Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 68

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Page 68
60 Menning Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Bíómyndir sem líkja eftir listaverkum n Málverk hafa haft mikil áhrif á útlit og stemningu ýmissa kvikmynda T aste of Cinema er frábær kvikmyndavefur sem tekur saman áhugaverða topplista yfir allt sem viðkemur kvik­ myndum og kvikmynda­ gerð: 12 myndir sem heimspeki­ áhugamenn verða að sjá, 20 mestu kvikmyndaillmenni 21. aldarinnar, 14 umdeildustu kvikmyndirnar byggðar á ævisögum, og svo fram­ vegis. Í september birti vefurinn áhugaverðan lista yfir nokkrar kvik­ myndir sem hafa orðið fyrir beinum áhrifum frá málverkum. 1 The Shining (1980) og Identical Twins, Roselle, New Jersey (1967) Stanley Kubrick tókst að gera tvíbura að hrollvekjandi fyrirbæri með hinni mögnuðu kvikmynd The Shining. Hugmyndin að því að láta tvíbura­ systur birtast Danny, skyggnum syni húsvarðarins Jacks, spratt upp þegar Kubrick sá ljósmynd listakonunnar Diane Airbus af tvíburasystrum frá New Jersey sem var tekin árið 1967. 2 Metropolis (1928) og Babelsturninn (1563) Metropolis, framtíðardystópía Fritz Lang frá 1926 er ein merkasta mynd þýska expressjónismans í kvik­ myndagerð. Turninum í miðju fram­ tíðarborgarinnar svipar meira en lítið til málverks hollenska endur­ reisnarmálarans Pieters Bruegel af Babelsturninum, sem sagt er frá í Biblíunni. 3 Psycho (1960) og Húsið við lestarteinana (1925) Bates­vegahótelið óhugnanlega í einni frægustu kvikmynd allra tíma, hryllingsmyndinni Psycho eftir Alfred Hitchcock, er innblásið af málverki bandaríska málarans Ed­ wards Hopper, af viktorísku heimili í New York. 4 Road to Perdition (2002) og New York Movie (1939) Hopper kemur víðar við því kreppu­ myndin Road to Perdition eftir Sam Mendes er undir miklum áhrifum frá málverkum hans. Dimm lýsingin, dökkir litir og alltumlykjandi þögnin eiga að ná fram sömu stemningu og í verkum Hoppers, til dæmis málverkinu New York Movie. 5 Mean Streets (1983) og Köllun heilags Matteusar (1600) Martin Scorsese hefur talað um að baratriði í smá­ krimmamyndinni Mean Streets sé undir áhrifum frá málverki Ítalans Carvaggios af guðspjallamann­ inum Matteusi. Hann hefur talað um að hann hafi viljað endurgera stemninguna í málverkinu þar sem áhorfandinn sé settur inn í miðja lifandi barsenu, þar sem menn sitji að sumbli. 6 Barry Lyndon (1975) og The Dance/ The Happy Marriage VI: The Country Dance (1745) Kvikmynd Stanleys Kubrick um Barry Lyndon gerist að hluta til í úrkynjuðu yfirstéttarsamfélagi Bretlands á 18. öld og minnir um margt á verk enska listamannsins og skopmyndateiknarans Williams Hoghart, sem gerði oft grín að valdafólki samtíma síns í listaverk­ um sínum. 7 Days of Heaven (1978) og Christina's World (1948) Hinn djúphuguli kvikmyndagerðar­ maður Terrence Malick skapar hálfgerða sjónræna ljóðlist í verkum sínum. Flatt landslagið og gulir akrar sem eru áberandi í annarri mynd leikstjórans, Days of Heaven með Richard Gere og Brooke Ad­ ams, eru undir miklum áhrifum frá verki bandaríska málarans Andrews Wyeth. 8 The Adventures of Baron Munchausen (1989) og Fæðing Venusar (1486) Uma Thurman stígur augljóslega í fótspor gyðjunnar Venusar eins og hún birtist í klassísku málverki Sandros Botticelli í ævintýramynd Terrys Gilliam, The Adventures of Baron Munchausen. 9 Labyrinth (1986) og Afstæði (1953) Völundarhús svartálfakonungsins (sem er leikinn af David Bowie) í 80's­myndinni Labyrinth er innblásið af verki hol­ lenska listamannsins M.C. Escher, en flest verk hans fást við stærð­ fræðilegar þversagnir og sjónrænar blekkingar. 10 Inception (2010) og Hækk-andi og lækkandi (1960) Christopher Nolan vitnar einnig í sjónrænar blekkingar Eschers í draumaspennumyndinni Inception, bæði sjónrænt og hugmyndafræði­ lega. 11 Lost in Translation (2003) og Jutta (1973) Afturendinn á Scarlett Johansson sem sést í gegn­ um hálfgagnsæjar nærbuxurnar er það fyrsta sem blasir við áhorfend­ um í kvikmynd Sofiu Coppola, Lost in Translation. Ramminn er nokkuð nákvæm eftirmynd af málverki Johns Kacere frá 1973 sem hann nefnir Jutta. 12 Pan's Labyrinth (2006) og Satúrnus rífur son sinn í sig (1823) Eitt óhugnanlegasta atriðið í hryllingsævintýri Guillermos del Toro er nokkuð augljóslega undir áhrifum frá ógnvænlegu málverki spænska málarans Goya af gríska títaninum Krónus (sem Rómverjar nefndu Satúrnus) að éta son sinn. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Metsölulisti Eymundsson 21.–27. október 2015 Allar bækur Ljóðabækur 1 Útlaginn Jón Gnarr/Hrefna Lind Heimisdóttir 2 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson 3 HrellirinnLars Kepler 4 HundadagarEinar Már Guðmundsson 5 Mamma klikk !Gunnar Helgason 6 Inn í myrkriðÁgúst Borgþór Sverrisson 7 Þarmar með sjarma Giulia Enders 8 Íslensk litadýrðElsa Nielsen 9 DimmaRagnar Jónasson 10 HeimskaEiríkur Örn Norðdahl 1 Öskraðu gat á myrkrið Bubbi Morthens 2 Frostið inni í haus-kúpunni Margrét Lóa Jónsdóttir 3 LjóðaúrvalGyrðir Elíasson 4 Ljóðasafn VilborgarVilborg Dagbjartsdóttir 5 Til hughreystingar þeim sem Ragnar Helgi Ólafsson 6 Bikarinn tæmdurSigríður Ólafsdóttir 7 Hugmyndir:And-virði hundrað millj- ónir Halldór Halldórsson 8 TilfinningarökÞórdís Gísladóttir 9 BlýengillinnÓskar Árni Óskarsson 10 StormviðvörunKristín Svava Tómasdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.