Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 20
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201520 Fréttir RekstRaRsvaRthol fóðRað með RíkisfRamlögum n Fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir hafa fengið 1,5 milljarða frá ríkinu frá 2010 n Skulda 800 milljónir n Fá styrki þrátt fyrir taprekstur og fjárhagsvanda F ramlög ríkisins til fjögurra stærstu stjórnmálaflokka landsins síðastliðin fimm ára nema rúmum 1,5 milljörðum króna. Skuldir þessara fjögurra flokka námu í árslok 2014 rúmum 803 milljónum króna og eiginfjárstaða sumra þeirra er bágborin. Flokkar sem ná mönnum inn á þing eða tilteknu lágmarksfylgi fá sína peninga frá ríkinu og eru þau framlög ekki háð neinum skilyrðum um afkomu þeirra eða rekstur. Ef litið er til núverandi ríkisstjórnarflokka síðast liðin fimm ár þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið rekinn með tapi á hverju ári og skuldir hans hækkað verulega. Framsóknarflokkurinn hefur verið rekinn með neikvætt eigið fé um árabil og skuldir hans hafa hækkað um tæp 20 prósent. Ríkisendurskoðun birti í síðustu viku útdrætti úr ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2014, sem þeim ber að skila, og skoðaði DV fjármál þeirra flokka sem átt hafa fulltrúa á þingi á árunum 2010 til 2014. Sjálfstæðisflokkurinn sér á báti Sem fyrr segir hefur Sjálfstæðis- flokkurinn verið rekinn með tapi á hverju ári síðastliðin fimm ár og nemur uppsafnað tap flokksins á tímabilinu 2010–2014 tæpum 290 milljónum. Skuldir flokksins hafa á sama tíma hækkað um 47 prósent og námu í árslok 2014 tæpum 409 milljónum króna. Á meðan flokkurinn safnar skuldum hefur hann engu að síður fengið 448 milljónir í framlög frá ríkis sjóði og tæpar 111 milljónir hjá fyrirtækjum. Stærð flokksins endurspeglast í fjármálum hans og er hann svolítið sér á báti samanborið við aðra minni flokka. Þó að eiginfjárstaða flokksins sé sterk, nam í lok síðasta árs 357 milljónum króna, þá hefur verulega gengið á eigið fé flokksins undanfarin fimm ár. Örlítill hagnaður hjá Framsókn Framsóknarflokkurinn hefur á heildina litið verið rekinn með ríflega 500 þúsund króna hagnaði en skuldir hans hafa þó hækkað um 19,6 prósent á tímabilinu. Flokkurinn hefur fengið minnst frá ríkinu af fjórflokknum en þó 307 milljónir. Athygli vekur að Framsóknarflokkurinn hefur verið rekinn með umtalsvert neikvætt eigið fé allt tímabilið á meðan skuldir flokksins stóðu í árslok 2014 í 257 milljónum króna. Samfylkingin hefur fengið mest Samfylkingin hefur verið rekin með alls 2,4 milljóna tapi á tímabilinu og munar þar mestu um 55 milljóna króna taprekstri árið 2013. Skuldir flokksins, sem námu 121 milljón króna í árslok 2014, hafa þó hækkað um 10 prósent síðastliðin fimm ár. Flokkurinn hefur þar að auki fengið hæstu ríkisframlög allra flokkanna á tímabilinu eða 475 milljónir rúmar. Mestur hagnaður hjá VG Vinstri grænum hefur tekist að skila ríflega 43 milljóna króna hagnaði á síðustu fimm árum auk þess sem tekist hefur að greiða verulega niður skuldir flokksins eða um rúmar 87 milljónir króna. Vinstri græn hafa þó glímt við að eigið fé flokksins er neikvætt, meirihluta þeirra ára sem skoðuð eru. Fá peninga hvað sem öllu líður Einhverjir gætu kannski haldið, í ljósi þess að ríkissjóður veitir hundruðum milljóna á ári til stjórnmálaflokka, að slík framlög væri kannski háð einhverjum skilyrðum um rekstur og fjárhagsstöðu þeirra, en svo er ekki. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, bendir á að um sé að ræða frjáls félagasamtök sem lúti bara innri reglum og samþykktum. Ríkið ber ekki ábyrgð á starfsemi þeirra eða skuldbindingum. Ríkið er hins vegar skuldbundið, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra frá árinu 2006, að ákveða þeim árlega framlög. Með lögunum varð sú breyting að takmarka styrkveitingar til flokka frá lögaðilum og einstaklingum en taka þá inn í fjárlög hvers árs í staðinn. „En þar er engin skilyrði að finna svo ég viti um hvernig þeir eigi að ráðstafa framlögunum, nema bara til starfsemi sinnar. Eftirlitið lýtur fyrst og fremst að því hverjir styrkja þá, ekki hvað þeir gera við peningana,“ segir Lárus. Þurfa bara að skila ársreikningi Eina kvöðin sem í raun hvílir á stjórnmálasamtökum er að skila árlega til Ríkisendurskoðunar ársreikningi flokkanna. En uppfylli þeir skilyrði um að hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fá þeir úthlutað árlega fé úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun á fjárlögum hverju sinni. Þeirri fjárhæð er úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Þessar upphæðir renna því til flokkanna árlega, jafnvel þó að í einhverjum tilfellum mætti líta svo á að verið væri að kasta þeim í hálfgert rekstrarsvarthol. n Ríkisframlög flokkanna 2010–2014: 1.573.697.816 kr. Skuldir flokkanna fjögurra alls í árslok 2014: 803.606.798 kr. Hæstu framlög frá ríki 2010–2014: Samfylkingin: 475.798.178 kr. Hæstu framlög frá lögaðilum 2010–2014: Sjálfstæðisflokkurinn: 110.805.281 kr. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Framlög frá ríki og lögaðilum Framlög Ríki Lögaðilar 2014 46.654.891 8.443.590 2013 99.924.882 5.493.500 2012 104.067.146 2.225.000 2011 107.276.149 2.350.500 2010 117.875.110 6.014.000 Alls 475.798.178 24.526.590 Hagnaður/Tap Ár Hagnaður/Tap 2014 2.634.833 2013 -55.273.040 2012 41.235.251 2011 15.786.001 2010 -6.848.475 Samtals tap 2.465.430 kr. Skuldir Ár Skuldir 2014 121.374.622 2013 128.323.923 2012 90.989.242 2011 105.636.898 2010 110.076.844 Hækkun skulda 2010–2015 11.297.778 kr. Prósentuhækkun 10% Eigið fé Ár Eigið fé 2014 44.720.595 2013 26.588.644 2012 81.861.684 2011 38.822.035 2010 23.036.034 Samfylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.