitt- hvað sem er hægt að koma í veg fyrir sé viðkomandi meðvitaður um það. Það er mikilvægt að halda líkamsstöðunni góðri fyrir alla lík- amsstarfsemi og svo er það líka mun fallegra og veitir manni meiri reisn og tignarleika. Þangað til næst, Ale Ræktardurgur n Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Situr þú allan daginn? n Mikilvægt að standa upp og hreyfa sig n Drekka vatn n Teygjur og ráð n Góður skrifstofustóll og tölvan í réttri hæð Það er mjög mikilvægt að stóllinn sem þú notar sé góður og henti þér. Þú nýtir hann ansi langan tíma af deginum. Einnig er nauðsynlegt að töluvskjárinn sé í réttri hæð fyrir þig, þannig þú getir setið með bakið beint. n Stundaðu hreyfingu utan vinnunnar Þeir sem vinna skrifstofustörf og aðra vinnu sem krefst setu allan daginn, fá oft ekki eins mikla hreyfingu og aðrir. Þess vegna er gott að stunda einhvers konar hreyfingu. Þá er ég ekki að segja að það sé nauðsynlegt að stunda líkams rækt, bara að taka stuttan göngutúr nokkrum sinnum í viku, hann getur gert gæfumuninn. Sjálf veit ég fátt betra en að byrja daginn á morgunæf- ingu og fá smá útrás áður en ég sest við tölvuna og tekst á við daginn. n Drekktu vatn Það er náttúrlega alltaf nauðsynlegt að drekka vel af vatni yfir daginn til þess að halda allri líkamsstarfsemi góðri, einnig kemur það í veg fyrir ýmsa kvilla eins og höfuðverk, þurrk í augum og svo framvegis. Ég er alltaf með vatnsbrúsa sem ég fylli á þegar ég mæti til vinnu á morgnana. n Stattu upp reglulega Það er gott að miða við að standa upp á um klukkutíma fresti. Bara rétt svo til að ganga aðeins fram og til baka og þannig fá blóðflæðið af stað og á sama tíma hvíla augun frá skjánum. n Ekki borða matinn þinn við tölvuskjáinn Ég hef stundum staðið mig að því að sitja við tölvuskjáinn og halda áfram að vinna og borða matinn samhliða, þegar mikið er að gera. Í gegnum tíðina hef ég fundið hvað það er nauðsynlegt að njóta matarins. Því hef ég tamið mér að standa alltaf upp frá tölvunni og borða matinn við eldhúsborð og til dæmis lesa blaðið í leiðinni. Maður þarf á því að halda að anda aðeins rólegra og stíga frá því sem er að gerast í tölvunni. n Gott að teygja og rúlla sig Nú er mismunandi hvernig aðstæður eru á hverjum vinnustað. Ég er það heppin að skrifstofan mín er mjög heimilisleg. Við höfum því komið fyrir rúllu og nuddbolta sem við getum gripið í þegar við finnum fyrir þreytu í líkamanum. Svo er ótrúlega gott að teygja sig þegar maður stendur upp eða jafnvel nýta sér teygjur sem hægt er að framkvæma í skrifstofustólnum. Leyfi slíkum teygjum að fylgja. Ég vona að þessi lesning hafi verið góð hvatning fyrir aðra sem vinna tölvuvinnu og hafi vakið þá til umhugsunar. Skrifstofuteygjur Ég fékk Ingibjörgu sem vinnur með mér til að smella myndum af mér í vinnunni að fram- kvæma þær teygjur sem við gerum reglulega GÓÐ RÁÐ TIL AÐ LÉTTA DAGINN Tölvuskjárinn Hér eyðir Ræktardurgurinn mestum hluta af deginum og skrokkavæðir landann. Að sjálfsögðu er dagbókin við hendina sem og vatnsbrúsinn. Myndir AlexAndrA Sif Teygja fyrir brjóst Hér er sniðugt að standa upp úr stólnum og finna sér góða dyra- gætt, tylltu höndunum hvorri á sinn dyrakarm og passaðu að hend- urnar vísi upp á við. Svo er bara að halla sér fram eins og líkami þinn leyfir, þannig að þú finnir fyrir góðri teygju á brjóstvöðva og axlir. Teygja fyrir efra bak Sittu í sætinu þínu og hallaðu þér fram og settu hendurnar í kross þegar þú teygir á bakinu. Teygja fyrir hálsinn Þessa teygju framkvæmir þú til hægri og vinstri. Sittu beint í sætinu þínu og tylltu höndinni á höfuðið, í beinu fram- haldi af því skaltu halla þér í áttina að höndinni. Teygja fyrir axlir og bak Sittu í sætinu þínu og gættu þess að bakið sé beint. Hallaðu þér svo fram og kræktu höndunum bak við hnéin og haltu svo bak við öklana. Teygja fyrir axlir og bak Sittu í sætinu þínu og gættu þess að bakið sé beint. Hallaðu þér svo fram og staðsettu fingurna rétt fyrir framan tærnar. Axlarúlla Sittu beint í sætinu þínu og rúllaðu öxlunum í hringi. Alexandra Sif nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.