Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 45
Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Fólk Viðtal 37 Mér finnst ég alltaf vera strákur á öllu sem ég segi. Sóley spurði um daginn: Hvernig ætlið þið að halda upp á þrjátíu ára brúðkaups­ afmælið. Ætli við skiljum ekki bara, sagði ég. Þá ranghvolfdi hún í sér augunum og sagði: Æ. Pabbi!“ Eruð þið hjónin lík? „Við erum lík að því leyti að við höfum sömu gildi í heiðri. Sömu hlutirnir skipta okkur máli og við erum samstiga í því og ég held að það skipti öllu máli. Við erum bæði mikið fjölskyldufólk og heimakær, en að öðru leyti erum við að miklu leyti ólík.“ Ætlarðu að haga lífi þínu eins næstu árin, starfa hjá Time Warner og skrifa fyrir hádegi? „Ég hef ekki hugað að neinum breytingum. Geri ég sama hlut­ inn endalaust? Ég veit það ekki. Ég er búinn að vera hjá Time Warner í sextán ár og mér líkar mjög vel. Þarna vinnur mjög góður hópur fólks og starfsemin er skemmtileg.“ Hvernig myndirðu lýsa þeirri starf- semi? „Starfsemi okkar er öll á sviði kvikmynda og sjónvarpsefnis. Menn eru oft að einbeita sér að stóru tölunum, það sé verið að velta svona miklu, og starfsemin sé á svo og svo mörgum sviðum og að þarna séu tugir þúsunda starfsmanna. En ég minni fólk oft á að starfsemin gengur út á það að segja sögur. Grunnur þessarar starfsemi er að einhver sest niður og skrifar sögu sem síðan verður að bíómynd eða sjónvarpsþætti. Svo erum við með fréttastöðvar eins og CNN, en þar er líka verið að segja sögur, þótt þær séu ekki skrifaðar fyrirfram á blað. Þetta er starfsemi sem ég hef áhuga á. Ég og mitt helsta samstarfsfólk erum búin að vinna lengi saman og þekkjumst vel. Þarna eru menn ekki að naga hælana hver af öðrum eða í sandkassaleik. Þetta er þroskað fólk sem veit hvað það er að gera. Ég kann vel við mig þarna en hvort ég verði þarna endalaust er hins vegar önnur spurning. Hvað varðar ritstörfin þá eru þau hluti af mér og þeim mun ég auðvitað sinna meðan ég hef getu til.“ Eiginleikar leiðtogans Nafn Ólafs Jóhanns hefur verið nefnt í sambandi við forsetakjör á næsta ári. Hann vill lítið gera úr því. „Það hefur verið minnst á þetta við mig, en það hafa ekki verið nein­ ar kröfugöngur eða fjöldafundir,“ segir hann og hlær. „Það er nú yfir­ leitt þannig með það sem mað­ ur vill helst ekki taka afstöðu til að maður hugsar sem minnst um það þar til maður þarf þess. Ég hef voða lítið hugleitt þetta og veit ekki hvort það myndi nokkuð ganga upp ef til þess kæmi.“ En hvernig finnst aðstoðarfor­ stjóra Time Warner að góður leið­ togi eigi að vera og hvernig stjórn­ unarstíl hefur hann sjálfur tamið sér. „Það eru til margar kenningar um leiðtogahlutverkið og oft er fólk sem er talið sérfrótt um það hvern­ ig leiðtogar eiga að haga sér fengið inn í fyrirtæki til að messa yfir fólki. Ég hef litla trú á flestum formúlum í þessu sambandi,“ segir hann. „Ég trúi því ekki að leiðtogi sé sá sem lætur hæst eða predikar yfir fólki og er með bægslagang. Í mín­ um huga er leiðtogi sá sem fólk treystir. Það er algjörlega nauðsyn­ legt að sá sem ber ábyrgð njóti trausts og að ef hann segist ætla að gera eitthvað þá gerist það og ef hann sé spurður að einhverju þá sé svarið sannleikanum samkvæmt. Fólk verður að geta treyst dóm­ greind viðkomandi manneskju og vitað að henni gangi gott eitt til „Mig óraði aldrei fyrir því þegar ég var strákur í Suðurgötu að ég myndi enda í New York í því starfi sem ég er núna. En það er nú samt þannig að í mínu starfi hef ég aldrei þurft að haga mér öðruvísi en ég hefði hag- að mér í Suðurgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.