Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 4
4 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 V A R M A D Æ L U R Hættir við að rukka fyrir rafræn skilríki S tjórnendur Auðkennis eru hættir við að rukka fjarskipta­ fyrirtæki um göld vegna raf­ rænna skilríkja í símum frá og með næstu áramótum eins og fyrirhugað var. Til stóð að inn­ heimta tugi milljóna af fjarskipta­ fyrirtækjunum og hefðu viðskiptavin­ ir þeirra þá að öllum líkindum þurft að bera þann kostnað. Stjórnar formaður Auðkennis segir útlit fyrir að fyrirtæk­ ið verði áfram rekið með tapi en að eigendur þess hafi skuldbundið sig til að fjármagna reksturinn. „Það var ósk ákveðinna fyrirtækja sem hafa gert samninga við okkur, sem gera viðskiptavinum þeirra kleift að nota rafræn skilríki í símum, að það yrði horft til þess að gjaldtak­ an yrði þeirra megin en myndi ekki lenda beint á notendum skilríkjanna. Það þýðir að þessi fyrirtæki þurfa þá að borga fyrir uppbyggingu rafrænna skilríkja hér á landi en ekki notendur þeirra,“ segir Óskar Jósefsson, stjórnar­ formaður Auðkennis, í samtali við DV. Gjaldtakan gagnrýnd Óskar segir stjórn Auðkennis hafa tekið ákvörðunina um að fresta gjald­ tökunni fimmtudaginn 22. október síðastliðinn. Fyrirtækið greindi í vor frá áformum um að rukka fjarskipta­ fyrirtækin um mánaðargjald sem hlypi á 88 krónum og upp í 110 krón­ ur fyrir hver skilríki. Stjórnin ákvað hins vegar að fresta gjaldtökunni til 1. janúar 2017 og svo gæti farið að hún hefjist jafnvel enn síðar. Kostn­ aðurinn hefði hlaupið á tugum millj­ óna króna á ári fyrir hvert fjarskipta­ fyrirtæki en engin áform voru um að innheimta gjöld hjá einstaklingum. Óskar svarar aðspurður að hann hafi ekki upplýs­ ingar á reiðum hönd­ um um hversu háa upphæð fyrirtækið hefði innheimt af fjar­ skiptafyrirtækjunum á ársgrundvelli. Ákvörðun Auð­ kennis um að rukka fjarskiptafyrirtækin vakti talsverða athygli. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi hana í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið í apríl. Sagði þingmaðurinn ríkið hafa gengið hart fram í að sjá fyrirtækinu fyrir við­ skiptavinum en allir umsækjendur um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar­ innar þurftu að nota skilríkin til að fá umsókn sína samþykkta. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Fé­ lags atvinnurekenda, gagnrýndi einnig innleiðingu skilríkjanna og sagði ljóst að neytendur þyrftu á endanum að bera kostn­ að fjarskiptafyrirtækjanna. Þeim hafi verið „smalað í viðskipti við einkafyrirtæki“ í krafti loforðs um skuldaleiðréttingu. Hlutaféð aukið Auðkenni er í eigu Símans, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans og Teris. Fyrirtækið var rekið með 223 milljóna króna tapi í fyrra samanbor­ ið við 160 milljóna tap árið 2013. Eig­ ið fé þess, eignir mínus skuldir, var já­ kvætt um 306 milljónir í árslok 2014. Hlutafé fyrirtækisins var aukið um 278 milljónir króna í fyrra og um 150 milljónir í janúar síðastliðnum. „Það verður tap á þessu ári og því næsta. Bankarnir gerðu samning við ríkið árið 2006 um að þeir myndu byggja fyrirtækið upp. Auðkenni hef­ ur því verið á forræði eigenda sinna og þeir fjármagna félagið með hluta­ fjáraukningu,“ segir Óskar. n Auðkenni ætlar ekki að krefja fjarskiptafyrirtæki um gjöld vegna skilríkja í símum á næsta ári „Það verður tap á þessu ári og því næsta Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Stjórnarformaðurinn Óskar Jósefsson. Rafræn skilríki Umsækjendur um skuldaleiðréttingu ríkis-stjórnarinnar gátu valið um að fá rafræn skilríki hjá fjármála-stofnunum eða í farsíma. Nova er í dag eina fjarskiptafyrirtækið sem rukkar viðskiptavini sína fyrir notkun skilríkja. Metár í marijúana Kynferðisbrotum fækkar talsvert F íkniefnabrotum hefur fjölgað um tæplega 15 prósent á milli áranna 2013 og 2014 að því er fram kemur í skýrslu um af­ brot á höfuðborgarsvæðinu árið 2014. Þar segir að lögreglan hafi ekki lagt hald á jafn mikið af mari­ júana í 16 ár. Þar segir að fíkniefnabrotum hafi fjölgað stöðugt síðustu ár og er þessi fjölgun að mestu tilkomin vegna fjölgunar brota er varða vörslu og meðferð ávana­ og fíkniefna og flutnings fíkniefna á milli landa. Mest magn var tekið af mari­ júana, tæplega 57 kíló. Ekki hefur verið lagt hald á eins mikið magn af marijúana á einu ári frá því að sam­ ræmdar skráningar hófust hjá lög­ reglu árið 1999. Á heildina litið fækkaði hegn­ ingarlagabrotum um tæplega fjög­ ur prósent frá árinu 2013, þróunin er þó breytileg milli brotaflokka. Umferðarlagabrotum fjölgaði einnig á milli ára. Skráð voru 19.958 slík brot árið 2014 og fjölgaði þeim um tæplega eitt prósent. Af hegn­ ingarlagabrotum fjölgaði nytja­ stuldum hlutfallslega mest á milli ára. Kynferðisbrotum fækkaði hlut­ fallslega mest á milli ára. Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði um 43 prósent. Á heildina litið hefur tilkynningum um kyn­ ferðisbrot verið að fjölga ár frá ári frá árinu 2005. Fækkunin á milli ára skýrist af metfjölda tilkynninga árið 2013, brotum fjölgaði þá um níu prósent miðað við meðalfjölda árin 2010 til 2012. n valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.