Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201526 Neytendur
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
• Almennur handhreinsir
sem byggir á náttúru-
legum efnum.
• Virkar jafnt með vatni
og án.
• Engin jarðolíuefni eru
notuð.
• Inniheldur aloa vera,
jojoba olíu og lanolin
til að mýkja húðina.
• Virkar vel á olíu, feiti,
blek, jarðveg, epoxy
og lím.
• Inniheldur fín malaðan
sand til að hreinsa
betur.
Gengur illa að þrífa
smurolíuna af höndunum?
Eru lófarnir þurrir og rispaðir?
Stórverslanir stóðust
paprikuprófið
V
akning varð meðal neyt-
enda þegar greint var frá
bilaðri vog við afgreiðslu-
kassa Bónuss í Skipholti á
dögunum. Árvökull neyt-
andi, Flori Fundateanu, veitti því
athygli og fékk það síðan staðfest að
vogin smurði 120 grömmum auka-
lega á litla papriku sem hún hugðist
kaupa. Paprikumálið fékk fólk til að
hugsa hvort verið væri að hafa það
að féþúfu í matvöruverslunum. DV
ákvað því að gera sína eigin rann-
sókn, sérstakt paprikupróf, þar sem
látið var reyna á vogir sex stórra mat-
vöruverslana á höfuðborgarsvæðinu.
Undir vökulu augu sérfræðinga
DV keypti staka rauða papriku og
tvo banana í hverri verslun fyrir sig
og fékk síðan mælifræðisvið Neyt-
endastofu, sem hefur umsjón með
framkvæmd löggildingareftirlits
með mælitækjum og að mælingar í
viðskiptum séu réttar, með sér í lið
til að vigta vöruna á hárnákvæmri
vog. Sérfræðingar sviðsins fylgd-
ust með og aðstoðuðu blaðamann
við að færa niðurstöður til bókar og
tryggðu að vogin og framkvæmdin
væri 100 prósent.
Niðurstaðan sem fékkst úr mæl-
ingunum í húsnæði mælifræðisviðs
var síðan borin saman við þyngdina
á kvittunum verslananna. Þær versl-
anir sem DV heimsótti voru Bónus,
Hagkaup, Krónan, Nettó, Kostur og
Víðir.
Stóðust prófið
Niðurstaðan er sú að í verstu tilfell-
unum skeikar aðeins 1 til rúmlega
2 grömmum, neytendum í óhag, en
það er innan skekkjumarka. Stór-
verslanirnar stóðust paprikupróf
DV og neytendur geta því andað
léttar og treyst því að þeir séu að
greiða rétt verð fyrir matvælin sem
enda á voginni við afgreiðslukass-
ana. Paprikumálið á dögunum var
að sögn sérfræðinga mælifræðisviðs
Neytendastofu sjaldgæft frávik. En
neytendur ættu þó alltaf að vera á
tánum og vakandi fyrir því sem þeir
eru að kaupa, því bilanir geta alltaf
gert vart við sig.
Mesti munurinn 2,5 grömm
Eins og sjá má í niðurstöðunum
þá getur komið fyrir að niðurstöð-
ur annarrar vörunnar séu neytend-
um í óhag meðan hin er þeim í hag.
Þannig var paprikan í Krónunni 1,5
grömmum þyngri en í mælingunni
hjá Neytendastofu, en bananarn-
ir 2,7 grömmum léttari í Krónunni
en hjá Neytendastofu. Hjá Bónus
sýndi vogin við afgreiðslukassann
lægri niðurstöður en vogin hjá Neyt-
endastofu. Mesti mismunurinn,
neytendum í óhag, reyndist vera á
bönunum í Nettó eða 2,5 grömm.
Sem fyrr segir þykir þessi mismun-
ur í mælingum innan ásættanlegra
skekkjumarka.
Hér fyrir neðan má sjá niðurstöð-
ur athugunar DV og þó að enginn
stórskandall hafi hér verið afhjúpað-
ur þá sýnir þetta að blaðið er á vakt-
inni fyrir lesendur sína. n
DV lét reyna á nákvæmni voga við afgreiðslukassa sex verslana í samstarfi við Neytendastofu
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Er vogin að
vigta rétt?
Ef grunur leikur á að vog í verslun sé að
vigta rangt þá bendir Neytendastofa á
einfalda og fljótlega leið til að fylgjast
með því hvort svo sé.
n Nota samanburðarlóð af þekktri
stærð sem sett er á vogina reglulega og
bera saman við það sem vogin sýnir.
n Ef að vogin sýnir ranga þyngd og núll-
stilling dugar ekki til að rétta hana af,
þá þarf að kalla til fagaðila sem lagfæra
vogina og oftast þarf þá að löggilda
vogina að nýju.
Meðfylgjandi mynd sýnir lóð sem
Neytendastofa á og er 1000 grömm.
Eins og sjá má sýnir vogin nákvæmlega
þá þyngd.
Krónan - Granda
Þyngd skv. kvittun:
Paprika: 245 g. Bananar: 395 g.
Þyngd skv. Neytendastofu:
Paprika: 243,5 g. Bananar: 397,7 g.
Mismunur: Paprika: 1,5 g, neytendum í
óhag. Bananar: 2,7 g, neytendum í hag.
Nettó - Granda
Þyngd skv. kvittun: Paprika: 265 g.
Bananar: 330 g.
Þyngd skv. Neytendastofu: Paprika:
266,4 g. Bananar: 327,5 g.
Mismunur: Paprika: 1,4 g, neytendum í
hag. Bananar: 2,5 g, neytendum í óhag.
Kostur - Dalvegi
Þyngd skv. kvittun:
Paprika: 190 g. Bananar: 420 g.
Þyngd skv. Neytendastofu:
Paprika: 191,3 g. Bananar: 421,5 g.
Mismunur: Paprika: 1,3 g, neytendum í
hag. Bananar: 1,5 g, neytendum í óhag.
Hagkaup - Kringlunni
Þyngd skv. kvittun:
Paprika: 240 g. Bananar: 400 g.
Þyngd skv. Neytendastofu:
Paprika: 238,3 g. Bananar: 398,2 g.
Mismunur: Paprika: 1,7 g, neytendum í
óhag. Bananar: 1,8 g, neytendum í óhag.
Bónus - Kringlunni
Þyngd skv. kvittun: Paprika: 275 g.
Bananar: 450 g.
Þyngd skv. Neytendastofu:
Paprika: 277,0 g. Bananar: 452,1 g.
Mismunur: Paprika: 2 g, neytendum í hag.
Bananar: 2,1 g, neytendum í hag.
Víðir - Skeifunni
Þyngd skv. kvittun:
Paprika: 210 g. Bananar: 410 g.
Þyngd skv. Neytendastofu:
Paprika: 207,7 g. Bananar: 411,2 g.
Mismunur: Paprika: 2,3 g, neytendum í
óhag. Bananar: 1,2 g, neytendum í hag.