Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201538 Fólk Viðtal og að hún sé að reyna að gera það sem rétt sé. Mér finnst sjálfsagður hlutur að koma eins fram við alla. Ég tel það ekki neina dyggð, þannig vil ég bara haga mér. Allur valdahroki innan fyrirtækis er skelfilegur, og eins sú tiltrú að maður hafi svörin alltaf á reiðum höndum og að í krafti stöðu manns séu þau merkilegri en aðr- ar hugmyndir. Þá fær maður ekki hugmyndir frá öðrum því enginn þorir að segja hug sinn. Það leiðir bara til þess að hugmyndir slokkna og ekkert kemst í verk.“ Las bókmenntir – lærði eðlisfræði Ólafur Jóhann ólst upp á Suður- götu, sonur Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar skálds og Önnu Jónsdóttur. Hann er spurður að því hvernig uppeldið hafi mótað hann. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ svarar hann. „Þau gildi sem ég ólst upp við hafa verið ákveðin kjölfesta í lífi mínu. Foreldrar mínir voru húmanistar. Ég endaði í viðskiptum af algjörri tilviljun, ætlaði aldrei þangað og lærði ekki til þess. Ég las bók- menntir frá því ég var strákur en lærði eðlisfræði í háskóla vegna þess að ég hafði áhuga á að kynnast raun- vísindum. Ég ólst upp í fjölskylduhúsi í Suðurgötu. Ég bjó með for- eldrum mínum á efstu hæðinni, móðursystir mín og fjöl- skylda hennar var á miðhæð- inni og amma á neðstu hæð. Í kjallaranum rak mamma prjónastofu og þar unnu ásamt henni þrjár til fjórar konur. Ég man alltaf þegar mamma sagði að kon- urnar ynnu ekki fyrir hana heldur ynnu þær með henni. Þessi setn- ing hefur setið í mér æ síðan og ætli öll mín bisnesskennsla sé ekki frá henni sprottin og sömuleiðis af- staða mín til leiðtogahlutverksins. Mig óraði aldrei fyrir því þegar ég var strákur í Suðurgötu að ég myndi enda í New York í því starfi sem ég er núna. En það er nú samt þannig að í mínu starfi hef ég aldrei þurft að haga mér öðruvísi en ég hefði hagað mér í Suður- götu.“ Heldurðu að þú hafir orðið fyrir áhrifum af skáld- skap föður þíns? „Skáldskap- ur hans hefur ef- laust mótað mig eins og margt annað sem ég las og síðan verður úr þessu einhver kokteill. Að lokum er það samt manns eigin tónn sem nær í gegn. Ég lærði mjög öguð vinnubrögð af föður mínum. Ég fylgdist með honum vinna og áttaði mig á því að ef maður ætlar að koma einhverju í verk þá verður maður að sitja við skrifborðið. Ritstörf eru vinna, ekki auðveld vinna og mað- ur kastar ekki til hennar höndunum heldur situr við. Náðarstundirnar eru alveg í réttu hlutfalli við setuna.“ Vill vera meira á Íslandi Ólafur Jóhann er spurður hvort einhver áform séu uppi um að kvikmynda verk hans en á liðnum árum hafa fréttir um slíkt borist frá Bandaríkjunum. „Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að koma Slóð fiðrildanna á hvíta tjaldið og eitthvað slíkt er í bígerð núna. Sama gildir um samninga um rétt á öðr- um bókum mínum, þótt sumt sé lengra komið en annað. Ég held samt að það sé of snemmt að tala um það hvort úr því verður.“ Svona undir lokin, hvar ætlarðu að verða gamall maður, á Íslandi eða í New York? „Ég hef hugsað um það. Það eru þrjátíu og þrjú ár síðan ég fór utan til náms árið 1982 og við fjöl- skyldan komum heim á sumrin og höfum alltaf verið á Íslandi um jólin. Ég sakna þess samt æ meira með hverju ári að hafa ekki alveg nógu mikið frjálsræði til að vera meira heima. Það kæmi mér ekk- ert á óvart að ég myndi vera meira heima þegar fram líða stundir. New York er hins vegar vanabindandi borg. Hér ægir öllu saman og hér býr fólk alls staðar að úr heiminum. Það kemur með sína menningu, lifnaðarhætti og afstöðu til lífsins og úr verður merkileg stórborg, þar sem er breið flóra og mikill kraftur.“ Ólafur Jóhann er stjórnar- formaður Atlantic Theatre sem hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og nýtur mikillar virðingar. Hann er einnig í stjórn Brandeis-háskólans sem hann gekk í sjálfur forðum daga. Hann er spurður um þessar stjórnarsetur og segir: „Ég hef verið stjórnarfor- maður Atlantic Theatre í New York í áratug og hef mjög gaman af því. Atlantic Theatre er bæði leiklistar- háskóli, leiklistarskóli og leikhús með tveimur sölum. Síðan hef ég verið í stjórn Brandeis-háskólans þar sem ég lærði. Þeir fundu mig þegar ég var strákur í menntaskóla, buðu mér skólavist og greiddu menntun mína. Þegar ég sneri aftur þangað, nýskipaður stjórnarfor- maður, gekk ég um háskólasvæð- ið og rifjaði upp liðna tíð. Ég fór frá Suðurgötu til Time Warner og frá því að vera nemandi í Brandeis til þess að koma þangað aftur og þá í stjórnarsetu. Þetta er skrýtin til- finning. Mér finnst ég alltaf vera strákur og þarf öðru hverju að klípa mig í handlegginn til að minna mig á að ég sé það ekki lengur.“ n „Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að koma Slóð fiðrildanna á hvíta tjaldið og eitthvað slíkt er í bí- gerð núna. Sama gild- ir um samninga um rétt á öðrum bókum mínum, þótt sumt sé lengra komið en annað. Með Önnu og Sóleyju „Ég hef alltaf látið fjölskylduna vera í algjöru fyrirrúmi.“ Ást á Íslandi „Ég sakna þess samt æ meira með hverju ári að hafa ekki alveg nógu mikið frjálsræði til að vera meira heima.“ Samhent hjón með dóttur sinni „Við erum bæði mikið fjölskyldufólk og heimakær, en að öðru leyti erum við að miklu leyti ólík.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.