Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 63

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 63
Í SVEIT Á REYNISTAÐ fylgj ast með mannaferðum úr Sæ­ mundarhlíð að vestan, sé ekki riðið með Staðaránni en bakkar hennar eru greiðfærir á hestum. Austur af bæn­ um, handan árinnar og bakka hennar, taka við mýrar sem voru erfiðar yfir­ ferðar. Í minni tíð höfðu mýrarnar verið ræstar fram, austur að girðingu við beitarhús, en frá þeim niður að Héraðsvötn um var drjúg leið. Fór ég hana stund um á hestum og minnist þess að ekki var alltaf auðvelt að kom­ ast yfir mýrarflákana. Áin hefur verið notuð til að fleyta byggingarvið á sumrin eða flytja hann á ís að vetrum. Í bréfi sem ég skrifa 13. júlí 1958 segi ég frá því að ég hafi farið með Jóni bónda og „strák sem heitir Kiddi að ná í tré út með ánni sem á að nota í brú yfir ána, og drógum við tréð eftir ánni með hestum sem stóðu sitthvoru megin við ána. Eitt sinn slitnaði kaðallinn hjá mér og var Kiddi sendur með kaðalinn yfir til mín. Var mjög djúpt þarna nema smáhryggur eftir botninum og mátti engu muna að hesturinn gæti verið á hryggnum. Allt í einu sáum við Jón að hesturinn byrjaði að sökkva; hafði Kiddi þá farið út af hryggnum svo að hesturinn varð að synda yfir það sem eftir var.“ Ég veit ekki hvaðan viðurinn kom sem við fleyttum á Staðará í júlí 1958. Aðferðin sem við notuðum til að koma honum heim undir bæinn hafði hins vegar verið notuð um aldir. Áin var kjörin flutningaleið áður en hest vagn­ ar eða bílar komu til sögunnar. Um vetur lagði ekki aðeins ána heldur einn ig allt mýra­ og vatnasvæðið fyrir austan og norðan bæinn. Jón bóndi hefur lýst því að venjulega hafi verið beitt hesti fyrir sleða og hann keyrður út á ísa þegar farið var til Sauðárkróks frá Reynistað að vetrarlagi. Menn sett­ ust á sleðann norðan við bæjarbrekk­ una á Reynistað og keyrðu út á engjar og mýrar á glæru svelli áður en þær voru ræstar fram.5 Bréfið um ferð okkar Kidda með Jóni minnir á frásagnir af því þegar tré í Skálholtskirkju voru flutt á ís frá Eyrar bakka að biskupssetrinu. Þegar að er gáð stendur Reynistaður á stað sem minnir á Skálholt, þar sem víðsýnt er og nýta má vötn til að auðvelda að­ drætti. Þannig eru staðhættir einnig á öðru stórbýli sem ég hef kynnst, Þing­ eyrum. Bærinn stendur í miðju Húna­ þingi á lágum en víðáttumiklum hól og sér þaðan suður til jökla, austur á Skaga og vestur á Strandir. Frá Reyni­ stað sér um allan Skagafjörðinn. Kiddi er Kristinn Aadnegaard en hann og systkini hans mörg voru á Reynistað á árum mínum þar. Strák­ arnir voru allir knáir. Faðir þeirra var Ola Olsen Aadnegaard, lögreglu þjónn á Sauðárkróki. Hann kom hing að frá Noregi til starfa við refabúið sem var á Reynistað fyrir mína tíð þar og kvænt­ ist Maríu Ragnarsdóttur frá Bergs­ stöðum sem eru rétt fyrir sunnan Sauðárkrók. Þar býr Sigrún, dóttir þeirr a hjóna, sem er á svipuðu reki og ég. Systkinin urðu 12 og voru strák­ arnir sem ég þekkti rammir að afli. Var mikið samband milli Aadnegaard­ fjölskyldunnar og fólksins á Reynistað 63 5 Hjalti Pálsson: Æskuminningar Jóns á Reynistað, Ættir og óðal, bls. 128, Sögufélag Skagfirð­ inga 1988.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.