Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 41
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
Til þess að gera þessa greinargerð
um jarðhitasvæðið í Borgarmýrum
fyllri, skal hér getið um síðari boranir
þar, þó að þær falli utan starfstíma
Jóns Nikódemussonar. BM-12 var
bor uð í tveimur áföngum. Í febrúar og
mars 1976 var forborað niður á 34 m
með Höggbor 3. Sigurður Guðbrands-
son frá Broddanesi í Strandasýslu var
þá borstjóri. Tilgangurinn með því að
nota aftur höggbor í Borgarmýrum
var sá að geta rekið 13⅝" svera yfir-
borðsfóðringu niður í gegnum setið
og í fasta klöpp. Í janúar og febrúar
1977 var lokið við holuna með snún-
ingsbornum Narfa, sem boraði niður á
524,4 m.22 Þórir Sveinbjörnsson var
borstjóri á Narfa. Ragna Karlsdóttir,
verkfræðingur á Jarðhitadeild Orku-
stofnunar, staðsetti holuna, sem hefur
reynst vel og gefur 40 lítra á sekúndu.
BM-13 var unnin á sama hátt. For-
borað var í maí 1981 með Höggbor 3,
32,4 m niður, og borinn rak 18⅝"
svera yfirborðsfóðringu niður á 29 m
dýpi. Sigurður Guðbrandsson var
borstjóri, og með honum var Ingvar
Guðbjartsson frá Kollsvík, reyndur
borstjóri af Höggbor 5.23 Lokið var við
holuna með bornum Glaumi sumarið
1981, sem boraði á 666,8 m dýpi.
Karl Steinberg Steinbergsson frá Stúf-
holti í Holtum stjórnaði Glaumi.
Ragna Karlsdóttir, verkfræðingur,
41
Fyrsta borholan í Borgarmýrum í landi Sauðárkróks, BM10. Mayhewborinn í notkun,
seinna kallaður Ýmir. Borstjórinn Þórir Sveinbjörnsson með hjálminn. Jón Nikk með
spanjóluna. Ljósm: Gunnar Helgason.
22 Með Narfa var komið fyrir og steypt föst 10¾" vinnslufóðring niður á 118 m. Frá fóður-
rörsenda og í botn var borað með 7⅞" borkrónu.
23 Frá 1904 til 2000 hefur verið borað með 13 höggborum hér á landi.