Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 93

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Qupperneq 93
Vikublað 8.–10. september 201572 Menning Tónlist sem nær til hjartans Í tilefni 80 ára afmælis eistneska tónskáldsins Arvo Pärt heldur Kammersveit Reykjavíkur tón­ leika í Langholtskirkju. Tón­ leikarnir eru haldnir á afmælis­ daginn, sem er föstudagurinn 11. september, og hefjast klukkan 20. Rut Ingólfsdóttir er listrænn stjórn­ andi Kammersveitar Reykjavíkur og kynntist Pärt árið 1998 þegar hann kom fyrst hingað til lands. Pärt er talinn eitt fremsta tónskáld samtím­ ans. „Við í Kammersveitinni eigum mjög góðar minningar frá því við héldum tónleika, ásamt Hamrahlíðarkórunum, tileinkaða Pärt árið 1998 í Langholtskirkju,“ segir Rut. „Stjórnandinn var þýskur, góður vinur Pärt, og honum tókst að fá hann til að koma til Íslands. Það setti einstakan svip á tónleikana að Pärt skyldi vera viðstaddur. Troð­ fullt var á tónleikunum þannig að við ákváðum að hafa aðra tónleika seinna um kvöldið.“ Þess má geta að Pärt kom aftur til landsins árið 2000 þegar Reykja­ vík varð ein af menningarborgum Evrópu, en hann skrifaði verk sér­ staklega fyrir Þorgerði Ingólfsdóttur og Raddir Evrópu, kór ungmenna frá níu borgum Evrópu. Sonur Arvo Pärt var með honum í för og kynntist ís­ lenskri stúlku sem hann kvæntist og þau búa nú í Tallinn. Innhverf og hátíðleg verk „Við í Kammersveitinni lítum á Pärt sem vin okkar og fengum þá hugmynd að halda upp á stórafmæli hans með tónleikum. Víða um heim verða haldn­ ir afmælistónleikar þennan dag,“ segir Rut. Spurð um tónlist Pärt segir hún: „Verk hans eru ólík eftir tímabilum á ævi hans. Á tímabili var tónlistin ekki mjög aðgengileg. Pärt dró sig í hlé frá tónsmíðum í nokkur ár og þegar hann sneri aftur fór hann að semja trúarlega tónlist. Ég held að trúin sé mjög sterk­ ur þáttur í lífi hans og tónlist. Þetta eru innhverf og hátíðleg verk og minna jafnvel á hugleiðslutónlist. Hann sem­ ur tónlist sem nær til hjarta fólks. Það held ég að sé ein ástæða þess að hann nær eyrum þeirra sem yfirleitt hlusta ekki á klassíska tónlist. Hann á sér stóran aðdáendahóp, þar á meðal er Björk sem hefur til dæmis tekið við hann viðtal.“ Þegar Rut er beðin um að lýsa manninum sjálfum segir hún: „Hann er einstaklega hlý manneskja, með stórt hjarta og það geislar af honum ró.“ Á efnisskrá tónleikanna í Lang­ holtskirkju er verkið Fratres, sem verður leikið í fimm útgáfum, en verkið var einmitt flutt á tónleikunum árið 1998. „Við ákváðum að spila þetta verk í fimm útgáfum því okkur þótti forvitnilegt að sjá hvernig eitt verk sem byggt er upp á litlu stefi þróast út frá því og verður fjölbreytt,“ segir Rut. „Hver hópurinn á fætur öðrum kemur inn á sviðið og spilar. Ég held þetta muni verða dásamleg stund, Pärt til heiðurs og að ég held í hans anda.“ Rekstrarlegur grunnur er varla lengur fyrir hendi Fleiri tónleikar eru á dagskrá Kammer sveitar Reykjavíkur. Hún heldur jólatónleika í Áskirkju í des­ ember, tekur þátt í Myrkum músík­ dögum í lok janúar 2016 og heldur tónleika í mars á Kjarvalsstöðum. „Á jólatónleikunum spilum við verk eftir Bach og nokkra forvera hans, tónskáld sem eru 50 til 100 árum eldri. Þau verk sýna úr hvaða jarðvegi Bach var sprottinn og hvern­ ig tónlistin breytist, þróast og þrosk­ ast. Á Myrkum músíkdögum flytjum við þrjú verk eftir Atla Heimi Sveins­ son og tvö verk eftir ung íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur og Gunnar Andreas Kristinsson. Tón­ leikarnir á Kjarvalsstöðum í mars 2016 hafa yfirskriftina B­in á 20. öld en þar flytum við kammerverk eftir Benjamin Britten, Bela Bartok, Alan Berg og Luciano Berio. Ég held að við getum verið mjög ánægð með efnisvalið í vetur. Ég trúi því að þetta verði allt forvitnilegir og skemmtilegir tónleikar.“ Að lokum er Rut spurð hvernig gangi að reka Kammersveitina. Hún segir: „Það má segja að allt líti vel út á pappírnum og komi vel út á tón­ leikum en rekstrarlegur grunnur er varla lengur fyrir hendi. Styrkir hafa dregist mikið saman og það er mun erfiðara en áður að fá fyrirtæki til að styrkja starfsemi eins og þessa.“ n Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika til heiðurs Arvo Pärt Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Við í Kammer­ sveitinni lítum á Pärt sem vin okkar og fengum þá hugmynd að halda upp á stórafmæli hans með tónleikum. Arvo Pärt „Hann er einstaklega hlý manneskja, með stórt hjarta og það geislar af honum ró.“ Rut Ingólfsdóttir „Hann á sér stóran aðdáendahóp, þar á meðal er Björk sem hefur til dæmis tekið við hann viðtal.“ Mynd ÞoRMAR VIgnIR Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.