Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 UPPÞVOTTAVÉLAR RYKSUGUR ELDAVÉLAR KÆLISKÁPAR HÁÞRÝSTIDÆLUR KOMDU OG SKOÐAÐU ASKONILFISK HELLUBORÐ OFNAR HÁFAR FRYSTISKÁPAR AUKAHLUTIR VIFTUR VERSLUNIN FLYTUR 20-60% afsláttur LAGERSALA Ekki hagstæðari skuldastaða gagnvart útlöndum í áratugi n Stöðugleikaframlag gömlu bankanna um 500 milljarðar n Forðinn stækkar um 40 milljarða E kkert verður gengið á gjald­ eyrisforða Seðlabanka Íslands samhliða því að slitabú föllnu bankanna fá undanþágu frá fjármagnshöftum með því að uppfylla stöðugleikaskilyrði stjórn­ valda heldur mun forðinn þvert á móti stækka um 40 milljarða. Tryggt er að skuldaskil Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans (LBI) með nauðasamningum hafi ekki nein bein áhrif á gengi krónunnar. Þetta kom fram í máli Benedikts Gíslasonar og Sigurðar Hannessonar, sem eru í framkvæmdastjórn stjórn­ valda um losun hafta, þegar þeir kynntu í gær þær ráðstafanir sem slita­ búin hafa samþykkt að undirgangast og áhrif þeirra á íslenska þjóðarbúið og greiðslujöfnuð. Þannig munu slita­ búin greiða samtals nærri 500 millj­ arða til stjórnvalda í formi stöðug­ leikaframlags, skattgreiðslna auk endurheimtna Eignasafns Seðlabank­ ans í gjaldeyri frá slitabúunum þremur. Fá lengri tímafrest Heildarráðstafanir vegna stöðug­ leikaskilyrða gömlu bankanna – stöðug leikaframlagið, langtímafjár­ festing og endurfjármögnun – nema samtals 856 milljörðum króna. Það er ríflega 40 milljörðum krónum meira en innlendar eignir slitabúanna sem hefðu að óbreyttu getað ógnað stöð­ ug_leika ef þær hefðu verið fluttar úr landi. Áhrifin af aðgerðunum eru því jákvæð á gjaldeyrisforða Seðlabank­ ans. Þá kemur fram í greinargerð Seðlabankans vegna uppgjöra föllnu bankanna að áhrifin af öllum þess­ um aðgerðum verði til þess að hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins fari niður fyrir 10% í lok næsta árs. „Jafn hagstæð skuldastaða gagnvart út­ löndum hefur ekki þekkst í áratugi,“ segir í greinargerðinni. Þá kom fram í máli Bjarna Bene­ diktssonar, fjármála­ og efnahags­ ráðherra, að sökum þess að áhyggj­ ur eru uppi um tímaþröng dómstóla til að geta staðfest nauðasamninga fyrir árslok þá hafi verið ákveðið að bregðast við þeirri stöðu með því að veita þeim rýmri frest. Slitabúin þurfi þannig núna að leggja fram kröfu til héraðsdómara um staðfestingu nauðasamnings fyrir áramót. Fáist þeir samþykktir fyrir 15. mars kom­ ast þau hjá því að greiða 39% stöðug­ leikaskatt. Ósambærilegar leiðir Í greinargerð Seðlabankans og kynn­ ingu Sigurðar og Benedikts var lögð á það áhersla að þær fjárhæðir sem munu fara til stjórnvalda með annað­ hvort stöðugleikaframlagi eða stöð­ ugleikaskatti væru ósambærilegar. Ef farin yrði leið stöðugleikaskatts þá þyrftu búin að greiða 770 milljarða í heild en 620 milljarða að teknu til­ liti til frádráttarliða. „Leið nauða­ samninga á grundvelli stöðug­ leikaskilyrða er mun áhættuminni en skattaleiðin, þar sem girt er fyrir áhættu með margvíslegum ráðstöf­ unum og áhætta vegna dómsmála verður mun minni. Fjárhæð álagn­ ingar stöðugleikaskatts endurspeglar að hluta þessa áhættu. Hætt er við að lánshæfismat myndi batna hægar verði skattaleiðin farin þrátt fyrir hina hagstæðu niðurstöðu sem nú ligg­ ur fyrir. Þjóðarbúið yrði þá af ávinn­ ingi. Þá myndi losun hafta á innlenda aðila seinka. Það er því mat Seðla­ bankans að bæði fjármálastöðug­ leika og greiðslujafnaðarstöðug­ leika sé betur borgið ef kröfuhafar ganga til nauðasamninga sem upp­ fylla stöðugleikaskilyrði á grundvelli fyrirliggjandi frumvarpa en ef kæmi til skattlagningar,“ segir í greinargerð Seðlabankans. Sigurður benti á í því samhengi að jákvæðra áhrifa af áætlun stjórnvalda um losun hafta, sem var upphaflega kynnt í júní síðastliðnum, væri þegar farið að gæta og stuðlað að aukinni erlendri fjárfestingu á Íslandi. Þannig hafi öll stóru matsfyrirtækin hækkað lánshæfiseinkunn ríkisins, ný erlend fjárfesting aukist og ávöxtunarkrafa skuldabréfa lækkað verulega og gjald­ eyrisforði Seðlabankans styrkst um 150 milljarða frá því í júní. Það jafnast á við hrein gjaldeyriskaup Seðlabank­ ans yfir allt tímabilið 2010 til 2014. Vanmetnar eignir Þá vakti Sigurður athygli á því að það væri erfitt að nefna eina tölu þegar reynt væri að leggja mat á hvert stöðug leikaframlag slitabúanna væri í krónum talið. Þannig framselja slitabúin meðal annars kröfur sem þau eiga á hendur innlendum að­ ilum sem eru bókfærðar á 68 millj­ arða en nafnverð þeirra er hins vegar 292 milljarðar. Mikil óvissa er um raunverulegt verðmæti þessara krafna, eins og DV hefur áður út­ skýrt, en með framsali þeirra sem hluta af stöðugleikaframlagi er fram­ tíðaráhætta vegna neikvæðra áhrifa á greiðslujöfnuð lágmörkuð. Reyn­ ist virði þessara eigna meira en talið var þá skilar það sér í hærra stöðug­ leikaframlagi til stjórnvalda vegna þess að krónuvandi slitabúanna var meiri en talið var. Samkvæmt heim­ ildum DV er dæmi um slíkar eign­ ir slitabúanna hlutafé og kröfur á innlend fyrirtæki á borð við Lyfju og Klakka sem eru bókfærðar á verulega lágu verði í reikningum þeirra. n Stærstur hluti stöðugleikaframlags Glitnis til stjórnvalda – metið á 229 milljarða en 336 milljarða með öðrum ráðstöfunum – er framsal 95% eignarhlutar í Íslandsbanka til stjórnvalda en eigið fé bankans nemur um 185 milljörðum króna. Áður hafði hins verið ráðgert fyrirkomulag þar sem kröfuhafar Glitnis gátu selt bankann til erlendra fjárfesta og fengið 40% af sölu- andvirðinu til sín. Þessum möguleika var að lokum hafnað af stjórnvöldum. Í greinargerð Seðlabankans kemur fram að komið hafi í ljós að Íslandsbanki gat ekki greitt út 38 milljarða reiðufé í krónum til stjórnvalda sem átti að vera hluti af stöðugleikaframlagi Glitnis þar sem það hefði orðið til þess að brjóta lausafjárreglur Seðlabankans. Því var hætt við þá greiðslu og eins verður ekkert af því að bankinn greiði 16 milljarða í erlendum gjaldeyri til kröfuhafa Glitnis. Hinar nýju tillögur Glitnis, sem voru opinberaðar í síðustu viku, fela það í sér að með því að afhenda hlut sinn í Íslands- banka getur slitabúið í staðinn skipt meira af lausum krónueignum í erlendan gjald- eyri en áður var gert ráð fyrir. Þýðir þetta 49 milljarða meira útflæði úr greiðslujöfn- uði en hins vegar batnar skuldastaðan vegna þessa á komandi árum. Þetta breytta fyrirkomulag mun jafnframt leiða til hærra stöðugleikaframlags til stjórnvalda. Fram kemur í greinargerð Seðlabankans að það verði 13 milljörðum hærra ef bankinn yrði seldur á bókfærðu virði en um 27 milljarðar ef Íslandsbanki hefði verið seldur til erlendra á 20% undir bókfærðu virði. Hörður Ægisson hordur@dv.is Haftaáætlunin kynnt Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra. Bjarni hefur veitt samþykki sitt fyrir því að slitabúin fái undanþágu frá höftum. Mynd Sigtryggur Ari Íslandsbanki hefði brotið lausafjárreglur ráðstafanir slitabúanna vegna stöðugleikaskilyrða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.