Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 62
54 Lífsstíll Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 29. október Alþjóðadagur psoriasis #ihopepso #iactpso #ichangepso Samtök psoriasis og exem- sjúklinga, Spoex, halda upp á daginn með fróðleik og samveru Dagskrá dagsins Ingvar Ágúst Ingvarsson, formaður Spoex: „Vona- virkja - breyta“ Björn Guðbjörnsson, gigtarlæknir: „Birtingamyndir psoriasisgigtar“ Bettý Gunnarsdóttir, ACC Markþjálfi: Markþjálfun-opnar á möguleika Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur: „Um gagnsemi jákvæðra viðhorfa“ Kynningar á húðvörum frá ýmsum aðilum. Veitingar í boði félagsins. Staður: Grand Hótel Reykjavík, Setrið, Sigtúni 38. Stund: Fimmtudagur 29. október kl: 16:00-18:00 Verið öll velkomin Hönnun sem stuðlar að vellíðan og heilbrigði á kvennadeildinni n Minni streita og betri líðan í endurbættu umhverfi Þ ann 28. október síðastliðinn opnaði Landspítalinn nýtt móttökusvæði kvenna- deildarhússins, sem er ætl- að að bæta aðstöðu þeirra sem þangað leita. Undanfarin miss- eri hefur verið unnið að endurbót- um á kvennadeild Landspítalans í samstarfi hönnuða, Líf styrktar- félags, sérfræðinga kvennadeild- ar og Landspítala. Var miðað að því að innleiða hönnunarhugsun við endurbætur og sköpun framtíðar- sýnar kvennadeildar. Sú grundvallarhugsun var höfð að leiðarljósi að fólk eigi að vera í öndvegi og tilgangur hönnunarinn- ar er bætt upplifun þeirra sem í hlut eiga, enda sýna rannsóknir fram á að manngert umhverfi hefur áhrif á líð- an fólks og því mikilvægt að stuðla að því að rýmið og viðmótið styðji við vellíðan og heilbrigði. Merkingar sem minnka streitu Í hönnuninni er sérstakri athygli beint að merkingarkerfi, viðmóti og upplýsingagjöf, enda ljóst að stór hluti skjólstæðinga fyllist óöryggi og streitu við það að leita uppi þá þjón- ustu sem þeir þurfa. Samstarfið hófst vorið 2012 með námskeiði í upplifunarhönnun við Listaháskóla Íslands, en frá þess- um tíma þar til nú, hafa auk mót- tökusvæðisins nokkur minni rými kvennadeildar einnig verið endur- hönnuð út frá sömu grunngildum. „Í mínum huga er verkefnið mik- ilvæg viðurkenning á vægi hins mannlega þáttar, mikilvægi upplif- unar fólks af sjúkrahúsum og mætti hönnunar til úrbóta í því sambandi. Hönnunin nær til fleira en þess sem sýnilegt er og það þykir mér kannski einna mikilvægast; að endurhugsa þjónustuferla, miðlun upplýsinga og að vanda útlit, tón og anda, þetta skiptir allt máli. Hús sem sinnir starf- semi líkt og kvennadeildin þarf að stuðla að vellíðan og heilbrigði, og rými sem er snyrtilegt og fallegt talar af virðingu til fólks,” segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir, upplifunarhönnuð- ur og aðjunkt við Listaháskóla Ís- lands sem kom að verkefninu. „Merkingar sem fólk skilur hratt og vel koma í veg fyrir óþarfa streitu, opin móttaka býður þig frekar vel- kominn en lokuð, mild lýsing skapar notalegheit o.s.frv. Það má alltaf gera betur og gera meira, en þetta er fínn áfangi og hugarfarsbreytingin ekki síður mikilvæg en hið áþreifanlega,“ bætir hún við. Breytingarnar hafa nú orðið að veruleika m.a. fyrir tilstuðlan Líf styrktarfélags kvennadeildar og ötuls hugsjónastarfs samstarfsaðilanna. Verkefnið er gott fordæmi um tæki- færi til nýsköpunar innan rótgró- inna og mikilvægra stofnana íslensks samfélags og óskar Hönnunarhorn- ið Landspítalanum til hamingju með þessar jákvæðu framfarir í hönnunarmálum. Hönnuðir verkefnisins ásamt Hlín eru Hafsteinn Júlíusson og Kar- ítas Sveinsdóttir frá HAF Studio og Lóa Auðunsdóttir, grafískur hönnuð- ur og aðjunkt við Listaháskóla Ís- lands. n Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Fyrir breytingar Endurbæturnar á kvennadeildinni voru löngu tímabærar. Skýrar merk- ingar Allar merk- ingar hafa verið teknar í gegn. Biðstofa á mót- tökusvæði Nýir litir og smekkleg húsgögn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.