Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 34 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur RÚV-skýrslan Athyglisvert verður að rýna í skýrslu úttektarhóps um RÚV sem afhent verður menntamála- ráðherra í dag. Eyjan skúbbaði upp úr skýrslunni um síðustu helgi og af þeim fréttum að dæma er mikið kjöt á beinum nefndar- innar, sem vinnur undir forystu Eyþórs Arnalds. Útvarpsstjóri var kominn í varnargír í Morgunút- varpi Rásar 2 í gær og sagði mikið um rangfærslur og misskilning í hinni óbirtu skýrslu. Spennandi verður að sjá í dag hvort út- tektarnefndin er á sama máli. Óvænt val Ari Edwald var um síðustu helgi kjörinn formaður atvinnu- veganefndar Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnum landsfundi. Það kann vafalaust að koma spánskt fyrir sjónir að flokkur sem kennir sig við athafna- og við- skiptafrelsi skuli velja forstjóra fyr- irtækis í einok- unarstöðu í slíka stöðu. Enda tók Ari til óspilltra málanna á fundinum og barðist fyrir því að ályktun um að endur- skoða beri búvörulögin frá grunni skyldi felld út. Þar hafði Ari hálfan sigur því yfirlýsing um að stefnt skuli að afnámi allra tolla á næstu fjórum árum var felld út. Nýjar leikreglur – óskráðar D ómur Hæstaréttar yfir Landsbankamönnum fyrr í mánuðinum hefur vakið fjöl- margar spurningar. Sumir hafa raunar gengið lengra og lýst undrun og furðu, þótt eflaust fagni því líka margir að áberandi banka- fólk í hruninu fái þunga dóma. Sig- urjón Árnason, bankastjóri Lands- bankans á sínum tíma, var dæmdur fyrir lánveitingu til félagsins Imon og mun Sigurjón þurfa að sitja í fangelsi í þrjú og hálft ár. Elín Sigfúsdóttir var einnig dæmd til fangelsisvistar svo og Steinþór Gunnarsson. Þegar að er gáð, er rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að svipta þetta fólk frelsi sínu um margt undarleg- ur. Þau eru sögð hafa brotið óskráðar reglur og sagt að þeim hafi mátt vera það ljóst. Þau gerðust ekki brotleg við lög, reglugerðir eða reglur bank- ans. Þau gerðust brotleg við óskráðar reglur. Hæstiréttur birtir ekki þessar reglur. Það væri fróðlegt að rétturinn tæki sig til og birti þær, þótt ekki væri nema fyrir núverandi bankamenn sem væntanlega standa í lánveiting- um alla daga. Leiðarahöfundur hefur séð skjalið þar sem lánveiting til félagsins Imon er samþykkt. Núverandi bankamenn fullyrða að lánið hafi uppfyllt þær forsendur sem eðlilegt er að gera til lánveitingar af þessu tagi. Eru bankamenn í dag þá að brjóta þessar óskráðu reglur Hæstaréttar? Þessi dómur hefur fengið furðu litla umfjöllun. Hvernig stendur á því? Af hverju er umræða sér- fræðinga og lögspekinga ekki meiri um þennan tímamótadóm? Getur verið að lögmenn sem eiga eftir að standa frammi fyrir sömu dómur- um í Hæstarétti, óttist að þeim eða skjólstæðingum þeirra verði refsað? Það er vonandi ekki skýringin. En af hverju þessi þögn um dóm sem er í hróplegu ósamræmi við leik- reglur réttarríkisins – jú, nema þær óskráðu. Hæstiréttur er grunnstoð í sam- félagsgerð okkar. Þar má hvorki bera skugga á né vera efi til staðar. Lög- in sem Alþingi setur og við öll eig- um að lifa eftir, eru túlkuð í Hæsta- rétti á hverjum degi. Það eru engar óskráðar reglur til sem hægt er að dæma fólk í fangelsi eftir. Hæstiréttur verður að birta þessar reglur, annars er dómur þeirra yfir Landsbankafólki ótrúverðugur. Fram undan eru málaferli í Hæstarétti vegna fleiri fyrrverandi bankamanna. Þetta fólk þarf ekki að velta fyrir sér niðurstöðunni. Miðað við nýjustu þróun er ekki annað að sjá en þau fari öll í fangelsi með réttu eða röngu. Óskráðu reglurnar eru í fórum Hæstaréttar. Á sama tíma spyrja lögmenn hinnar krefjandi spurningar – hvað á nú að kenna í lögfræði í háskólum þessa lands? Hvenær ætla stjórnmálamenn að vakna og krefjast þess að Hæstiréttur vinni samkvæmt skráðum reglum – ekki eftir óskráðum? Átti réttvísin ekki að vera blind? n Afneitunin minnir meira á hags- munagæslu en vanþekkingu Þórlaug Ágústsdóttir er harðorð í garð SÁÁ á Píratablogginu. - DV N ú í desember verður haldin loftslagsráðstefna í París. Sumir hafa kallað þennan fund mikilvægasta fund mannkynssögunnar enda er viðfangsefnið risavaxið, að tryggja að hlýnun verði haldið innan marka og jörðin verði áfram byggileg fyrir kom- andi kynslóðir. Undanfarin ár hafa margar skýrslur verið lagðar fram um áhrif loftslagsbreytinga af manna völdum. Fáir afneita lengur loftslagsbreyting- um en það er líka ljóst samkvæmt nýj- um rannsóknum að fólki reynist erfitt að hugsa fram í tímann og takast á við svo stórt verkefni. Það er ekki hægt að leggja ábyrgðina á þessu verkefni á herðar einstaklinga þó að hver og einn geti lagt sitt af mörkum. Þetta er verk- efni af slíkri stærðargráðu að stjórn- völd þurfa að taka afgerandi forystu og ráðast í róttækar aðgerðir. Þær leið- ir sem hingað til hafa verið reyndar, á borð við viðskiptakerfi með losunar- heimildir, hafa því miður ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað er þá til ráða? Nýlega ályktaði landsfundur Vinstri grænna að Ísland ætti að setja stefnuna á að verða kolefnishlutlaust árið 2050. Það þýðir að Ísland ætti að draga verulega úr losun gróður- húsalofttegunda og beita sér líka fyrir bindingu kolefnis. Til þessa eru ýms- ar leiðir. Meðal annars þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjan- lega orkugjafa í samgöngum og iðnaði, það þarf að setja öll frekari áform um mengandi orkufreka stór- iðju af borðinu og hverfa frá áformum um olíuvinnslu. Það þarf enn fremur að binda kolefni, til dæmis með auk- inni votlendisendurheimt. Skipu- leggja þarf þéttbýli þannig að almenn- ingssamgöngur, hjólreiðar og ganga verði raunhæfir valkostir. Skoða á nýja möguleika í almenningssamgöngum, til dæmis léttlestir. Beita þarf enn frek- ari skattalegum hvötum til að græn samgöngutæki verði hagkvæmasti kosturinn fyrir almenning. Þá er mikilvægt að Ísland geri sitt til að efla rannsóknir og nýsköp- un á sviði endurnýjanlegra orku- gjafa og stuðli með beinum styrkjum og skattalegum hvötum að auknum framförum á því sviði. Ísland getur þar orðið frumkvöðull í alþjóðasam- félaginu. Síðast en ekki síst á Ísland að beita sér gegn olíu- og gasvinnslu á norðurslóðum en æ fleiri stjórnmála- menn stíga nú fram og lýsa því yfir að þeir standi gegn slíkum áformum, bæði vegna loftslagsbreytinga en líka vegna hugsanlegra áhrifa á hið við- kvæma vistkerfi norðurslóða. François Hollande, forseti Frakk- lands, sótti Ísland heim á dögunum og ávarpaði ráðstefnuna Arctic Circle. Þar sagði hann að það breytti engu þó að einhverjir gætu grætt á loftslags- breytingum, grætt á því að nýta auð- lindir norðurskautsins, grætt á nýjum siglingaleiðum. Við ættum ekki að græða á því sem ylli eymd annarra, sem skaðaði náttúruna. Um það sner- ist raunveruleg mannúð og þetta verk efni snerist um mennskuna og að tryggja mannúðlegan heim fyrir fólk um allan heim. Ísland getur orðið fyrirmyndarland í þessum málum. Ekki með því að tala um að hér sé nú ansi gott ástand held- ur með því að gera miklu betur. Þar geta stjórnvöld tekið forystuna, tekið nýja stefnu í atvinnuuppbyggingu, farið í aðgerðir til að flýta orkuskiptum í samgöngum, gefið yfirlýsingu um að Ísland muni beita sér fyrir því að vist- kerfi norðurslóða verði ekki ógnað með ágengri auðlindanýtingu. Því þó að Ísland sé ekki stórt land þá getur það haft áhrif. Og ef ekki er þörf á því núna þá veit ég ekki hvenær er þörf á slíku frumkvæði. Það er algjört lykil- atriði að fundurinn í París skili okkur nýrri stefnu og nýrri von. Við getum lagt okkar af mörkum til þess. n Nýja stefnu, nýja von Katrín Jakobsdóttir FormaðurVG Kjallari „ Ísland getur orðið fyrirmyndarland í þessum málum. Ég drullusé eftir því í dag Dr. Gunni sér eftir því að hafa látið Sóla Hólm herma eftir Gylfa Ægissyni. - Eyjan Fólk má alveg vera í búningi eða með gerviblóð Hits&tits, Margrét Erla og Ragnheiður Maísól, snúa aftur með karókíkvöldin á Húrra í kvöld. - DV Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Hæstiréttur verður að birta þessar reglur, annars er dómur þeirra yfir Landsbanka- fólki ótrúverðugur. Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.