Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.2015, Blaðsíða 32
Helgarblað 29. október–2. nóvember 201532 Umræða KANTMENN n Hafnarkantur, módernismi og klassík í húsagerð og ný bók Trausta Valssonar Þ að er dálítið fróðlegt að fylgjast með þessu reip- togi um hafnarkantinn við hliðina á Bæjarins bestu. Nú veit maður ekki hversu merkilegt þetta er – sumir segja að það séu svona hafnarkantar úti um allt og að þeir hafi verið færð- ir, rifnir og endurbyggðir eftir því sem þurft hefur á þessum hund- rað árum sem liðin eru frá því menn réðust í það stórvirki að búa til Reykjavíkurhöfn, sem sannar- lega má kalla hjarta borgarinnar. Nýjustu fréttir eru reyndar þær, og hafðar eftir elstu starfsmönnum hafnarinnar, að þetta grjóthlað hafi ekkert með hana að gera, heldur hafi þar verið pjakkað undir akveg til bráðabirgða. En í það minnsta, og allavega í fljótu bragði, virðist manni þetta vera stærra mál en svo að þannig lagað geti oltið á forms- atriði, eins og hvort einhver til- kynning var send einum degi fyrr eða seinna. „Hér heilsast skipin“ Um Reykjavíkurhöfn, gerð hennar og sögu, má reyndar lesa í stórfróð- legu tveggja binda verki sem það góða, en að því er mér skilst sáluga, bókaforlag Uppheimar gaf út árið 2013. Ritið heitir „Hér heilsast skip- in – saga Faxaflóahafna“ og er eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Bækurnar eru stórfróðlegar eins og við er að búast frá hendi Guðjóns, en allt of fáir vita af þessu merkilega verki; það er fyllsta ástæða fyrir sem flesta að ná sér í umræddar bækur; bara að fletta og skoða allar ljós- myndirnar í fyrsta umgangi er ávís- un á góða kvöldskemmtun. Að hinu leytinu þá hefur maður líka nokkurn vara á sér vegna skyndifriðunar „setts forsætisráð- herra“ vegna þess að maður óttast í aðra röndina að hér sé á ferðinni tilraun úr þeirri átt til að taka skipulagsvald af kjörnum fulltrúum borgarinnar – íbúum Reykjavíkur, en hótanir og tilraunir í þá veru hafa verið of áberandi síðustu tvö, þrjú árin eða svo. Í því sambandi má nefna tillögu Framsóknarþing- manna um að svipta borgarstjórn skipulagsvaldi yfir Vatnsmýrar- svæðinu, og hugmyndir úr sömu átt um að taka miðbæjarskipulag Reykjavíkur undir Alþingi, og að auki gagnrýni núverandi forsætis- ráðherra á hugmyndir um ýmis- konar uppbyggingu í borginni. Þótt forsætisráðherrann sé utanbæjar- maður hefur hann vissulega sinn fullkomna rétt til að viðra skoðanir sínar á þeim málum sem öðrum, en menn verða samt að muna að þær skoðanir hefur hann bara sem hver annar borgari í landinu, og hann eins og aðrir verður að vita hvar mörk hans valda liggja; fátt er verra en ráðamaður sem fer að skipta sér af þeim málum borgaranna sem hann hefur ekkert með að gera. Klassík eða módernismi Reyndar er sú umræða sem for- sætisráðherrann hefur tekið þátt í á undanförnum árum um skipulag og húsbyggingar stórmerkileg. Hann aðhyllist svonefnda klassíska byggð, á kostnað módernismans eða funkisstílsins sem hefur verið ríkjandi í húsagerð á Vesturlöndum síðustu tæpa öld eða svo – ég drap nokkuð á þetta í pistli sem ég birti hér á sama stað fyrir nokkrum vik- um (hann hét „Nýbygging gamalla húsa – og rabb við doktorsnema frá Oxford“ og ætti að vera að finna á eyjan.is). Þá gat ég nokkuð um pæl- ingar sem ég hafði sett mig sæmi- lega vel inn í og snerta þýskar borgir eins og Berlín og Dresden, en þar hefur af ástæðum sem öll- um eru kunnar þurft að huga mjög að endur- eða uppbyggingu á liðn- um áratugum. Og nú á dögunum datt í hendurnar á mér glæný ís- lensk bók þar sem mjög er fjallað um þessi sömu mál, og á grundvelli náms og þekkingar, en hún heitir: „ Mótun framtíðar“ og er í aðra röndina sjálfsævisaga Trausta Vals- sonar skipulagsfræðings. Bók Trausta Trausti er meðal annars þekktur fyrir róttækar og skemmtilegar hugmyndir um skipulagsmál, og má þar nefna útfærslu hans á flug- velli á Lönguskerjum í Skerja- firði, sem myndi leysa Reykjavík úr skipulagslegri úlfakreppu. Ég sé við lestur bókarinnar að honum er mjög í nöp við módernisma í húsa- gerð – er þá að tala um steinsteypu- kassana – en aðhyllist klassískan stíl. Og segja má að hann skilgreini muninn á þessu út frá íslenskum aðstæðum þegar hann segir: „Í arkitektúr birtist módernisminn í kassabyggingum á borð við Hafn- ar- og Landsímahúsin, sem kulda- hroll leggur frá. Sem betur fer eru til í miðbænum nokkur steinsteypt hús í klassískum stíl: Reykjavíkur- apótek, Pósthúsið, Hótel Borg, Landsbankinn og Eimskipafélags- húsið.“ (TV, bls. 17) Og hann bæt- ir við á sömu síðu: „Sem krakka fundust mér skrautlegar byggingar fallegastar. Má þar nefna Heilsu- verndarstöð Einars Sveinssonar með turnum og allavega glugg- um. Turnar setja líka mikinn svip á Sjómannaskóla Sigurðar Guð- mundssonar. Út í þessar byggingar andskotuðust módernistarnir og töldu allt skraut og íburð borgara- lega úrkynjun.“ Eða rjómatertustíllinn? Við þessi ummæli um „borgara- lega úrkynjun“ má reyndar gera þá athugasemd að módernisminn svo- nefndi, hinn kassalaga funkisstíll, er kannski framar öðru borgara- leg stíltegund. Kommúnistarnir í Sovétríkjunum aðhylltust miklu meiri turna og prjál, eins og sjá má á húsunum í Moskvu sem almennt eru kölluð „Stalín-systurnar“ – eitt þeirra er Moskvuháskóli frá sjötta áratug liðinnar aldar. Halldór Lax- ness átti eftir að hæðast mikið að þessu; tala um „rjómatertustíl“. Og þar sem Trausti er „ein Berliner“ mætti vísa til breiðgötunnar Karl Marx-allé í Berlín, sem reyndar er oftast kölluð sínu upphaflega heiti: „Stalin-allé“. Frumherjar Bauhaus-skólans Trausti nefnir ýmis dæmi til stuðn- ings fjandskap sínum í garð „hinn- ar dauðu handar módernism- Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „En allt er þetta eitthvað sem er nauðsynlegt að ræða; það er nokkuð ljóst að hér á landi verður mikið byggt á komandi árum og það þarf að vera á hreinu að þau verk verði unnin með hliðsjón af kunnáttu vitrustu manna.Ný bók eftir Trausta Valsson Trausti er meðal annars þekktur fyrir róttækar og skemmtilegar hugmyndir um skipulagsmál. Sigmundur Davíð „Reyndar er sú umræða sem forsætisráðherrann hefur tekið þátt í á undanförnum árum um skipulag og húsbyggingar stórmerkileg.“ MyND SigTryggur Ari Hæstaréttarhúsið á horni ingólfsstrætis og Lindargötu Hefur reynst hin mesta bæjarprýði. MyND DV Hér heilsast skipin „Allt of fáir vita af þessu merkilega verki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.