Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 45

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 45
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI nýja dælustöð hitaveitunnar í Borgar- mýrum. Við starfi hitaveitustjóra af Jóni tók fyrst Stefán Jörundsson tæknifræð ing- ur, en þá Jón R. Trampe vélfræðing ur. Hitaveitustjóri frá því í maí 1980 hef- ur verið Páll Pálsson vélfræðingur. Önnur störf og hugðarefni Þrátt fyrir annir þeirra margþættu og krefjandi starfa sem tengdust launaðri vinnu, átti Jón sér eigin heim í smiðju sinni þar sem hann dvaldist öllum stundum sem gáfust frá annríki hins reglubundna brauðstrits. Í smiðjunni var hann eigin herra og gat leyft sér að fá útrás fyrir ýmsa þá nákvæmu nostur semi sem af mörgum var felld undir sérvisku og má vafalaust til sanns vegar færa. Einkenni sérviskunn- ar eru oftar en ekki fólgin í nokkurri óráðþægni og því að skoða hverju sinn i hvort hefðbundnar leiðir séu endi lega bestu leiðir til lausnar eða jafnvel þær einu. Jón fór eigin leiðir við að leysa verk sem ekki hafði reynst auðvelt eða jafnvel unnt að leysa, og ekki fer sögum af því að hann hafi gef- ist upp við þau úrlausnarefni sem hann lagði til atlögu við. Fáir sem þekktu hann munu hafa eytt tíma sín- um í að reyna að sannfæra hann um að víkja frá eigin ákvörðunum. Var og almælt að Jón byrjaði ekki verk fyrr en hann hefði gert sér nokkra grein fyrir öllum þáttum þess allt til verkloka. Lítið var um frí eða sumarleyfi þau ár sem Jón var hitaveitustjóri. Þrisvar sinnum tók Jón sér þó sumarfrí á þeim tíma sem hann var hitaveitustjóri. Í fyrsta fríinu heimsótti Jón Kjartan son sinn til Svíþjóðar, en Kjartan vann þar um tíma eftir tæknifræðinám í Dan- mörku. Næst heimsótti Jón Valgarð son sinn, sem þá bjó í St. Louis í Banda ríkjunum eftir að hafa lokið námi í örverufræðum og varið dokt- orsritgerð sína. Var Anna Sigríður dóttir Friðriks með í ferðinni. Þriðja sumarleyfisferð Jóns var til Bandaríkj- anna eins og síðast, nú með Friðriki syni sínum. Heimsóttu þeir bæði Val- garð og Kjartan, sem nú var fluttur til Bandaríkjanna. Fóru þeir feðgar Jón, Friðrik og Valgarð, til Hondúras við Mexíkóflóann, var sú ferð ævintýri líkust. Anna eiginkona Jóns hafði ekki áhuga á að ferðast erlendis og fór því ekki með í umræddar ferðir, en hins- vegar fór hún oft með Jóni þegar hann fór stuttar ferðir til Reykjavíkur til efniskaupa og útréttinga fyrir hitaveit- una. Í Akureyrardvölinni og vistinni hjá Bjarna Einarssyni hafði Jón kynnst sjómennsku, allt frá litlum vélbátum til stærri báta, og þeirri glímu sem samskipti sjómannsins við hafið bjóða upp á. Líklega hefur þessi heimur aldr ei horfið úr hugskoti hans. Því var það að hann hófst handa við nýtt verkefni skömmu áður en hann sagði upp störfum, 1972. Hann keypti bátsskrokk frá Bátasmiðju Hafnar- fjarðar, Bátalóni, og ætlaði að eyða ævikvöldinu eftir annasama starfsævi við að búa hann til sjósetningar og njóta sér til skemmtunar. Þetta var tveggja og hálfs tonns súðbyrðingur og í raun svo hrár sem framast mátti verða. Við þennan bát undi Jón í all- nokkur ár, en hafði þó ekki fulla starfs- orku eftir heilablæðinguna. Þegar þessu verki lauk hafði Jón útbúið bát- inn til að svara öllum þeim kröfum 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.