Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 66

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 66
SKAGFIRÐINGABÓK af Skaga. Minnist ég þess að hafa verið sendur þangað með öðrum og flutt drumba á hestvagni að Reynistað, fórum við að bæ í Laxárdal, hugsan­ lega Skíðastöðum, og ókum síðan hest vagninum að Reynistað. Minning­ in um þessa ferð er óljós en líklega vík ég að henni í bréfi sem ég skrifa 25. ágúst 1957, þegar ég segi að ferðin hafi gengið vel hjá okkur Óla. Við höf um tekið stefnu beint á Tindastól af því Krókurinn væri þar undir. Bend ir þetta til að við höfum lent í þoku eftir að við komum upp úr Laxárdalnum en rigningarsuddi teng­ ist þessari ferð í minningu minni, enda hefði hún ekki verið farin í þurrki áður en heyönnum lyki. Frá Skíða­ stöðum að Sauðárkróki eru nú taldir 16 km og 12 km þaðan að Reynistað, þannig að þetta hefur verið 28 km ferð hjá okkur Óla, en þar á ég við Ole Aadnegaard, elsta son Aadnegaard­ hjónanna. Í tengslum við þessa ferð minnist ég einnig Jóns Norðmanns sem þá var fluttur að Selnesi á Skaga eftir að hafa kennt við Austurbæjarskólann í Reykja vík frá 1932 til 1956. Að lokn­ um Ísaksskóla fór ég einmitt í Austur­ bæjarskólann og varð undrandi þegar ég heyrði að kennari þaðan hefði sest að sem einbúi á Selnesi, sem er utar á Skaganum en Skíðastaðir. Ég veit ekki hvort rekaviðurinn tengdist Jóni á einhvern hátt, en minningin um hann kemur í hugann þegar ég rifja upp ferð ina með rekaviðinn. Sigurjón Björnsson sálfræðingur lýsti Jóni Norðmann á þennan hátt: Jón Norðmann Jónasson kennari fædd ist árið 1898 og andaðist á Sauðárkróki árið 1976. Jón var kenn­ ari við Austurbæjarskólann í Reykja­ vík 1932–1956. En þá keypti hann jörðina Selnes á Skaga í Skagafirði og bjó þar uns ævi lauk. Jón Norðmann þótti um margt sérstæður maður. Hann var sérvitur allmjög og fór ekki að tísku um klæðaburð og lífsháttu. Hann var prýðilega vel gefinn og mæta vel að sér um sögu Íslands og forn fræði, kunnáttumaður um grös og jurtir. Ýmsar sögur gengu af hon­ um um skrýtilega og fornlega háttu hans. Barngóður var Jón og kom það vel fram á kennaraárum hans syðra og á Selnesi voru jafnan drengir hjá hon­ um á sumrin, sem hann reyndist vænn, enda voru nokkrir hjá honum sumar eftir sumar.6 Sigurjón segir að Jón hafi andast á Sauðárkróki, en í frásögn sem finna má á netinu greinir frá því að síma­ menn komu að Selnesi til að sinna viðgerðum. Þeim þótti ekki allt með felldu þegar þeir komu heim að bæn­ um og enginn svaraði þegar knúið var dyra. Þeir kíktu á glugga og sáu Jón látinn í hægindastól sínum með bók í höndunum, hafði hann orðið bráð­ kvaddur.7 Annaðhvort hitti ég Jón í ferðinni út í Laxárdal og þekkti hann af göngum Austurbæjarskólans eða heyrði sögur af því að hann hefði sest einn að á Selnesi á Skaga. Ég kynntist alhliða notkun á hest­ um á Reynistað. Aktygi og reiðtygi voru geymd í gömlu bæjardyrunum. 66 6 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/577792/ 7 http://www2.skagafjordur.com/index.php?pid=26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.