Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 52
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201544 Fólk Viðtal Gaman að hlusta á íslenskuna hennar mömmu Rachel Allen, frægasti kokkur Íra, er hálfíslensk R achel Allen var átján ára þegar hún ákvað að prófa að fara á matreiðslunám- skeið í Cork á Írlandi. Hún féll fyrir starfinu og varð ástfangin af manni sem hún kynnt- ist þar. Í dag er hún einn þekktasti matreiðslumaður Íra, hefur sent frá sér þrettán bækur og unnið að fjölmörgum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru um allan heim. Hún er hálfíslensk, á íslenska móður, og segist sakna þess að hafa ekki sterk- ari tengingar við landið. Það er mikið að gera hjá Rachel þegar blaðamaður nær tali af henni seinnipart dags í október. Þann dag hafði hún verið að taka myndir af réttum sem eru gerðir eftir hennar uppskriftum. Ekki er langt síðan nýjasta matreiðslubók hennar Coast, Ströndin, kom út og hún er á þönum við að kynna hana. Þá undirbýr hún einnig sérstakan jólaþátt sem sýndur verður rétt fyrir hátíðarnar og verður tekinn upp fljótlega. „Veistu, ég held að þessi bók sé númer þrettán. Við hjónin þurftum að setjast niður um daginn og telja þær því við vorum ekki viss,“ segir hún aðspurð um hversu margar bækur hafa komið út á undanförnum árum. „Ég vona að þó að hún sé númer þrettán fylgi því ekki óheppni,“ bætir hún við og hlær eilítið hikandi. Það er harla ólíklegt enda nýtur hún mikilla vinsælda bæði á Írlandi og víðar. Auk bókaútgáfunnar er hún tíður gestur á sjónvarpsskjáum á Írlandi, í Bret- landi og víðar. Sjónvarpsþáttaseríur hennar eru sýndar um allan heim og hafa til að mynda náð fádæma vinsældum í Suður-Asíu. Í nýjustu bók hennar er horft til írsku strandlengjunnar, fólksins sem þar býr og hráefnisins sem þar er notað, sem hún segir að hafi haft mikil áhrif á sig. Ekkert skipulag Frægðarferillinn í matreiðslu byrj- aði þó með óákveðinni, ungri konu sem vildi ferðast og sjá heiminn. Rachel fór átján ára til Cork á Írlandi til að læra eldamennsku. Hún hafði verið tvístígandi með framtíð sína eftir framhaldsskóla en foreldrar hennar hvöttu hana til að fara þang- að á meðan hún væri að ákveða sig. „Það reyndist góð hvatning, enda er ég enn að kenna hér,“ segir hún. Þar fann hún líka ástina, eigin- mann sinn, Isaac Allen, sem starfar með henni í dag. Hún kennir í Bally- maloe-skólanum í Cork ásamt tengdamóður sinni, eiganda skól- ans, sem einnig kenndi henni hand- tökin á sínum tíma. „Þetta var ekkert skipulagt. Ég var átján ára og hélt að ég vildi ferð- ast um heiminn áður en ég færi í há- skólanám. Ég vissi að ég vildi gera eitthvað skapandi, en ekki nákvæm- lega hvað. Foreldrar mínir hvöttu mig eindregið til þess að læra að elda og töldu að það væri mjög góð- ur grunnur fyrir mig og bentu mér á að ég gæti ferðast síðar. Ég ákvað að fara til Cork og skráði mig í Bally- maloe-matreiðsluskólann. Það var á fyrsta deginum í skólanum sem ég áttaði mig á því að ég hafði fund- ið mína hillu. Ég elskaði þetta og hafði svo mikla ástríðu fyrir því sem ég var að gera. Ég kunni líka svo vel við mig í Ballymaloe og stefn- unni þar, sem gengur út á að nota heilsusamlegan mat sem vex jafnvel í nærumhverfinu. Ég var svo ánægð en ákvað að ég vildi ekki hefja störf sem kokkur, frekar vera kennari og kenna matreiðslu,“ segir hún. „Ég féll fyrir mörgum ólíkum sviðum í Bally maloe,“ segir hún og vísar til mannsins og vinnunnar. Hún segir að örlögin hafi á end- anum leitt til sín sjónvarpsþátta- framleiðanda. „Hann kom til að læra en lagði til að við framleiddum sjónvarpsefni saman,“ segir hún, en segist ekki hafa haft nein áform um að gefa út bækur eða neitt slíkt. Fram að því hefði henni aldrei hug- kvæmst það. „Það er skondið hvert lífið leiðir mann. Ég bjóst aldrei við þessu og hugsaði fyrstu sjónvarps- þættina eingöngu sem tímabund- ið verkefni. Ég er frekar óskipulögð og á frekar erfitt með að horfa svona langt fram í tímann. Ef ég hefði hugsað mikið um þetta hefði ég ef- laust gefist upp og fundist þetta yfir- þyrmandi,“ segir hún og segist afar þakklát fyrir það sem á daga hennar hefur drifið. Þáttaraðirnar eru orðnar fjöl- margar í dag og hafa meðal annars orðið til þess að þó að hún hafi ekki í upphafi farið að skoða heim- inn heldur aðeins eldhúsið í Cork þá hefur vinnan dregið hana út um allan heim. Vill sýna Ísland Rachel á sem áður sagði íslenska móður, Hallfríði Reichenfeld, sem ólst upp í Birmingham á Bret- landi frá tólf ára aldri. Hallfríður starfar sem fatahönnuður og flutti til Írlands þegar hún var ung og þar ólst Rachel upp. „Ég er Dublinar- stelpa sem fann svo heimili mitt í sveitinni,“ segir Rachel. Fjölskyldu- heimilið er í Cork og þaðan rekur hún fyrirtæki sitt. Hún hefur komið til Íslands nokkrum sinnum en það er langt síðan hún kom síðast. „Ég hef ekki komið til Íslands frá því að ég var svona fjórtán ára og hef fyrir vikið ekki komið þangað með börnun- um mínum,“ segir hún, en börnin eru þrjú, það elsta á unglingsaldri. „Ég myndi svo gjarnan vilja koma þangað og sýna þeim landið,“ seg- ir hún en viðurkennir að það hafi reynst þrautin þyngri að finna rétta tímann til þess. „Hvenær ætli sé best að koma,“ spyr hún blaðamann sem bendir henni á að líklega sé há- sumarið besti tíminn. „Mér finnst svo gaman að heyra mömmu tala íslensku, hún gerir það stöku sinn- um,“ segir hún og segist harma að hún geti það ekki sjálf. „Þetta er mjög erfitt tungumál,“ segir hún. „Ég hef velt því fyrir mér að koma til landsins og gera þátt, nota íslenskt hráefni og kynnast landinu aðeins betur,“ segir hún. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fann hjartað í sveitinni „Ég er Dublinarstelpa sem fann svo heimili mitt í sveitinni,“ segir Rachel. MyndiR MAjA SMEnd „Ég féll fyrir mörgum ólíkum sviðum í Ballymaloe Fann hjartað í sveitinni „Ég er Dublinarstelpa sem fann svo heimili mitt í sveitinni,“ segir Rachel. MyndiR MAjA SMEnd Gratín uppskrift Á dv.is má finna upp- skrift sem Rachel deilir með lesendum úr nýjustu bók sinni. Óvart Rachel segir að flest á ferli hennar hafi í raun gerst óvart. Hún sé sjálf frekar óskipulögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.