Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 58
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201550 Sport „Ég vildi hætta á toppnum“ V ið sitjum á skrifstofu Rögnu í Laugardalnum. Hún starfar á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem verkefnastjóri kynn- ingarmála, starf sem hún var meira en reiðubúin til að takast á við eftir áralanga baráttu til að koma sjálfri sér á framfæri og kveikja áhuga fólks á því sem hún var að gera í badmin- ton. Rögnu þarf vart að kynna, enda gerði hún það rækilega sjálf á með- an hún var á toppi ferilsins. Hún var ekki aðeins fremst í sinni grein, held- ur ein mesta afrekskona þjóðarinnar. „Afreksfólk í íþróttum gefur allt til að stunda íþróttina og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að koma sjálfri mér á framfæri, tryggja mér styrki og fá fólk til að vilja vera með mér í liði. Þetta var bara raunveruleikinn,“ segir Ragna um hvernig það er að verja unglingsárum og langt fram eftir þrítugsaldri meðal fremstu badmintonspilara heimsins en einnig þurfa að leggja allt í sölurnar til þess að fá styrki til að geta sinnt íþrótt sinni af kappi. Greiðslur í lífeyrissjóði og verkalýðsfélög og viðlíka hversdagslegar athafnir voru víðs fjarri líkt og hjá fjölda íþróttamanna sem helga sig æfingum og leggja allt í sölurnar til að ná árangri. Þó er það fullt starf að vera afrekskona í íþróttum. Ragna þekkir þetta vel og lagði mikla vinnu í að koma sér upp samböndum til að geta framfleytt sér á meðan hún var í fremstu röð, en á meðan biðu stærri ákvarðanir varðandi framtíðina betri tíma. „Ég tók í rauninni ekki eftir þessu fyrr en að ég var búin að taka þá ákvörðun að hætta eftir Ólympíuleik- ana 2012. Ég tók eftir því að vinkonur mínar og vinir voru búin að mennta sig, búin að vera í vinnu í nokkur ár og byrjuð að stofna fjölskyldur. Ég sá að ég var svona „á eftir“ hvað það varðaði. Ég fór í háskólanám sam- hliða badmintoninu gagngert til að tryggja að ég hefði á einhverju að byggja að ferlinum loknum. Námið tryggði líka að ég fékk námslán sem gerðu mér kleift að framfleyta mér. Venjulega lífið var í rauninni „sett á bið“, en ég upplifði það ekki þannig meðan á þessu stóð. Núna finn ég að ég er alltaf svona aðeins á eftir, ég myndi samt ekki segja að ég væri í neinu kappi við að ná öðrum, en ým- islegt eins og húsnæði, barneignir og reynsla á vinnumarkaði – ég er ekki endilega á sama stað og aðrir,“ segir hún. „Reynslan sem ég fékk á sama tíma var auðvitað allt öðruvísi og nýtist mér vel í starfi í dag. Þetta var mjög dýrmætur tími.“ Sló í gegn sextán ára Hún var aðeins sextán ára þegar hún komst fyrst í úrslit á Íslandsmeistara- móti og átti eftir að taka tuttugu Ís- landsmeistaratitla í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Þrátt fyrir langan feril kom mörgum á óvart þegar hún tilkynnti eftir Ólympíuleikana 2012 í London, þá 29 ára, að nú væri nóg komið og að spaðinn yrði lagður á hilluna. Ragna kvaddi, sátt við sitt og stolt af ferlinum. En þetta byrjaði allt með fríum æfingum í eitt ár hjá TBR, Tennis- og badmintonfélagi Reykja- víkur. Ragna og bróðir hennar byrjuðu bæði að æfa með TBR. Þau bjuggu nærri æfingasvæðinu og voru dug- leg að mæta á æfingar. Ragna var ári á undan í skóla, en börnum í fjórða bekk var leyft að æfa án þess að greiða æfingagjöld. Hún var því byrjuð átta ára gömul hjá TBR og fann sig fljótlega í badmintoninu. Þau systkinin fylgdust að, spiluðu saman tvenndarleik og voru bæði mjög efnileg. „Ég var alveg tilbúin til þess að leggja til hliðar allt annað fyrir bad- mintonið, sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að ég ætti framtíðina fyrir mér. Badmintonið hafði ávallt vinn- inginn – allt annað mátti víkja,“ segir hún og nefnir sem dæmi að hún hafi verið sjaldséður gestur í fermingar- veislum og skólaferðalögum. „Ég tók eiginlega engan þátt í félagslífinu í MS [Menntaskólanum við Sund, innsk. blm.], fór aldrei í skólaferðalög og mætti nánast aldrei í fjölskylduboð eða fermingarveislur. Stórfjölskyldan skildi þetta samt mjög vel og veitti mér mikinn stuðning. Ég var bara í badmintoninu og það var það eina sem komst að,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft mikinn stuðning frá foreldrum mínum og fjölskyldu. Mamma og pabbi studdu okkur systkinin fullkomlega, við þurftum til dæmis aldrei að vinna með skólanum en gátum einbeitt okkur að íþróttinni. Þau gerðu allt fyrir okkur og hjálpuðu mér við að láta þennan draum minn verða að veruleika.“ Átti góðar fyrirmyndir Um það leyti sem hún var að stíga Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Á Ólympíuleikunum í London árið 2012 stóð stóð Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona á toppi ferilsins. Hún steig inn á leikvanginn á opnunarhátíðinni, spilaði leikina sína af krafti en ákvað svo að kveðja eftir leikana. Þetta var orðið gott og nú átti nýr kafli að taka við – heldur hversdagslegri – með fastri vinnu, fjölskyldu og lífeyrissjóðsgreiðslum. Margir undruðust ákvörðunina, en Ragna stóð keik og skildi við afreksferilinn sátt við sitt. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um spilamennskuna, eldmóðinn og lífið eftir badminton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.