Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201542 Fólk Viðtal Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is í eitt ár áður en við urðum kærustup- ar. Þetta var ótrúlega fallegt. Ég gæti ekki hugsað mér að vera í sambandi með einhverjum sem er ekki skap- andi. Hann er líka svo góður mað- ur. Sjálf er ég alltaf í stuði og aldrei vond við neinn og hann er eins; alltaf glaður, fyndinn og skemmti- legur. Við pössum bara vel saman. Vinskapur okkar er mér ofsalega mikilvægur. Ástarsamband snýst ekki um að haldast í hendur, horfast í augu og fara fínt út að borða held- ur að láta hvort öðru líða vel, hlæja saman og hafa um eitthvað að tala. Okkur leiðist aldrei,“ segir hún en segir að þau séu ekki gift. „Ég er með kirkjufóbíu og finnst mjög leiðinlegt að mæta í brúðkaup annarra. Mér finnst allar hefðir hrikalega leiðin- legar og einhvern tímann sagði ég að ef við myndum gifta okkur yrði það í loftbelg þegar við erum orðin rík af listinni. Ég held að ég haldi mig bara við þá hugmynd.“ Breyttist ekki við móðurhlutverkið Aðspurð segist hún eiga gott sam- band við soninn sem er 14 ára. „Ég held að hann líkist mömmu sinni þótt útlitslega séð sé hann blanda af okkur báðum. Við deilum áhuga á alls konar skemmtilegheitum og hann er hvatvís eins og ég. Auk þess er hann mikill fótboltastrákur, spil- ar í Val og stendur sig ótrúlega vel,“ segir hún og játar því að hafa gam- an af móðurhlutverkinu. „Ég held að maður eigi bara alltaf að vera í stuði. Kannski hefði verið gaman að eignast fleiri börn en ég er ekki mik- ið að skipuleggja hlutina. Það ger- ist bara sem gerist. Ég er heldur ekki manneskja sem breyttist mikið við að eignast barn. Ég hætti ekkert að vera Heiða og varð bara mamma hans Olivers. Hann hefur þvælst með okk- ur á tónleika í gegnum tíðina og var með heyrnartól þegar hann var lítill. Hann veit alveg hvernig við erum. Við erum ekkert að reyna að búa til ein- hver pabba- og mömmuhlutverk fyr- ir hann. Hann er bara í fjölskyldunni og við erum rokkarar. Hann líka.“ Þjáðist af skammdegisþunglyndi Þótt Heiða reyni alltaf að vera í gleðinni þekkir hún líka myrkrið. „Ég fann fyrir skammdegisþung- lyndi um tíma en sem betur fer átt- aði ég mig áður en illa fór. Nú tek ég inn D-vítamín á veturna og finn mik- inn mun. Ég átti orðið erfitt með að fara fram úr á morgnana, var orku- laus og lifði í grámyglaðri stemningu. Það var allt grátt og leiðinlegt og ég þurfti að hafa mikið fyrir því að vera í stuði. Sem betur fer lifum við á ótrú- legum tímum þar sem allir hafa að- gang að öllum upplýsingum. Ef eitt- hvað hrjáir mann les maður sig til á netinu. Ég upplifði samt ekki verstu tegund þunglyndis. Sem betur fer veit ég ekki hvað það er. En þetta hefði eflaust getað þróast í það með tímanum.“ Ótengt sjónvarp Heiða lærði heimspeki í Háskóla Ís- lands og vinnur sem útvarpskona á Rás 2 auk þess sem hún skrifar greinar af og til fyrir blöð og tímarit. „Mér hefur tekist að lifa á tónlistinni af og til en yfirleitt nota ég kunnáttu mína og áhuga á tónlist til að afla mér lífsviðurværis. Svo hef ég líka fengið skemmtileg verkefni inni á milli eins og að lesa auglýsingar og er mjög þakklát fyrir það. Það er eitt- hvað sem hefur oft algjörlega redd- að mér fjárhagslega. Fyrst fannst mér þetta ómögulegt en svona er einfaldlega heimurinn sem við lif- um í dag og þessi vinna gerir það að verkum að ég get keypt mat og gefið út tónlist. Sjálf horfi ég ekki á sjón- varp enda er ég ekki með loftnetið tengt en ég hlusta mjög mikið á út- varp en lækka þegar auglýsingarnar koma og hækka svo aftur. Mér finnst útvarp æðislegt.“ Athyglissjúk og tilgerðarleg Heiða hefur alltaf þótt stinga í stúf enda hefur hún aldrei reynt að passa í hópinn. „Mér er nokk sama hvað öðrum finnst og það hefur bara styrkst í gegnum árin. Það er ekki hægt að hugsa endalaust um það. Það er svo mikið rugl. Hversu mikil- væg er skoðun einnar manneskju í alheimssamhenginu? Og ef maður ætlar að gera öllum til hæfis hugs- ar maður ekki um þann sem skipt- ir mestu máli, mann sjálfan. Þetta snýst um að elska sjálfan sig, sem er allt annað en að vera sjálfselskur. Ég hef bara alltaf verið svona og veit ekk- ert af hverju. Oft hef ég áhuga á ein- hverju allt öðru en fólkið í kringum mig og neita að skammast mín fyr- ir það. Maður á bara að vera mað- ur sjálfur – þótt maður sé dæmdur fyrir það og kallaður athyglissjúkur og tilgerðarlegur. Ég get ekki staðið í því að hugsa um það sem aðrir eru að segja og gera og fylgjast með því sem er best að hafa áhuga á hverju sinni. Það væri full vinna. Ég dett inn og út úr tísku. Stundum þyki ég flott og þá er gaman en stundum þyki ég mjög skrítin og alls ekkert sniðug. Svo, kannski sjö eða tíu árum seinna, er það sem ég var að gera þá komið í tísku. Þá brosi ég í kampinn.“ Skömmuð á djamminu „Ég hef oft verið talin athyglissjúk en þó minna upp á síðkastið. Líklega fer fólk smám saman að sætta sig við manneskju sem breytist ekki. Fólk nennir ekki að pæla í manni lengur. Þegar ég byrjaði að spila og fólk fór að taka eftir mér lenti ég stundum í því á djamminu að fólk hellti sér yfir mig, skammaði mig og sagði mig fá- ránlega; að ég væri svona og hinseg- in, með stæla og í skrítnum fötum. Ég veit ekki hvað mamma og pabbi gerðu rétt í sínu uppeldi en þau kenndu mér að ef einhver er leiðinlegur við mann á mað- ur ekki að brotna saman held- ur snúa vörn í sókn. Ég sam- sinnti þessu bara öllu, tók undir hvað ég væri skrítin og tókst þannig að lægja ölduna. Þess vegna varð ekki meira drama. Ég gerði mýflugu úr úlfalda. Eflaust vissu mamma og pabbi alltaf að ég myndi sæta gagn- rýni þar sem ég var skrítin og óhefl- uð en þau eru gott fólk og kenndu barninu sínu að bera virðingu fyrir öllum og að stríðni sé aldrei í lagi.“ Enn í stuði Heiða skaust fram á sjónarsviðið fyrir tæpum aldarfjórðungi, baldinn og óstýrilátur unglingur með hana- kamb. Hún er ennþá óstýrilát þótt hún hafi elst eins og við hin. „Ég hélt alltaf að þeir sem væru komn- ir yfir fertugt væru gamlir í köflótt- um inniskóm að gera ekki neitt. Eftir fertugt fór ég að hugsa lífið út frá nýj- um stað. Ég er enn í gífurlegu stuði og svo ótrúlega langt frá því að setjast í helgan stein. Það er svo mikill kraft- ur inni í mér og hugmyndirnar flæða um öll göt. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum og treysti á læknavísindin. Þegar ég verð gömul mun enginn deyja um áttrætt. Það er ekki séns að ég eigi bara 40 ár eftir. Það er bara djók. Ég er ekki hálfnuð. Fyrstu árin fóru öll í leit að þeirri manneskju sem ég er. Ég hef bara vitað hver ég er í 24 ár. Ég ætla að verða minnst 110 ára og miðað við hvað ég hef verið rosalega dugleg á þessum 24 árum eru bara spennandi tímar fram undan. Ég var nýlega spurð hvort ég ætl- aði ekki að fá mér hanakamb aftur þegar ég yrði gömul. Ég samþykkti það. Ég ætla ekkert að breytast þótt ég verði gömul. Það verða kannski fleiri hrukkur á skinninu en listin og tónlistin heldur áfram að koma frá mér. Það mun aldrei breytast.“ n Fjölskylda Heiða segir fjölskylduna samanstanda af rokkurum. Mynd Úr EinkASAFni Bestu vinir Heiða segir örlögin hafa leitt þau Elvar saman. Mynd Úr EinkASAFni Mæðgin Heiða segir móðurhlut- verkið ekki hafa breytt henni mikið. Mynd Úr EinkASAFni „Það þarf ekkert að vera neikvætt né að þýða að ég sé greindarskert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.