Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 34

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 34
SKAGFIRÐINGABÓK Auk þess að sjá um hitaveitu, vatns- veitu og frárennslisveitu, var Jón fenginn til að sinna ýmsum öðrum verkefnum. Eitt sumarið hljóp Jón í skarðið fyrir Jón Björnsson verkstjóra, sem venjulega var verkstjóri við höfn- ina á Sauðárkróki, en var þá bundinn við störf annars staðar fyrir Vita- málaskrifstofuna. Verið var að lengja garðinn sem hindrar að sandur berist inn í sjálfa höfnina, og var grjót úr Fagra nesskriðum notað til þess. Heima menn kalla garðinn alltaf sand- fangara. Myndarleg eyri11 er nú þar sem áður var sjávarbotn. Sumarið 1962 var Skagfirðingabraut á Sauð ár- króki malbikuð. Leifur Hannesson, verkfræðingur, var ráðgjafi Sauðár- króks við gatnagerðina, en Jón hafði með hendi verkstjórn. Mannaði hann verkið að mestu með námsmönnum. Það var Rögnvaldur, borstjóri á Hagla bornum, sem bar það í tal við Jón, að upplagt væri að smíða högg- bor. Jóni fannst ástæða til að hugleiða málið með því að honum var kunnugt, að borunin var orðin dýr, og yrði bæjar félaginu þungur fjárhagsbaggi að fá alltaf verktaka að sunnan, ef bora þyrft i fleiri holur. Varð það úr að Jón ákvað að takast á við þetta verkefni, og hófst hann handa við það í hjáverkum með starfi sínu. Úr fundargerð hita- veitunefndar 10. ágúst 1953: „Hita- veitustjóri taldi að hægt væri að smíða hér höggbor til að nota við jarðboran- ir. Hitaveitunefnd felur hitaveitu- stjóra að athuga málið nánar og gera nákvæmar áætlanir um það.“ Og á fundi hitaveitunefndar 12. október 1956 gaf hitaveitustjóri skýrslu um vatnsmagn og væntanlega aukningu á notkun. „Enn fremur gat hann um að hann væri langt kominn með smíði höggborsins og teldi líklegt að borun gæti hafist í byrjun desember.“ Tafir urðu á vinnu Jóns við borsmíðina, enda rekstur hitaveitunnar annasamur. Seinnipart sumars 1957 lánaði Árni Guðmundsson verkstæðisformaður fyrir bíla- og vélaverkstæðinu ÁKA, Gunnar Helgason tengdason Jóns, til hitaveitunnar, en Gunnar var þar við nám í bifvélavirkjun. Árni var á þess- um tíma farinn að vinna að bæjar- málum. Jón lauk á þremur árum við að smíða alla helstu hluti höggborsins á sínu litla verkstæði, fyrst í hjáverk- um, en undir það síðasta í fullu starfi. Það er nú einu sinni svo, að höggborar eru gömul tækni og hafa verið nánast eins í meira en 100 ár. Engar teikning- ar hafði Jón til að vinna eftir, en hann átti í fórum sínum nokkuð greinilega mynd af höggbor sem festur var á vörubíl. Hann varð því að styðjast við hugvit sitt eingöngu og reynslu frá því að hann fylgdist með Sigurmundi og Guðna, þegar þeir boruðu með Höggbor 1. Jón þekkti einnig vel til hjá jarðborunardeildinni og átti greið- an aðgang að upplýsingum þaðan. Jón mun hafa fengið stamma og meitla frá Jarðborunum ríkisins, að tilhlutan Gunnars Böðvarssonar eða Rögnvaldar Finnbogasonar.12 Mastrið 34 11 Nokkrar sjóholur voru boraðar á eyrinni á árunum 2004 til 2007. Sjórinn er notaður í rækjuvinnslu og fiskeldi. 12 Rafveita Hafnarfjarðar átti sænskan höggbor af gerðinni Craelius F. Hann var notaður í Krýsu- vík frá 1946 til 1951 eða 1952. Jón hafði nokkur samskipti við Rafveitu Hafnarfjarðar í sam- bandi við slökkviliðið, og er hugsanlegt að hann hafi fengið eitthvert slátur úr þeim bor, svo sem stamma eða meitla. (Þ.J.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.