Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 28
28 Fréttir Erlent Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 A lgjör lögleysa ríkir í fang- elsum í Pernambucano- héraði í Brasilíu. Fang- elsunum er stjórnað af fámennum hópi fanga sem jafnvel eru með lyklavöld. Þá er dópsala daglegt brauð og þeir fangar sem skulda eiga á hættu að verða barðir til óbóta, jafnvel myrt- ir. Þetta er samkvæmt rannsókn sem Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, hefur unnið að undanfarna mánuði. Fara með lyklavöldin Vefútgáfa Mail Online fjallar um málið en í umfjöllun vefmiðilsins kemur fram að stjórnendur fang- elsanna í héraðinu, sem í flestum tilfellum eru yfirfull, séu hræddir við valdamestu fangana, sem jafn- an eru kallaðir „chaveiros“. Þeir hafa svo lyklavöld í þeirri fangelsisálmu sem þeir afplána í, en þetta ku vera gert til að viðhalda „reglu“ í álm- unni. Þeir fangar sem njóta þessara réttinda eru stórhættu legir glæpa- menn; morðingjar, nauðgarar og dópsalar. Skýrsla Human Rights Watch tók til fjögurra stórra fang- elsa í Pernambucano-héraði en í þessum fangelsum er aðeins einn fangavörður fyrir hvern 31 fanga. Lifa í lúxus Í skýrslu Human Rights Watch kemur meðal annars fram að ber- skjaldaðir fangar verði oft fyrir barðinu á nauðgurum og ættingjar annarra fanga, fyrir utan veggi fang- elsisins, verði oft fyrir kúgunum og hótunum vegna fíkniefnaskulda ástvina þeirra í fangelsinu. Þeir fangar sem ekki njóta virðingar í fangelsinu eru látnir dúsa í yfirfull- um fangaklefum en þeir sem hafa lyklavöldin lifa í hálfgerðum lúxus. Þeir eru einir í klefa þar sem þeir hafa aðgang að sjónvarpi, ísskáp, baðherbergi og njóta fullrar þjón- ustu annarra fanga. Þá eru fangar sem neðstir eru í virðingarstigan- um látnir borga skatt sem samsvar- ar á bilinu 160 til 1.500 krónum á viku. Þeir sem geta ekki greitt eiga á hættu að verða lamdir eða jafnvel myrtir af undirmönnum þeirra sem stjórna og hafa lyklavöldin. Selja fíkniefni Þeir hæst settu, chaveiros, hafa einnig aðgang að fíkniefnum, allt frá krakki til kókaíns, sem þeir selja öðrum föngum. Fangaverðir eða lögreglumenn smygla efnun- um inn í fangelsin. Í skýrslunni er vitnað í konu að nafni Sandra sem á son sem afplánar dóm í einu fangelsanna. Hún segir að sér hafi verið hótað greiði hún ekki fíkni- efnaskuld fyrir son sinn. Annað- hvort borgi hún eða kaupi líkkistu undir hann. Sandra segist hafa selt allar sínar eigur og gefið sjónvarpið sitt sem fangi, ofarlega í virðingar- röðinni, nýtur nú væntanlega góðs af. Í skýrslu Human Rights Watch kemur fram að þeir sem hafa lyklavöld hagnist einnig á að leigja út betri fangaklefa til annarra fanga. Þeir sem hafa efni á geti borgað 20–65 þúsund krónur fyrir rúm og fámennari klefa. Frumskógarlögmálin gilda Fangelsi í Brasilíu hafa haft orð á sér fyrir að vera hrottafengin og yfir full. Skýrsla Human Rights Watch staðfestir þetta en ástandið virðist vera verra en margir hafa talið. Frumskógarlögmálin gilda í umræddum fangelsum og algjör lögleysa virðist ríkja. Þannig er haft eftir konu í skýrslunni, Maria að nafni, að frændi hennar hafi sætt skelfilegu ofbeldi og meðal annars verið barinn með kylfum. Hún seg- ist ekki hafa þorað að tilkynna of- beldið af ótta við hefndaraðgerð- ir. Ekki nóg með að líkamlegt ofbeldi sé daglegt brauð heldur verða fangar einnig fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Í skýrslunni er vitnað í fanga að nafni Jorge, sem afplán- aði í COTEL-fangelsinu í borginni Recife í Pernambucano. Hann segir að tíu fangar sem hann deildi með klefa hafi nauðgað sér. Fangarnir hafi látið plastpoka yfir höfuð hans, bundið hendur hans fyrir aftan bak áður en þeir nauðguðu honum. Að því loknu hafi þeir hótað hon- um lífláti ef hann segði einhverj- um frá. Annar fangi hefur svipaða sögu að segja. Sá er samkynhneigð- ur og heitir Paulo, en honum var hópnauðgað í fangaklefa sínum í PAMFA-fangelsinu í nóvember í fyrra. Hann deildi fangaklefa með 67 föngum. Í skýrslunni er bent á að nauðganir séu líklega stór ástæða þess að tíðni HIV sé 42 sinnum hærri í fangelsum í Pernambucano en meðal almennings í Brasilíu. Yfirfull fangelsi 607 þúsund fangar eru nú í brasil- ískum fangelsum en fangelsin rúma þó aðeins 377 þúsund fanga. Í Pernambucano eru 32 þúsund fangar í fangelsum sem eru hönnuð til að rúma 10.500 fanga. Bent er á það í skýrslu Human Rights Watch að 59 prósent þeirra sem eru í fang- elsum bíði enn eftir dómi. Human Rights Watch heimsótti fangelsin á þessu ári og var skýrsla unnin upp úr viðtölum við 40 núver- andi og fyrrverandi fanga auk þess sem viðtöl voru tekin við ættingja fanga. Einnig var rætt við fanga- verði, dómara, talsmenn fangels- isyfirvalda, lögmenn og lögreglu- menn. n Hópnauðganir, lúxuslíf og ofbeldi n Ótrúlegar myndir úr skýrslu Human Rights Watch n Svört skýrsla um stöðu fangelsismála Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Yfirfull Fangelsi í Pernambucano eru yfirfull. 32 þúsund fangar dvelja í fang- elsum sem ætluð eru fyrir 10.500 fanga. Hrottalegt ofbeldi Föngum sem eru neðarlega í virðingarröðinni er jafnan hótað og þeir beittir ofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.