Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
kerru og ónýtt súrhey og var það borið
á gróðurlausa jörðina til að gæða hana
lífi. Oft var fleira á pallinum en tómir
mjólkurbrúsar. Stundum lá þar fiskur
sem sendur hafði verið frá Króknum.
Mesta eftirvæntingu vakti þó póst
pokinn því að í honum mátti stundum
finna bréf eða pakka að heiman. Skipti
miklu að hesturinn væri stilltur á
meðan brasað var við að koma brúsum
og öðrum varningi af pallinum í kerr
una og binda brúsana fasta áður en
lagt var af stað heim að nýju. Ég sé að
strax árið 1953 var mér treyst fyrir
þessu verkefni því að í bréfi frá mér
stendur: „Ég sæki kýrnar og brúsana.“
Efast ég um að viðtakandi bréfsins
hafi áttað sig til fulls á stoltinu sem
fólst í þessari yfirlýsingu. Hún ber
þess merki að bréfritari gegni
mikilvægu hlutverki. Þannig var ein
mitt staðið að uppeldi mínu á Reyni
stað að mér var strax falin ábyrgð og
þótti mér miklu skipta að standa
undi r henni.
Hið eina sem ég minnist að hafi
vak ið mér ótta á Reynistað var
myrkrið, ég var myrkfælinn en þó
ekki svo mjög að ég léti það aftra mér
frá því að gera það sem þurfti þótt
tæki að dimma þegar dagarnir stytt
us t. Mér leið þó ekki alltaf vel þyrfti
ég að vera einn úti í myrkri eða fara
inn í dimm útihús. Mörgum árum
síðar kynntist ég því hve myrkfælni
getur sótt illa að mönnum. Ég var þá á
ferð með blaðamönnum og fylgdumst
við með heræfingum NATO í Norður
Noregi. Eitt kvöldið áttum við nætur
stað í niðamyrkri í afskekktri stöð og
var sumum sagt að sofa í bjálkahúsum
fjarri raflýstu aðalhúsi. Þá réð þýskur
blaðamaður ekki við ótta sinn og
hrópaði: „Ég get ekki sofið í öðru húsi,
ég er svo hræddur við myrkrið!“
Á barnsaldri á Reynistað heyrði ég
sögur um staðinn, þar á meðal drauga
sögur. Ég las einnig þjóðsögur og
gerði mér fljótt grein fyrir því að ekki
væri endilega allt sem sýndist. Návist
kirkjugarðsins varð ekki til þess að
draga úr hugrenningum barnsins um
hvað kynni að leynast í myrkrinu.
Efti r því sem ég stálpaðist gerði ég
mér grein fyrir að Reynistaður er
mikill sögustaður og honum tengjast
að sjálfsögðu sögur af draugum; þær
bárust mann frá manni. Örlög Reyni
staðarbræðra á Kili komu auk þess
stundum í hugann.
Í Byggðasögu Skagafjarðar er sagt frá
stúlkunni á Reynistað sem birtist
konu í draumi í syðsta og austasta húsi
gamla bæjarins sem rifinn var árið
1934. Segir frá því að Sigurður, síðar
bóndi á Reynistað, hafi orðið þess var
þegar hann svaf í gamla bænum að
hundur sem lá í bæjargöngunum hafi
stundum rokið upp og farið geltandi
eins og hann ræki eitthvað á undan
sér.3 Í Byggðasögunni er einnig sagt frá
Gálghúshóli, sem nú er skammt aust
an við heimreiðina að Reynistað eftir
að hún var lögð þvert í gegnum túnið
eins og það var í minni tíð á staðnum.
Hóllinn er lítill og þar stóðu fjárhús
fram á 20. öld og voru kölluð Gálg
hús. Munnmæli herma að árið 1453
hafi 17 útlegumenn verið hengdir á
hólnum. Þeir hafi átt skjól í helli í
Þjófagili vestan í Staðaröxlinni, fjall
inu fyrir vestan Reynistað. Ég þekkti
60
3 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 127.