Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 21
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Þelamörk frá hausti 1941 til ársloka
1943.
Rannsóknaráð ríkisins eignaðist lít-
inn kjarnabor sumarið 1939. Með
hon um var boruð ein grunn hola á
Laugarvatni haustið 1939, sem ekki
hitti á vatn. Hins vegar heppnuðust
holur, sem voru boraðar með bornum
í Fagrahvammi í Hveragerði vorið
1940 fyrir Sigurð Sigurðsson búnaðar-
málastjóra, og í Brautarholti á Skeið-
um vorið 1941 fyrir Skeiðahrepp.
Vart þarf að efa, að Skagfirðingar
hafi fylgst með þessari þróun, enda
heitar laugar og uppsprettur víða að
finna í héraði þeirra. Í bókinni Auður
úr iðrum jarðar, sem rituð er af Sveini
Þórðarsyni og er XII. bindi Safns til
Iðnsögu Íslendinga, er skráð saga hita-
veitna og jarðhitanýtingar á Íslandi.
Þar eru dregnar saman frásagnir af að-
draganda hitaveitu á Sauðárkróki, sem
var fjórða bæjarhitaveitan utan Reykja-
víkur. Í upphafi er vitnað til þing ræðu
Magnúsar Jónssonar prófessors og
alþingismanns Reykvíkinga, frá árinu
1937. Þar vekur Magnús máls á því,
að í norðanverðum Skagafirði sé að
finna volgrur, þar sem hugsanlegt
væri að ná heitu vatni fyrir Sauðárkrók.
Líklegt er, að hann hafi átt við volgr-
urnar í Borgarmýrinni og Áshildar-
holtsvatni. Vera má, að Magnús hafi
sjálfan rekið minni til þessa frá æsku-
dögum sínum í Skagafirði, en faðir
hans var prestur á Mælifelli og Ríp
um alllangt skeið. Á vetrum var Ey-
lendið fjölfarin leið skagfirskum
bænd um til aðdrátta með æki á sleðum
eftir ísaleiðum, og gengu þá sögur af
vara sömun Laugarkíl við norðanvert
Ás hild arholtsvatn og afætur á vatninu
sjálfu.
Að liðnum sex árum frá því Magnús
Jónsson flutti umrædda ræðu á
Alþingi, hófst að nýju umræða, þar
sem heimamenn komu sjálfir við sögu.
Og enda þótt nokkuð séu þar mis-
vísandi frásagnir um atburði, er ljóst,
að á árinu 1943 tóku sig til nokkrir
athugulir og framsýnir einstaklingar
og mældu hitann í Laugarkíl og á
nálægu svæði við norðurenda Ás-
hildarholtsvatns. Eru þar nefndir til
sögu Friðrik Hansen hreppsnefndar-
oddviti, ásamt Ólafi Sigurðssyni á
Hellulandi, Kristni P. Briem kaup-
manni og Kristjáni C. Magnússyni
verslunarmanni. Þegar í upphafi kom
í ljós, að þarna var jarðhita að finna,
þrátt fyrir ófullkomin mælitæki.
Reyndist hiti í botnleðjunni vera allt
að 36 °C. Að tilhlutan Friðriks Han-
21
Mayhewborinn að störfum í Borgarmýr
um sumarið 1965. DC3 vél Flugfélagsins
er nýtekin á loft af gamla flugvellinum sem
var norðan við borsvæðið.
Ljósm.: Ægir Pétursson.