Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Linsur fyrir öll tækifæri 2500 kr. Slösuðum ferðamönn- um fjölgað um 172% n Fjöldi banaslysa á Suðurlandi á við 106 banaslys á höfuðborgarsvæðinu E llefu banaslys hafa átt sér stað á Suðurlandi einu það sem af er ári. „Það er eins og 106 banaslys hefðu átt sér stað á höfuðborgar- svæðinu,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Flest slysin eiga sér stað í umferðinni, eða sjö talsins, og gefa vísbendingu um þá gríðar- legu fjölgun ferðamanna sem lög- regluyfirvöld hafa þurft að bregð- ast við. Annar mælikvarði er fjölg- un slasaðra í umferðinni. Fyrstu níu mánuði ársins 2014 höfðu 43 erlendir ferðamenn slasast í umferðar slysum á Suðurlandi. Í ár er staðan sú að 117 erlendir ferða- menn hafa slasast í umferðinni sem er aukning um 172%. 2.260 stöðvaðir Þriðji mælikvarðinn er fjöldi um- ferðarlagabrota en það sem af er ári hafa 2.260 manns verið stöðvaðir fyrir umferðarlagabrot, flest brotin eru vegna hraðaksturs. Á sama tíma í fyrra höfðu 783 manns verið teknir fyrir hraðakstur í umdæminu. Þar af eru íslenskir ríkisborgarar 1.037 tals- ins en erlendir ríkisborgarar 1.223. Að meðaltali eru Íslendingarnir að greiða 37.000 krónur en erlendir ríkis borgarar 48.000 krónur. Það gef- ur vísbendingar um að erlendu ferða- mennirnir aki mun hraðar að jafnaði en þeir íslensku. Ferðamannastraumurinn „Eins og þessar tölur gefa til kynna verðum við svo sannarlega varir við þennan aukna ferðamannastraum,“ segir Oddur. Aðspurður hvort erlend- ir ferðamenn fari nægilega gætilega við íslenskir aðstæður segir hann: „Ferðamenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Við erum hættir að horfa á sumarmánuðina sem ferða- mannatímabilið. Núna erum við að fá fólk frá Asíulöndunum sem tekur sín sumarfrí í janúar, febrúar og mars. Oftar en ekki er þetta fólk óvant að keyra við aðstæður sem geta myndast hérlendis.“ Gleyma beltinu Hann nefnir sem dæmi slysið sem átti sér stað austur í Eldhrauni en þar fór bifreið á frekar vægum hraða langt út fyrir veg með þeim afleiðingum að hún valt og farþegi, sem var ekki í bílbelti, kastaðist út um gluggann og lést. „Ef ökumað- urinn í því tilviki hefði verið vanur eða ef bílbelti hefðu verið spennt þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir það slys,“ segir Oddur og bætir við: „Margar þjóðir nota hreinlega ekki bílbelti og ferðamenn frá þeim löndum eru undrandi þegar við stöðvum þá og bendum á lög hér- lendis, enda virðast margir sem leigja bílaleigubíla hér á landi ekki kynna sér vel leiðbeiningar um akstur hérlendis,“ segir Oddur. Sé miðað við fjölda banaslysa, slysa á fólki og fjölda hraðasekta þá er auðséð að gríðarlegt álag er á lögreglumönnunum umdæmisins. „Þörfin var metin 34 til 36 lögreglu- menn í Árnessýslu einni og það var áður en fjöldi ferðamanna jókst svona gríðarlega. Eins og staðan er núna þá eru 36 lögreglumenn á Suðurlandi öllu og því er óhætt að segja að mikið álag er á okkar fólki,“ segir Oddur. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Slys í heimahúsi Höfn (Íslendingur, ekki vitað um aldur eða kyn) Umferðarslys Jökulsárlón (Kanada, kona, 59 ára) Frítímaslys Svínafellsjökull, fall (Ísrael, karl, 63 ára) Umferðarslys Suðurlandsvegur, bílvelta (Hong Kong, karlmaður, aldur ókunnur) Umferðarslys Einholt Biskups- tungum (Íslendingur, stúlka, 3 ára) Frítímaslys Þingvallavatn, drukknun (Íslending- ur, karl, 71 árs) Umferðarslys Biskupstungnabraut móts v/Sogið (Rúm- enía, karl, 23 ára) Frítímaslys Hveragerði (Íslendingur,ekki vitað um aldur eða kyn) Umferðarslys Biskupstungnabraut, árekstur (Íslendingur, karl, 63 ára) Umferðarslys Slys á hringveginum við Klifanda (Ítalía, kona, aldur ókunnur) H agnaður Alcoa Fjarðaáls í fyrra nam 52,5 milljón- um dala eða 6,8 milljörð- um króna. Fjarðaál, sem rek- ur álverið á Reyðarfirði og er í eigu bandaríska álrisans Alcoa, var rek- ið með jákvæðri afkomu upp á 10,7 milljónir dala árið 2013 og fimmfald- aðist hagnaðurinn því milli ára. Samkvæmt ársreikningi Fjarðaáls fyrir árið 2014, sem fyrirtækið skilaði inn til ársreikningaskrár ríkisskatt- stjóra í síðustu viku, nam velta fyr- irtækisins 746 milljónum dala í fyrra sem er svipuð niðurstaða og árið á undan. Rekstrarkostnaður dróst aft- ur á móti saman um 37 milljónir dala. Fyrirtækið greiddi engan tekju- skatt á síðasta ári en eins og fjallað hefur verið um er ein ástæða þess að vaxtagreiðslur vegna lána móðurfé- lags þess í Lúxemborg eru frádráttar- bærar frá tekjuskatti álversins. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki farin að greiða tekjuskatt er vegna uppsafnaðs taps, hárra af- skrifta og fjármagnskostnaðar," seg- ir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Fjarðaáls. Íslensku álverin þrjú hafa nú öll kynnt uppgjör sín fyrir síðasta ár. Norðurál á Grundartanga hagnaðist um 82,7 milljónir dala eða 10,7 millj- arða króna. Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík, skil- aði hagnaði upp á 1,9 milljónir dala eða um 250 milljónir króna. Álverið í Hafnarfirði var árin tvö á undan rek- ið með alls 47 milljóna dala tapi. n haraldur@dv.is Hagnaður Fjarðaáls fimmfaldaðist Álverið í Reyðarfirði rekið með 6,8 milljarða hagnaði í fyrra Álverið á Reyðarfirði Alcoa Fjarðaál er flaggskip Alcoa Inc. og framleiðir um 350 þúsund tonn af áli á ári. Mynd SiGtRyGGuR ARi Leysum vandamálið með göngum Undanfarna daga hefur verið ófært til Landeyjahafnar og því hefur Herjólfur neyðst að sigla til Þorlákshafnar. Þann 15. október síðastliðinn var haldinn fundur með hönnuðum nýrrar ferju. Í aðsendum pistli á Eyjafréttir. is segir Georg Arnarson, íbúi í Vestmannaeyjum, að niðurstaða fundarins hafi verið sú að ekkert eigi að gera fyrir höfnina. Hann hefur efasemdir um um að ný ferja verði einhver samgöngubót og spyr í lok pistilsins: „Af hverju eruð þið að henda öllum þessum peningum í að moka sand allan ársins hring, væri ekki nær að nota þá til þess að leysa vanda- málið varanlega með göngum?“ Einkaréttur á #12stig Í nýliðinni viku fékk Vodafone kassamerkið #12stig sem skrásett vörumerki. Myllumerkið hefur verið mikið notað af Íslendingum á samfélagsmiðlum í tengslum við Eurovision. Ákvörðunin vakti talsverða úlfúð meðal aðdáenda og í gær dró fyrirtækið ákvörðun- ina til baka. Í yfirlýsingu Voda- fone á Twitter sagði fyrirtækið: „Okkur finnst þetta leiðinlegt og biðjumst afsökunar. Við heyrum í ykkur og ætlum að afsala okkur réttinum á #12 stig.“ Í kjölfarið spyr fyrirtækið hvort það eigi að láta réttinn falla niður eða gefa hann aðdáendaklúbbi Eurovision á Íslandi. Að endingu segir: „En allavega. Sorrý öllsömul. Lifi Twitter, Eurovision og #12stig!“ Umferðarslys Meðallandsveg- ur (Íslendingur, drengur, 3 ára)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.