Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 S aga Gríms Th. Vilhelms- sonar er lyginni líkust. Síð- an hann kom til landsins frá Svíþjóð í byrjun árs 2014 hefur hann rekið nokkra veitingastaði á Suðurnesjum, til dæmis Grillbarinn í Reykjanesbæ og Tvo vita við Garðskagavita. Á tæpum tveimur árum hefur hann skilið eftir sig sviðna jörð í veitingageiranum en fjölmargir eiga um sárt að binda eftir að hafa ekki fengið greidd laun sem skyldi. Fórnarlömb hans hafa meðal annars stofnað sérstakan Facebook- hóp til höfuðs Grími og verkalýðsfé- lag á svæðinu hefur gripið til þess ör- þrifaráðs að fara fram á persónuleg gjaldþrotaskipti hans. Í samtali við DV gengst Grímur við því að skulda nokkrum einstaklingum laun: „Það er einn maður á bak við þetta, ekki hópur,“ segir Grímur. Grímur skuldar Sveitarfélaginu Garði húsaleigu vegna rekstrar Tveggja vita. Að sögn Gríms er um að ræða skuld á þriggja mánaða leigu. „Ég kaupi reksturinn á fimm millj- ónir og þeir samþykkja það, vitandi að þeir ætluðu að taka staðinn yfir. Þeir segja síðan upp húsaleigusamn- ingnum með sex mánaða fyrirvara og þá ákveð ég að hætta að greiða húsaleiguna,“ segir Grímur og er greinilega ósáttur við bæjar félagið. Grímur hefur gert leigusamning um hús- næði við Hafnargötu 17 í Reykjanesbæ þar sem hann hefur ráðgert í allnokkra mánuði að opna veitingastað. Eigandi húsnæðis- ins, Jens Jia, stað- festi í samtali við DV að hann sé að reyna að rifta leigusamningnum og því er óljóst hver næstu skref verða hjá Grími. Jamie Oliver og falsaðar viðurkenningar Fyrir utan vangoldin laun, húsaleigu og yfirvofandi gjaldþrot þá hefur ýmislegt einkennilegt átt sér stað í rekstri Gríms. Þannig vakti það athygli fjölmiðla í lok mars 2014 að Jamie Oliver væri á leið til landsins til að dæma á grillhátíð í Garðinum. „BBQ-dagurinn mikli í Garði“ átti að fara fram dagana 6. til 8. júní sama ár en síðar fékkst það staðfestað stjörnukokkurinn var ekki á leiðinni til landsins. Hátíðin var aldrei haldin. Einnig vakti það almenna undrun þegar tilkynnt var um á Facebook-síðu Tveggja vita að veitingastaðurinn hefði hlotið viður- kenningu IHRA (International Hotel & Restaurant Association) fyrir frá- bæran mat, þjónustu og staðsetn- ingu. Með fréttinni fylgdi mynd af fimm stjörnu viðurkenningarskjal- inu en viðvörunarbjöllur fóru í gang þegar nokkrar meinlegar stafsetn- ingarvillur í textanum komu í ljós. Síðar fékk veitingageirinn.is stað- festingu þess efnis frá IHRA að sam- tökin hefðu ekki veitt neina viður- kenningu árið 2014. „Stærsta gervityppi veraldar“ Grímur lenti í alvar- legu slysi þar sem hann missti annan handlegg og báða fætur. Tvennum sögum fer hins vegar af því hvenær og hvernig slysið átti sér stað. Í frétt DV frá 23. mars 1999 birtist Sviðin jörð svikula veitingamannsins n Svikið tugi manna um laun n Kveikt í húsi hans í Svíþjóð og hann barinn með hafnaboltakylfu n Tvívegis tekið við viðurkenningu úr hendi forseta Íslands Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Verkslýðsfélag fer fram á gjald- þrotaskipti „Ég get staðfest að við erum búin að vera að sækja á Grím vegna vangoldinna launa. Það er dómur genginn gegn honum vegna starfsmanna sem unnu á Tveimur vitum. Við höfum farið fram á gjaldþrotabeiðni gegn honum því aðförin gegn honum var gagnslaus. Fé- lagið er búið að leggja út fyrir kostnaði við gjaldþrotaskiptin. Hann hirðir ekki um að svara einu né neinu og er ekki til viðtals um nokkurn skapaðan hlut þannig að þetta er allt gert að honum fjarstöddum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.