Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
hringsvaktin, sem átti eftir að standa
næstu tuttugu árin. Nú var Jón með á
sínum snærum þrjár veitur og enga
fasta starfsmenn: vatnsveitu, frá-
rennslis veitu og hitaveitu. Næstu vet-
ur voru annasamir og snjóþungir, en
snjórinn hafði áhrif á vatnsból bæjar-
ins. Jón var einn með rekstur veitn-
ann a, en hafði nokkra verkamenn við
skurðgröft og aðra tilfallandi vinnu.
Litlar skurðgröfur eins og nú þekkjast
voru ekki komnar til þess að létta
störf in. Jón fylgdist með þrýstingi á
kerfinu heima hjá sér, og bjalla lét
vita, ef hann var sofandi. Með kalda-
vatnsveitunum fylgdist hann af eðlis-
ávísun, en þær voru mjög háðar veðri.
Strax kom í ljós að asbeströrin í
stofnæðinni þoldu illa þrýsting, sem
þau voru þó gefin upp fyrir að þola og
voru mjög viðkvæm. Rétt áður en
lagning hitaveitunnar hófst, var
rennsli Sauðár breytt. Eftir það rann
hún til suðausturs fyrir vestan nýja
samlagið, en rann áður út Flæðarnar
og í gegnum syðri hluta Sauðárkróks.
Nýi farvegur Sauðárinnar var grunn-
ur, og bólgnaði hún upp yfir veturinn
og flæddi yfir alla mýrina frá þjóð-
vegin um að stofnæð hitaveitunnar.
Var garðurinn, sem leiðslan lá á, um-
flotinn með köflum, og varð mikið
missig á honum, og gekk leiðslan
ýmist í sundur eða brotnaði yfir vet-
urinn. Voru viðgerðir á stofnæðinni
tíðar og oft við erfiðustu aðstæður, í
myrkri og stórhríðum. Stundum var
stofnæðin umflotin, þannig að þegar
brotna pípan var fjarlægð, voru
endarnir á kafi í vatni. Ef viðgerð átti
að ganga vel, var lágmark að hafa fjóra
menn til verksins. Yfirleitt „sprakk“,
eins og það var kallað, að kvöld- eða
næturlagi, og þurfti Jón því að hafa
aðgang að mannskap í útköllin. Lengst
af sinntu þessum viðgerðum með Jóni,
Haraldur Andrésson, Jón Þórarinsson,
Pétur Guðmundsson kenndur við
Vatnshlíð, Valdimar Konráðsson,
Geirald Gíslason og Gunnar Helgason
tengdasonur Jóns, og seinna Sigfús
Björnsson. Auk þess voru Friðrik,
sonur Jóns, Sveinn, bróðir Jóns, og
Ing ólfur, sonur Sveins, með í viðgerð-
unum. Eina ráðið við þessu missigi á
landinu var að stytta pípurnar, en þær
voru 4 m langar. Helmingaði Jón píp-
urnar og fjölgaði samsetningum til að
fá meiri sveigjanleika í stofnæðina,
þegar landið undir tók að hreyfast. Á
verstu köflunum voru því 2 m pípur/
lengjur. Eftir því sem árin liðu,
lagaðist ástand stofnæðarinnar, en svo
var hún endurnýjuð og færð á upp-
mokst ur úr Sauðánni, um leið og
farvegur árinnar var dýpkaður.
Algengt var á veturna að Jón þyrfti
að sinna útkalli á þremur stöðum sam-
tímis: hitaveitunni, kaldavatnsveitu
Sauðár, sem var fyrir bæinn, og Hrak-
síðuár, sem var fyrir Eyrina (frysti- og
sláturhús). Naut Jón þá aðstoðar
Friðriks, Sveins og Ingólfs. Þegar
svon a viðraði, að árnar að vatnsbólun-
um þornuðu vegna snjóa, minnkaði
líka vatnið í Gönguskarðsánni og þar
með rafmagnsframleiðslan fyrir Raf-
veitu Sauðárkróks. Hitaveitan var
tengd dreifikerfi Rafmagnsveitna rík-
is ins, sem vægast sagt var lélegt og
ótryggt á þessum tíma. Þegar raf-
magnslaust var keyrði Jón dísil-raf-
stöð, sem var í dælustöðinni, til að
halda dælunni gangandi. Vegna þessa
þurfti Jón oft að fara í dælustöðina og
ræsa dísilinn til að framleiða rafmagn
32