Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 18
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201518 Fréttir
www.fondurlist.is / Holtagörðum / s: 553 1800
allt í jólaföndrið
Föndurverslun – Námskeið – Netverslun
opið virka
daga 11-18
og laugar-
daga 11-15
annars í Mosfellsbæ, á Selfossi og á
Sauðárkróki. Stundum var hann ráð
inn en yfirleitt staldraði hann stutt
við enda gekk Barnaverndarráð Ís
lands afar hart fram í viðleitni sinni
til þess að vara við Grími. Framganga
stofnunarinnar vakti talsverða athygli
enda hafði hinn meinti kynferðis
afbrotamaður ekki hlotið dóm.
Stofnun eineltissamtaka –
Bubbi treður upp
Grímur sagði í áðurnefndu viðtali
að hann stæði nú uppi „slyppur og
snauður, rúinn mannorði“ og hélt
því fram að fjölskylda fyrrverandi
eigin konu sinnar bæri ábyrgð á ásök
ununum sem hann sagðist saklaus
af. Hann ítrekaði að „sannleikurinn
myndi koma í ljós“ og að hann ætl
aði að hreinsa æru sína af ásökun
um yfir valda. Málstaður Gríms hlaut
talsverða samúð og má sem dæmi
nefna að á kynningarfundi um stofn
un samtaka gegn einelti í lok sept
ember 1994, þar sem meðal annars
Bubbi Morthens og Rúnar Júlíus
son komu fram endurgjaldslaust,
var Grímur aðalnúmerið og sagði frá
reynslu sinni í baráttunni gegn yfir
völdum. Æra Gríms mátti því þola
högg þegar DV greindi frá því þann
22. mars 1996 að hann hefði verið
dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi
í Noregi fyrir að hafa með skipulögð
um hætti beitt börn sín ofbeldi á ár
unum 1992 til 1994. Í samtali við DV
vísar Grímur því algjörlega á bug að
hann hafi hlotið dóm í Noregi. „Þetta
er tóm þvæla. Þetta voru ásakanir,
sem voru úr lausu lofti gripnar. Ég
hlaut aldrei neinn dóm,“ segir Grím
ur. Hann segist hafa viljað hlífa börn
um sínum við umfjöllun og því ekki
leitað réttar síns á sínum tíma vegna
fullyrðinga blaðsins. „Samband mitt
við börn mín í Noregi er gott. Þau
heimsóttu mig meðal annars til Ís
lands síðasta sumar,“ segir Grímur.
„Lýgur, eingöngu lyginnar vegna“
Þann 27. júlí 1995 birtist umfjöllun um
Grím í Helgarpóstinum. Titill greinar
innar var „Svik og prettir“. Þar var Grím
ur nefndur sem dæmi um mann sem
„lýgur, eingöngu lyginnar vegna“ og
var vísað til þess að hann hefði sprottið
fram á sjónarsviðið sem sérfræðingur
í fíkniefnamálum, veifað ýmsum próf
gráðum því til staðfestingar og sagst
vera að vinna í doktorsritgerð sinni í
taugasálfræði, með sérstaka áherslu
á afbrotahegðun. Einnig sagðist hann
hafa starfað með fólki sem glímdi við
fíkniefnavanda og að hann hefði hlot
ið þjálfun í bandarískum lögreglu
skóla. Þá sagðist Grímur hafa starfað
hjá lögreglunni í Michigan og Illino
is samhliða námi, meðal annars sem
tálbeita í fíkniefnakaupum. Í grein
inni fullyrðir blaðamaðurinn að frá
sögn Gríms sé uppspuni frá rótum og
ástæðu lyganna telur hann vera þá að
Grím dreymi um að starfa sem
fíkniefnalögreglumaður. Því skal
hins vegar haldið til haga að við
vinnslu fréttarinnar fékk DV stað
fest frá Andrewsháskóla í Michig
an að Grímur lauk B.Scgráðu í
sálfræði frá skólanum árið 1988.
„Enn einu sinni“
dreginn fyrir dómstóla
Ekki liggur fyrir hvenær Grímur
flutti aftur af landi brott en ljóst
er að hann hefur dvalið meira og
minna í Noregi og Svíþjóð undan
farna tvo áratugi. Í áðurnefndri
frétt DV frá 23. mars 1999 segir
um Grím að hann hafi „enn einu
sinni“ verið dreginn fyrir dóm
stóla í Noregi. Greint er frá því að
Grímur hafi þóst vera sérfræðing
ur og notað falsað prófskírteini frá
Bandaríkjunum. Í greininni eru talin
upp nokkur störf sem Grímur var
rekinn úr, til dæmis staða skólasál
fræðings á Sauðárkróki og í Flisa í
AusturNoregi auk stöðu sálfræðings
við sjúkrahús í Kirkenesi í Norður
Noregi.
Veitinga- og fyrirtækja-
rekstur í Noregi og Svíþjóð
Til tíðinda dró í byrjun október 2013
þegar Grímur opnaði veitingastað
inn Nya Sjöboden í bænum Soll
efteå. Af því tilefni birtist viðtal við
Grím á fréttasíðunni allehanda.se þar
sem hann sagði að staðurinn myndi
einbeita sér að ferskum fiskréttum.
Grímur rak einnig innflutningsfyr
irtæki fyrir fisk frá Noregi. Fyrirtæk
ið var nokkuð umsvifamikið en fjór
ir vörubílar sáu um að flytja fiskinn
til Svíþjóðar þar sem hann var seld
ur, beint úr bílnum, í Ångermanland,
Jämtland, Västerbotten og suður
hluta Lapplands. Þessi fiskur var
uppstaðan í matseðli veitingahússins
í Solleftå. Í lok viðtalsins segist Grím
ur stefna á að opna veitingastaði í
Kramfors og Sundsvall.
Íkveikja og líkamsárás
með hafnaboltakylfu
Þann 9. nóvember varð heimili Gríms
í Bollstabruk, sem er í um 30 mínútna
fjarlægð frá Sollefteå, eldi að bráð.
Greinilega var um íkveikju að ræða
því eldurinn kviknaði á mörgum
stöðum samtímis og húsið brann til
grunna. Enginn var heima en Grímur
bjó ekki í því á þessum tíma.
Aðfaranótt annars jóladags varð
Grímur fyrir líkamsárás. Hann var
þá nýbúinn að loka veitingastaðnum
og var að gera upp kvöldið. Annað
starfsfólk var enn á staðnum þegar
tveir menn réðust inn á staðinn og
misþyrmdu Grími gróflega,
meðal annars með hafna
boltakylfu. Samkvæmt vef
miðlinum allehanda.se var
Grímur illa farinn eftir of
beldið og neyddist til að
leita sér aðstoðar á sjúkra
húsi. Veitingastaðurinn
var aðeins opinn í tvo
daga í viðbót en var síð
an lokað fyrir fullt og allt
á nýársdag. Málið vakti
mikla athygli í fjölmiðlum
ytra en aldrei var fjallað
um það að fórnarlambið
hefði verið Íslendingur.
Lögreglumaðurinn
sem sá um málið, Lars
Andersson, staðfesti í
samtali við DV að umrætt fórnar
lamb væri Grímur Th. Vilhelmsson.
Meðal annars birtist umfjöllun um
málið í þættinum Efterlyst á TV3
þar sem árásarmannanna var leitað.
Í byrjun árs 2014 hélt Grímur til Ís
lands ásamt seinni eiginkonu sinni,
hinni norsku Anitu Vilhelmsson, og
fimm sonum þeirra. Skömmu síð
ar hóf hann rekstur veitingastaðar á
Suðurnesjum.
Grímur er ekki áfjáður í að ræða
málið við blaðamann. „Ég veit allt
um hverjir þetta voru en það er frétt
út af fyrir sig sem á ekkert heima í
þessu samhengi,“ segir Grímur. n
„Ég er frekar þrjóskur“
Jóhann Waage var svikinn um laun af Grími
É
g vann nokkur lógó fyrir
Grím sem hann notaði
lengi á veitingastöðum
sínum,“ segir Jóhann
Waage sem elst hefur við Grím
í tæplega tvö ár. „Ég er frekar
þrjóskur,“ segir hlæjandi en allan
þennan tíma hefur Jóhann verið
reglulega í sambandi við Grím
símleiðis eða í gegnum skilaboð
á samfélagsmiðlum. „Hann er
búinn að lofa öllu fögru en hefur
aldrei staðið við neitt. Eftir mikla
ýtni greiddi hann mér 30 þús
und krónur og lofaði að restin
kæmi stuttu síðar en það gerðist ekki,“ segir Jóhann. Þegar hann síðan
hótaði að opinbera um málið á Facebook og setja kröfuna í innheimtu
þá urðu hins vegar sinnaskipti hjá Grími. „Hann sagði að sameiginleg
ur kunningi okkar hefði tekið við peningunum og ætlaði að koma þeim
til mín. Í kjölfarið fór hann að bulla um að ég skuldaði sér pening og
hótaði mér ítrekað handrukkun,“ segir Jóhann og sýnir blaðamanni alla
samskiptasöguna við Grím, því til sönnunar. Jóhann var óhræddur við
hótanir Gríms og kærði þær til lögreglu. Hann stofnaði síðan lokað
an Facebookhóp sem nefnist „Fórnarlömb svikastarfsemi Gríms Vil
helmssonar“ þar sem saman hefur safnast fólk sem hefur farið illa út
úr viðskiptum sínum við Grím. Alls eru 14 manns í hópnum á þessum
tímapunkti. Grímur hafnar þessum ásökunum Jóhanns. „Það er alfarið
rangt að ég hafi aðeins borgað 30 þúsund krónur, bankayfirlit mitt seg
ir aðra sögu,“ segir Grímur. Hann segir að Jóhann hafi ætlað að jarða sig
frá byrjun og meðal annars birt ósannindi um sig á Facebooksíðu íbúa
Reykjanesbæjar. „Ég mun leggja fram kæru vegna þess,“ segir Grímur.
Hann hafnar því einnig staðfastlega að hafa hótað Jóhanni og segir það
byggt á misskilningi.
Á launakröfu upp á milljón
Guðmundur Helgi Sigurðsson missti íbúðina sína
G
uðmundur hóf störf hjá Grími á Grillbarn
um í nóvember 2014 og starfaði þar fram
í mars þegar hann gekk út ásamt öðru
starfsfólki sem hafði ekki fengið laun sín
greidd. „Ég var búinn að vinna í einn og hálf
an mánuð hjá honum án þess að fá greitt og
þá ætlaði ég að hætta. Hins vegar greiddi hann
mér smávegis þá og því vann ég hjá honum yfir
jólin en ætlaði þá að láta þetta gott heita. Þá
bauð hann mér hins vegar rekstrarstjórastöðu
veitingastaðarins með loforði um bót og betrun,“
segir Guðmundur. Það reyndist innistæðulaust
loforð. Í heildina fékk hann aðeins um 300 þús
und krónur greiddar yfir þetta tímabil þrátt fyrir
mikla vinnu. „Samkvæmt verkalýðsfélaginu þá
á ég launakröfu upp á rúma milljón,“ segir hann
en meðal annars höfðu svikin þau áhrif að Guðmundur gat ekki staðið í skilum og missti íbúðina sína.
Að hans sögn voru margir samstarfsmenn sem fóru illa út úr viðskiptum sínum við Grím, þar á meðal hælis
leitandi sem vann á veitingastaðnum í þrjá mánuði án þess að sjá krónu. „Hann sakaði mig síðan um að hafa
stolið peningum og vörum en það gerir hann víst við alla sem hætta hjá honum,“ segir Guðmundur.
Í samtali við DV gengst Grímur við því að skulda Guðmundi laun. „Það er alveg klárt en það er aðeins deilt
um hversu há upphæðin er,“ segir Grímur. Hann segir að deilan snúist meðal annars um það að Guðmundur
hafi tekið vörur úr veitingastaðnum án þess að skrifa þær á sig.
„ Aðfaranótt
annars jóla-
dags varð Grímur
fyrir líkamsárás
Íkveikja Skjáskot úr umfjöllun TV3 um íkveikjuna á heimili Gríms. Húsið brann til grunna.
Grímur Vilhelmsson Þessi mynd af Grími birt
ist í um-
fjöllun þáttarins „Efterlyst“ á TV3 þar sem
fjallað var um
íkveikjuna og líkamsárásina sem hann varð
fyrir.