Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Síða 36
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201536 Fólk Viðtal Endurkoman, nýjasta skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, er væntan leg á næstu dögum. Þetta er önnur bókin sem kemur út eftir Ólaf Jóhann þetta árið, sú fyrri er ljóðabókin Almanakið. Blaðamaður sló á þráðinn til Ólafs Jóhanns í New York, en þar starfar hann sem aðstoðarforstjóri Time Warner. Ó lafur Jóhann er fyrst spurð- ur um efni hinnar nýju skáldsögu. „ Aðalpersónan Magnús er hálfíslenskur læknir sem býr í New York og fæst við rannsóknir á fólki sem er með svokallað „locked-in syndrome“, það er að segja er læst inni í eigin líkama og getur ekki tjáð sig,“ segir Ólafur Jóhann. „Ég byggi starf sögupersónunnar að hluta til á rannsóknum bresks læknis sem ég fór að fylgjast með fyrir mörgum árum. Hann taldi að það fólk sem af einhverjum orsökum lægi í dái væri ekki allt heiladautt, í einhverju þeirra kynni að leynast meðvitund og fann upp aðferð til að komast í samband við það. Aðalpersóna mín fæst við rann- sóknir á fólki sem liggur í dái. Hann fær til sín sjúkling sem vekur athygli hans af ýmsum ástæðum og hef- ur á tilfinningunni að inni í löm- uðum skrokknum leynist meðvit- und. Á sama tíma er hann að gera upp samband sitt við ástkonu sína og samband hans við foreldra sína, sem hefur verið stirt, er endurvak- ið. Þetta eru helstu þemu bókar- innar.“ Eins og að horfa á ljós slokkna Það er skelfileg tilhugsun að vera læstur inni í líkamanum og geta ekki tjáð sig. Þetta er nokkuð sem mað- ur veit að margir hugsa um. Hvenær fórst þú að velta þessu fyr- ir þér? „Það er eins konar skilgreining á helvíti að vera læstur inni í eigin lík- ama og geta ekki tjáð sig. Náinn vinur minn, Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, fékk þennan skelfilega sjúk- dóm, MND. Að fylgjast með þróun sjúkdómsins var eins og að horfa á ljós slokkna í hverj- um gluggan- um á fætur öðr- um í háhýsi. Líkaminn er lamaður meðan heilinn starfar fullkomlega en að lokum getur manneskjan ekki einu sinni opnað augun, hvað þá hreyft fingur eða útlimi. Ég hef kynnst fleirum sem fengu þennan sjúkdóm. Þetta er skelfilegt upp á að horfa. Í þessum tilvikum var vit- að að einstaklingarnir væru með fullri vitund. En ég fór að velta því fyrir mér, hvað ef maður væri lamaður með fullri vitund en allir héldu að maður væri heiladauður. Það er eins og að vera grafinn lif- andi. Þetta á við um konuna sem vekur athygli læknisins.“ Aðalpersónur þínar eru yfirleitt fremur ófullkomnar manneskjur, glíma við ýmsa erfiðleika og búa ekki yfir hugarró. Af hverju verða þannig manneskjur að aðalpersón- um í bókum þínum? „Ég hef lítið gaman af að skapa karaktera sem eru ekki flóknir og mér finnst að það verði að vera einhver átök innra með þeim. Sá heimur sem heillar mig einna mest er innri heimur fólks, það sem er að gerast í sálarlífi þess. Það er tvennt sem maður þarf að gera þegar maður er að skrifa bækur. Maður þarf að halda athygli lesenda en maður þarf líka að halda eigin athygli allan þann tíma sem maður er að skrifa bókina. Það gerist ekki nema persónan sé athyglisverð og búi yfir svo mikl- um víddum að manni leiðist ekki og missi ekki áhugann á henni. Það er kannski þess vegna sem ég hef tilhneigingu til að smíða karaktera sem eiga ekki sjö dagana sæla.“ Varstu lengi að vinna þessa bók? „Meðgöngutími bóka minna er drjúgur og eftir á er erfitt að átta sig á því hvað kom fyrst og hvað fylgdi á eftir. Það eru fjögur ár síð- an síðasta skáldsaga mín, Málverk- ið, kom út, ég hef verið að vinna að þessari bók síðan. Þrjú til fjögur ár virðist vera sá tími sem ég þarf til að skrifa skáldsögu.“ Fyrr á árinu kom út fyrsta ljóða- bók Ólafs Jóhanns, Almanakið, sem fékk góða dóma, en vatns- litamyndir í bókinni eru eftir son hans og alnafna. Ólafur Jóhann er spurður hvort hann hafi kviðið við- tökum við þessari fyrstu ljóðabók. Hann segir að svo hafi ekki ver- ið. „Ég var búinn að vera með hana í vinnslu í áratug. Þegar maður er orðinn þetta gamall send- ir maður ekki frá sér bók fyrr en maður er orðinn sáttur við hana sjálf- ur. Í fyrra var ég spurður hvort ég næði að skila Endurkom- unni þannig að hún gæti komið út fyrir jólin 2014. Ég sagði að ég vildi láta hana bíða, einfald- lega vegna þess að það er gott að láta hluti liggja um tíma og koma síð- an að þeim ferskur og sjá þá með nýjum aug- um. Þá fer maður yfir smáatriðin, lagar og pússar og veit um leið að maður er búinn að gera eins vel og maður getur. Bókin kemur svo út og þarf að spjara sig sjálf. Þetta er eins og að fylgjast með barni sínu flytja að heiman. Maður er búinn að gera allt sem maður gat til að koma því á legg og undirbúa það fyrir heiminn en síðan verður það að spila upp á eigin spýtur.“ Fjölskyldan í fyrirrúmi Ólafur Jóhann hefur fyrir venju að skrifa fyrir hádegi og sinna síð- an annarri vinnu, en hann hefur undanfarin ár starfað sem aðstoðar- forstjóri Time Warner. „Öll þurfum við að finna þann gang í lífinu sem hentar okkur best og ég er mjög vanafastur. Vanafesta er það sem ég þarf á að halda til að virka sem best,“ segir hann. „Ég byrja daginn alltaf á því að skrifa og alveg frá því ég byrj- aði að pára hefur sá tími hentað mér best. Ég skrifa ekki lengur en í tvo til þrjá tíma, þá er ég orðinn þurraus- inn. Þetta er eins og að hella úr mjólkurbrúsa, maður finnur þegar síðasti dropinn er búinn og þá þýð- ir ekki að halda áfram. Eftir að hafa skrifað fer ég á kontórinn og vinn nokkuð lengi fram eftir.“ Hvað felst í því að vera aðstoðarfor- stjóri Time Warner? „Það sem er á minni könnu er að móta í stórum dráttum stefnu fyrir- tækisins. Það eru mörg fyrirtæki og einingar innan Time Warner og mitt starf og samstarfsmanna minna byggist á því að sigla í rétta átt. Ef ísjakar eru á leiðinni verðum við að vita af þeim svo við skellum ekki á þeim. Ef það eru líkur á að meira veiðist á einum stað en öðr- um þá förum við þangað.“ Ólafur Jóhann hefur síðustu ára- tugi búið í Manhattan ásamt eigin- konu sinni, Önnu Ólafsdóttur, og þau eiga þrjú börn, Ólaf Jóhann, Árna og Sóleyju. Börnin tala öll reiprennandi íslensku og faðir þeirra segir þau öll vera mikla Ís- lendinga í sér. „Öll þeirra skóla- ganga hefur verið í Bandaríkjun- um en þau tala íslensku, ekki bara við okkur foreldrana heldur tala þau líka saman á íslensku, sem mér þykir vænt um. Þeim finnst afskap- lega gott að vera á Íslandi.“ Mikill erill fylgir starfi aðstoðar- forstjóra Time Warner og Ólafur Jóhann er spurður hvort hann geti verið jafn mikið með fjölskyldunni og hann vildi. Hann segir: „Ég ákvað fyrir löngu að láta það ekki henda mig að ég rankaði við mér og segði: „Nú eru börnin mín farin að heiman, ég vildi að ég hefði eytt meiri tíma með þeim.“ Ég var mjög ungur þegar einn samstarfsmanna minna, sem var miklu eldri en ég, vaknaði upp við vondan draum og uppgötvaði að tíminn líður ansi hratt. Það virt- ist ekki vera langt síðan dóttir hans var smábarn en nú var hún farin að heiman og í háskóla. Hann sagði: „Ég vildi að ég hefði …“ Ég hef alltaf látið fjölskylduna vera í algjöru fyrirrúmi. Ef ég gerði það ekki fyndist mér ég ekki vera að sinna hlutverki mínu. Í starfi mínu gæti ég verið úti hvert einasta kvöld, hvort sem það er við frumsýningu á bíómynd eða í þessum og hinum kvöldverðinum. Ég get ekki alveg sleppt því en ég sleppi öllu sem ég þarf ekki nauðsynlega að gera. Ég hef alltaf haft það þannig. Ég held að ég hafi varla misst af foreldrafundi, hvorki hjá strákun- um, sem nú eru komnir í háskóla, eða hjá Sóleyju. Þegar krakkarnir spila fótbolta eða eitthvað slíkt þá reyni ég að fara og horfa á og skýst úr vinnunni til þess. Ég ráð- legg starfsmönnum mínum að gera það sama. Til að geta staðið sig í vinnu verður fólk að vera ánægt. Ef það hefur samviskubit yfir því að vera ekki að sinna fjölskyldu sinni þá nær það ekki að einbeita sér og sinna starfinu. Ég hvet það fólk sem ég hef umsjón með innan fyrirtæk- isins til að hafa jafnvægi í lífinu.“ Ertu lítið fyrir veisluhöld? „Ég hef mjög gaman af að vera með vinum og vandamönnum í góðra vina hópi, en stórar samkom- ur þykja mér ekkert sérstaklega skemmtilegar.“ Þrjátíu ára brúðkaupsafmæli Nú held ég að margir menn í þinni stöðu væru fráskildir, sumir jafnvel margfráskildir, af hverju ert þú það ekki? „Ætli ástæðan sé ekki einfald- lega sú að ég á svo góða konu. Á næsta ári erum við Anna búin að vera gift í þrjátíu ár. Við segjum stundum hvort við annað að við séum greinilega ekki að fylgja tísk- unni og ættum kannski að fara að endurmeta þetta allt saman! Ég hef gaman af að gantast við krakkana og hef alltaf gert. Þau eru fljót að sjá að ekki er mark takandi Mér finnst ég alltaf vera strákur Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Að fylgjast með þróun sjúkdóms- ins var eins og að horfa á ljós slokkna í hverjum glugganum á fætur öðr- um í háhýsi. Líkaminn er lamaður meðan heilinn starfar fullkomlega en að lokum getur manneskjan ekki einu sinni opnað augun, hvað þá hreyft fingur eða útlimi. Rithöfundurinn „Ef maður ætlar að koma einhverju í verk þá verður maður að sitja við skrifborðið.“ MyndiR AhRon FostER Aðstoðarforstjóri time Warner „Ég hvet það fólk sem ég hef umsjón með innan fyrirtækisins til að hafa jafnvægi í lífinu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.