Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 78
70 Fólk Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Nekt og íslensk náttúra n Tökur fyrir franskt tónlistarmyndband á Suðurlandi n Listamennirnir yfir sig hrifnir T ónlistarmaðurinn Guillaume Ananda og leikstjórinn Bernard Benant hafa undan­ farna daga dvalið á Íslandi við tökur á tónlistarmynd­ bandi þar sem íslensk náttúra og ís­ lensk módel eru í aðalhlutverki. Tökur fóru aðallega fram á Suður­ landi í fimbulkulda og vosbúð. Naktir líkamar módelanna Tönju Bjarkar og Birgis Axelssonar eru í stærsta hlut­ verkinu, en umhverfið var dramatískt og fagurt, svartur sandur, Seljalands­ laug, eyðibýli og íslensk náttúra. Ananda er fyrrverandi vínþjónn sem sneri sér alfarið að tónlist fyrir fjórum árum síðan. Hann vinnur að fyrstu plötu sinni en hefur gefið út nokkur lög nú þegar. „Ég hef verið að spila mikið á tónleikum í Frakk­ landi og vinn núna að fyrstu plötunni minni,“ segir Ananda og bætir því við að eftir Íslandsdvölina sé hann af­ skaplega spenntur fyrir því að halda tónleika á Íslandi. „Það hefði verið frábært að geta kynnst íslenskri tón­ list betur með því að fara á Airwaves í næstu viku, en vonandi fæ ég tæki­ færi til þess næst. Best væri auðvitað að fá að spila sjálfur,“ segir Ananda með glampa í augum. Úr tískuljósmyndun í tónlist Bernard á að baki farsælan feril sem tískuljósmyndari, en hefur í seinni tíð aðallega unnið að verkefnum í kring­ um tónlist og tónlistarmyndbönd. Þeir félagar hittust fyrst í París eft­ ir tónleika þar sem Bernard heillaðist af tónlist Ananda. „Við ákváðum strax að vinna saman og ég vissi um leið að myndbandið við Silent song þyrfti að gera á Íslandi,“ segir Bernard. Bernard hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður til þess að taka ljósmyndir. Hann ferðast mikið um heim­ inn og vann síð­ ast stórt verk­ efni í Senegal. „Ég er vanur að finna sam­ bönd á Face­ book, tengjast þannig fólki á stöðunum sem ég ferðast til. Ég fann til dæmis Gauja á Face­ book og heillaðist af myndunum hans,“ segir Bernard og vísar þar til Gauja H. sem er ljósmyndari og vann sem „location manager“, sem útleggst sem staðsetningarstjóri á íslensku, fyrir myndbandið. „Vinkona mín til 20 ára, Mireya Samper, ætlaði að að­ stoða við tökurnar, en þar sem hún er stödd í Asíu varð ég að finna ein­ hvern annan. Ég sendi Gauja skila­ boð og hann var til, samstarfið hefur verið frábært og auðvitað ómetanlegt að vinna með Íslendingum sem hafa sambönd og þekkja staðarhætti.“ Fallegar andstæður Sagan í myndbandinu er draum­ kennd og ljóðræn. Bernard segist vinna út frá innsæi og tilfinningu. „Ég er hrifinn af shamanisma og reyni að hlusta á undirmeðvitundina og draumana mína. Undirmeðvitundin dæmir ekki hvort hugmyndir séu góðar eða slæmar. Fyrir mér er nátt­ úran Guð og ég vildi ná að miðla því afli í myndbandinu. Módelin tvö eru miklar andstæður. Birgir er dökkur og víkingalegur með styrk, vöðva og húðflúr á meðan Tanja Björk er ljós, viðkvæm og næstum því eins og álfur – samt svo ótrúlega sterk.“ Tónlist Ananda má finna á Spotify og You­ tube með því að slá inn leitarorðin Ananda og Silent song. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Bernard Benant og Guillaume Ananda eru sáttir eftir dvölina á Íslandi. Hópurinn og blaðakonan Gaui H., Ragga blaðakona, Ananda og Bernard standa. Florent Larriven og Alice Bub, sitja. Módelin voru fjarri góðu gamni, líklega að ná sér í fegurðarblund einhvers staðar. Miklir mátar Bernard, Gaui H. og Ananda. Samstarfið hefur gengið ljómandi vel og mun að öll- um líkindum leiða til fleiri verkefna. Mynd SigtRygguR ARi Iceland on the Market, 1518–1868 Lýst er tilraunum þriggja Danakonunga til að selja Ísland Englendingum og Þjóðverjum 1518, 1524, 1535 og 1645. Reiknað er út, hvers virði landið var þá talið. Þá er vikið að því, þegar Ísland var einskis virði og rýma átti það 1785. Sagt er frá tillögum Sir Josephs Banks 1801, 1807 og 1813 um, að Bretar tækju landið og gerðu að sjálfstjórnarsvæði. Einnig er minnst á áhugaleysi Svía á Íslandi 1814, þegar þeir fengu í sinn hlut Noreg, og frá hugmyndum Dana 1864 um að skipta á Íslandi og Norður-Slésvík. Að síðustu er skýrt frá ráðagerðum í Washington-borg um að kaupa Ísland um leið og Alaska 1867. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Fyrirlestur Hannesar H. Gissurarsonar prófessors Þjóðarspegillinn 2015 Stofu Lögberg 101 í Háskóla Íslands föstudaginn 30. október kl. 11–12.45 Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.