Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 66
SKAGFIRÐINGABÓK
af Skaga. Minnist ég þess að hafa verið
sendur þangað með öðrum og flutt
drumba á hestvagni að Reynistað,
fórum við að bæ í Laxárdal, hugsan
lega Skíðastöðum, og ókum síðan
hest vagninum að Reynistað. Minning
in um þessa ferð er óljós en líklega vík
ég að henni í bréfi sem ég skrifa 25.
ágúst 1957, þegar ég segi að ferðin
hafi gengið vel hjá okkur Óla. Við
höf um tekið stefnu beint á Tindastól
af því Krókurinn væri þar undir.
Bend ir þetta til að við höfum lent í
þoku eftir að við komum upp úr
Laxárdalnum en rigningarsuddi teng
ist þessari ferð í minningu minni,
enda hefði hún ekki verið farin í þurrki
áður en heyönnum lyki. Frá Skíða
stöðum að Sauðárkróki eru nú taldir
16 km og 12 km þaðan að Reynistað,
þannig að þetta hefur verið 28 km ferð
hjá okkur Óla, en þar á ég við Ole
Aadnegaard, elsta son Aadnegaard
hjónanna.
Í tengslum við þessa ferð minnist ég
einnig Jóns Norðmanns sem þá var
fluttur að Selnesi á Skaga eftir að hafa
kennt við Austurbæjarskólann í
Reykja vík frá 1932 til 1956. Að lokn
um Ísaksskóla fór ég einmitt í Austur
bæjarskólann og varð undrandi þegar
ég heyrði að kennari þaðan hefði sest
að sem einbúi á Selnesi, sem er utar á
Skaganum en Skíðastaðir. Ég veit ekki
hvort rekaviðurinn tengdist Jóni á
einhvern hátt, en minningin um hann
kemur í hugann þegar ég rifja upp
ferð ina með rekaviðinn. Sigurjón
Björnsson sálfræðingur lýsti Jóni
Norðmann á þennan hátt:
Jón Norðmann Jónasson kennari
fædd ist árið 1898 og andaðist á
Sauðárkróki árið 1976. Jón var kenn
ari við Austurbæjarskólann í Reykja
vík 1932–1956. En þá keypti hann
jörðina Selnes á Skaga í Skagafirði og
bjó þar uns ævi lauk. Jón Norðmann
þótti um margt sérstæður maður.
Hann var sérvitur allmjög og fór ekki
að tísku um klæðaburð og lífsháttu.
Hann var prýðilega vel gefinn og
mæta vel að sér um sögu Íslands og
forn fræði, kunnáttumaður um grös
og jurtir. Ýmsar sögur gengu af hon
um um skrýtilega og fornlega háttu
hans. Barngóður var Jón og kom það
vel fram á kennaraárum hans syðra og
á Selnesi voru jafnan drengir hjá hon
um á sumrin, sem hann reyndist
vænn, enda voru nokkrir hjá honum
sumar eftir sumar.6
Sigurjón segir að Jón hafi andast á
Sauðárkróki, en í frásögn sem finna
má á netinu greinir frá því að síma
menn komu að Selnesi til að sinna
viðgerðum. Þeim þótti ekki allt með
felldu þegar þeir komu heim að bæn
um og enginn svaraði þegar knúið var
dyra. Þeir kíktu á glugga og sáu Jón
látinn í hægindastól sínum með bók í
höndunum, hafði hann orðið bráð
kvaddur.7 Annaðhvort hitti ég Jón í
ferðinni út í Laxárdal og þekkti hann
af göngum Austurbæjarskólans eða
heyrði sögur af því að hann hefði sest
einn að á Selnesi á Skaga.
Ég kynntist alhliða notkun á hest
um á Reynistað. Aktygi og reiðtygi
voru geymd í gömlu bæjardyrunum.
66
6 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/577792/
7 http://www2.skagafjordur.com/index.php?pid=26