Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 37
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
pump una. Venjulega dugar ausan til
þess að hreinsa svarfið úr holunni. Ef
ekki, þá er notuð sandpumpan, sem er
ausa með stimpli.
Að koma öllu út í gegnum dyrnar á
verkstæði Jóns, en þær voru venjuleg-
ar göngudyr, var í sjálfu sér ævintýri.
En Jón var alla tíð meðvitaður um
stærð dyranna, og því var jarðborinn
smíðaður í einingum inni á gólfinu og
engin stærri en svo, að hún kæmist út
um dyrnar. Jón setti borinn saman á
hlaðinu fyrir framan verkstæðið.
Tengdasonur Jóns, áðurnefndur
Gunn ar Helgason, var helsti aðstoðar-
maður hans við samsetninguna. Bor-
inn var fluttur í Borgarmýrar hjá
Áshildarholtsvatni í byrjun desember
1957 til þess að bora BM-04. Í fundar-
gerðabók hitaveitunefndar frá 10. des-
ember 1957 er eftirfarandi bókun:
„Form[aður] hitaveitunefndar upp-
lýst i að borun eftir heitu vatni hefði
hafist 5. desember s.l. með jarðbor
þeim er hitaveitustjóri Jón Nikódem-
usson hefur haft í smíðum. Hitaveitu-
stjóri skýrði frá því að borinn hefði
reynst ágætlega og væri nú búið að
bora niður á 17 m dýpi.“ Þess þarf
varla að geta, að nú stýrði Jón verkinu
sjálfur, og með honum unnu við bor-
unina Friðrik, sonur hans, og Gunnar
Helgason, eftir því sem tími gafst til.
Friðrik var þá vélstjóri við frystihús
bæjarins, áður frystihús Sigurðar Sig-
fús sonar.
Til þess að tryggja holuna, þurftu
Jón og félagar hans að fóðra niður í
gegnum setið og í harða klöpp. Það
gerðu þeir eins og Jón hefði aldrei
unn ið við neitt annað um ævina en að
reka niður 6⅝" sver stálrör. Hver
lengja var um tveir metrar. Á fyrstu
lengjuna smíðaði Jón fóðurrörsskó úr
slitblaði af veghefilstönn. Fóðurrörs-
skórinn kemur í veg fyrir, að rörið
hnoðist í endann, þegar það er rekið
niður. Jón fékk blaðið hjá Birni Skúla-
syni veghefilsstjóra hjá Vegagerðinni.
Fyrsta lengjan með skónum var grafin
niður. Borað var niður úr henni,
stamm inn hífður upp og á flatkantinn
skrúfaður þungur klossi. Með því að
leggja þykka járnplötu (með gati fyrir
stammann) ofan á fóðurrörið, var
auðvelt að reka það niður með klossan-
um. Næstu lengju var svo komið fyrir,
hún soðin föst við efri brún neðra
fóðurrörsins og svo koll af kolli.
Verkið sóttist vel. Þegar búið var að
bora 103 m, var holan farin að gefa
2–3 sekúndulítra. Hljóp þeim félög-
um þá kapp í kinn og unnu til skiptis
mestan hluta sólarhringsins. Jón skil-
ur við þá félaga og fer heim að sofa.
Nýlagstur til svefns er hann vakinn
upp og flutt þau tíðindi, að vírinn
hefð i slitnaði frá bornum, sem sitji
fastur í holunni. Daginn eftir hringir
Jón til jarðborunardeildarinnar í
Reykjavík og spyr, hvort þeir hafi
tæki (svokallað fiskitæki)15 til að ná
upp stammanum með meitlinum, en
svo var ekki. Jón hugsaði ráð sitt, hann
15 Jarðboranir ríkisins áttu lengi vel fá fiskitæki fyrir höggborana. Fiskitækin sem fylgja höggbor-
um, eru margskonar. Það hefur hist svona á að ekkert fiskitæki hefur verið í lagi og/eða tiltækt.
Hins vegar var og er erfitt að koma við fiskitæki niðri í holunni, þegar vírinn er einnig niðri.
Það hefðu ekki allir leikið þetta eftir Jóni. Fiskitæki höggbora eru mismunandi. Einfaldasta
gerðin er rörhólkur sem er strýtulaga að innan og festist utan á því sem fiska á upp.
37