Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 60

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 60
SKAGFIRÐINGABÓK kerru og ónýtt súrhey og var það borið á gróðurlausa jörðina til að gæða hana lífi. Oft var fleira á pallinum en tómir mjólkurbrúsar. Stundum lá þar fiskur sem sendur hafði verið frá Króknum. Mesta eftirvæntingu vakti þó póst­ pokinn því að í honum mátti stundum finna bréf eða pakka að heiman. Skipti miklu að hesturinn væri stilltur á meðan brasað var við að koma brúsum og öðrum varningi af pallinum í kerr­ una og binda brúsana fasta áður en lagt var af stað heim að nýju. Ég sé að strax árið 1953 var mér treyst fyrir þessu verkefni því að í bréfi frá mér stendur: „Ég sæki kýrnar og brúsana.“ Efast ég um að viðtakandi bréfsins hafi áttað sig til fulls á stoltinu sem fólst í þessari yfirlýsingu. Hún ber þess merki að bréfritari gegni mikilvægu hlutverki. Þannig var ein­ mitt staðið að uppeldi mínu á Reyni­ stað að mér var strax falin ábyrgð og þótti mér miklu skipta að standa undi r henni. Hið eina sem ég minnist að hafi vak ið mér ótta á Reynistað var myrkrið, ég var myrkfælinn en þó ekki svo mjög að ég léti það aftra mér frá því að gera það sem þurfti þótt tæki að dimma þegar dagarnir stytt­ us t. Mér leið þó ekki alltaf vel þyrfti ég að vera einn úti í myrkri eða fara inn í dimm útihús. Mörgum árum síðar kynntist ég því hve myrkfælni getur sótt illa að mönnum. Ég var þá á ferð með blaðamönnum og fylgdumst við með heræfingum NATO í Norður­ Noregi. Eitt kvöldið áttum við nætur­ stað í niðamyrkri í afskekktri stöð og var sumum sagt að sofa í bjálkahúsum fjarri raflýstu aðalhúsi. Þá réð þýskur blaðamaður ekki við ótta sinn og hrópaði: „Ég get ekki sofið í öðru húsi, ég er svo hræddur við myrkrið!“ Á barnsaldri á Reynistað heyrði ég sögur um staðinn, þar á meðal drauga­ sögur. Ég las einnig þjóðsögur og gerði mér fljótt grein fyrir því að ekki væri endilega allt sem sýndist. Návist kirkjugarðsins varð ekki til þess að draga úr hugrenningum barnsins um hvað kynni að leynast í myrkrinu. Efti r því sem ég stálpaðist gerði ég mér grein fyrir að Reynistaður er mikill sögustaður og honum tengjast að sjálfsögðu sögur af draugum; þær bárust mann frá manni. Örlög Reyni­ staðarbræðra á Kili komu auk þess stundum í hugann. Í Byggðasögu Skagafjarðar er sagt frá stúlkunni á Reynistað sem birtist konu í draumi í syðsta og austasta húsi gamla bæjarins sem rifinn var árið 1934. Segir frá því að Sigurður, síðar bóndi á Reynistað, hafi orðið þess var þegar hann svaf í gamla bænum að hundur sem lá í bæjargöngunum hafi stundum rokið upp og farið geltandi eins og hann ræki eitthvað á undan sér.3 Í Byggðasögunni er einnig sagt frá Gálghúshóli, sem nú er skammt aust­ an við heimreiðina að Reynistað eftir að hún var lögð þvert í gegnum túnið eins og það var í minni tíð á staðnum. Hóllinn er lítill og þar stóðu fjárhús fram á 20. öld og voru kölluð Gálg­ hús. Munnmæli herma að árið 1453 hafi 17 útlegumenn verið hengdir á hólnum. Þeir hafi átt skjól í helli í Þjófagili vestan í Staðaröxlinni, fjall­ inu fyrir vestan Reynistað. Ég þekkti 60 3 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 127.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.