Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Side 69

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Side 69
Menning 61Helgarblað 29. október–2. nóvember 2015 Hitabangsarnir Yoohoo félagar komnir aftur Aðeins 2 mín í örbylgjuofni og þeir verða mjúkir, hlýjir og dásamlegt að kúra með þeim. Þeir eru fylltir með hirsi og smá ilm af Lavander. Allir þurfa Yoohoo í líf sitt H ar ðp ar ke tÞýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Bíómyndir sem líkja eftir listaverkum n Sjónræn ljóðlist og blekkingar 13 Melancholia (2011) og Ófelía (1852) Danski óláta­ belgurinn Lars von Trier hleður kvikmyndir sínar oftar en ekki tilvísunum í gjörvalla menningar­ sögu Vesturlanda. Í upphafsatriði heimsendadramans Melancholia birtist brúðurin, leikin af Kirsten Dunst, í hlutverki hinnar dönsku hefðarkonu Ófelíu (úr leikritinu um Hamlet) eins og hún er máluð af Bretanum John Everett Millais. Mál­ verkið sjálft birtist síðar í myndinni. 14 Django Unchained (2012) og The Blue Boy (1977) Quentin Tarantino sótti innblástur í málverk Bretans Thomas Gains­ borough þegar hann lét leysingjann Django klæðast bláum glans­ klæðnaði. Blái drengurinn hefur reyndar áður verið í aðalhlutverki í kvikmyndum en F.W. Murnau gerði heila mynd um verkið – en hún er glötuð. Það er kannski tilviljun en Murnau þessi bjó einmitt til kvik­ myndatækni sem hann kallaði laus­ hangandi upptöku – sem útleggst á ensku „unchained.“ 15 Under the Skin (2013) og Ferðalangur ofar skýjum (1818) Ein mest ógnvekjandi mynd síðari ára er sálrænn hryllingur Jonathans Glazer, Under the skin. Hryllingur kvikmyndarinnar er sjónrænn og súrrealískur. Leikstjór­ inn notar tilvísanir í listasöguna og vitnar meðal annars beint í eitt þekktasta verk þýska rómantíska málarans Caspers Davids Friedrich af ferðalangi sem stendur á fjalli og horfir yfir skýin. Dagur Kári verðlaunaður Annar Íslendingurinn til að vinna kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs D agur Kári Pétursson hlaut kvikmyndaverðlaun Norður­ landaráðs fyrir kvikmynd sína, Fúsi. Þetta er í annað skipti í röð sem Íslendingur hlýtur verðlaunin en Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun­ in í fyrra, fyrstur Íslendinga, fyrir kvikmyndina Hross í oss. Dagur Kári veitti verðlaununum viðtöku þegar þau voru veitt í Hörpu á þriðjudagskvöld. Hann sagði verð­ launaféð, rúmar 6,5 milljónir, koma sér vel enda skuldaði hann skattin­ um pening. Þá talaði hann hlýlega til Gunnars Jónssonar, aðalleikara myndarinnar. Barnabókaverðlaun ráðsins hlaut Svíinn Jakob Wegelius fyrir bókina Mördarens apa, en í bókinni slæst lesandinn í för með górillunni Sallý Jones um sóðalegt hafnarhverfi Lissabon­borgar. Norðmaðurinn Jan Fosse hlaut bókmenntaverðlaun­ in fyrir verk sitt Trilogien: Andvake. Olavs draumar. Kveldsvævd. Verkið er sagt „tímalaus ástarsaga; prósi sem hefur greinilega ljóðræna eiginleika og jafnframt meðvitaða og gáska­ fulla afstöðu til mannkynssögunnar.“ Tónlistarverðlaunin hlaut sænska tónskáldið, selló­ og bassaleikarinn Svante Henryson en færeyska orku­ fyrirtækið SEV hlaut náttúru­ og um­ hverfsiverðlaun ráðsins. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.