Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
Hún sinnti matseld og öðru í eldhúsi
hins mannmarga heimilis. Í sumar
blíðunni létu menn hjá líða að skreppa
heim í bæ í síðdegiskaffi og var komið
með mysu, mjólk og kaffi út á engjarn
a r. Voru drykkir fluttir í flösk um sem
settar voru í vettlinga til að þær brotn
uðu ekki. Fylgdi því nokkur ábyrgð að
vera falið að flytja þetta til fólksins.
Þurru heyi var rakað í múga, síðan
komið með ýtu sem dregin var af
hest i. Heyinu var ýtt saman svo að úr
varð bólstur. Á heimatúninu var
köðlum stundum brugðið utan um
bólsturinn og þeir festir aftan í hest
sem síðan dró heyið heim í hlöðu. Ég
stýrði hestum við þetta.
Þegar hey var flutt heim af engjum
þurfti að fara yfir ána. Þá var eina
leiðin að nota vagn eftir að baggarnir
hurfu úr sögunni. Vagnarnir voru
fjórhjólaðir, gekk kjálki, járnrör, fram
úr fremra öxli þeirra. Á kjálkanum
voru þverbönd og keðjur sitt hvorum
megin; hestur var leiddur inn í
keðjurn ar, kjálkanum lyft og lás á
keðjunum krækt í aktygi hestsins.
Tveir hestar voru spenntir fyrir vagn
inn. Fremst á vagninum var grind og
stóð ekillinn við hana með tauman a í
hendi sér, hvatti hestana og stýrði
þeim. Var gjarnan settur hnútur á
taum ana yfir lendum hestanna svo að
þeir yrðu betur varir við þegar slegið
var í þá.
Ég minnist þess ekki að hafa notað
keyri til að knýja hesta áfram. Þeir
voru misjafnlega sterkir og viljugir til
verka og stundum dró annar af meira
afli en hinn. Jarpur graðhestur var á
Reynistað á þessum árum. Hann var
löngum geymdur í hesthúsi í norður
enda fjóssins því að erfitt reynd ist að
hemja hann í girðingum. Væri hann
settur fyrir vagn var ekki að sök um að
spyrja hver var frekastur til fjörsins.
Nokkrir fjórhjólaðir hestvagnar
voru á Reynistað. Var þeim ekið að
bólstrum þar sem tveir menn stóðu
með kvíslar og mokuðu heyi á vagn
inn, ekillinn tók við heyinu og hlóð
því. Var ekið milli bólstra og hlaðið
hæfilega miklu heyi á vagninn, síðan
var neti brugðið yfir heyið, kaðall
reyrð ur neðst umhverfis netið og ekið
með hlassið heim í hlöðu. Þar komu
fleiri en ekillinn að því að moka af
vagninum, stundum beint inn í hlöð
una eða á hlaðið framan við hana svo
að vagninn væri fljótari í förum. Inni í
hlöðunni var tekið á móti heyinu og
því troðið skipulega. Eftir að hey
blásari kom til sögunnar var hann not
aður til að blása heyi inn í hlöðuna. Þá
var einnig grafinn skurður í hlöðugólf
ið og blásarinn notaður til að blása
lofti undir hey eftir að það hafði verið
sett í hlöðuna. Þar hitnaði í því, eink
um ef það var rakt, og var blásturinn
til að vinna gegn hitamynduninni og
ná rakanum úr.
Það var mikið ævintýri að vinna
með þessum hestvögnum og stundum
létum við klárana spretta úr spori þeg
ar vagnarnir voru tómir. Yrðu vagn ar
samferða gafst jafnvel færi til kapp
aksturs eftir hörðum bökkum við ána.
Vegirnir um mýrarnar voru hins vegar
þröngir og ekki alltaf greiðfærir. Eftir
að hlaðið hafði verið á vagnana varð að
aka þeim fetið til að heyið dytt i ekki
af, þrátt fyrir netið. Stund um valt
hlassið, annaðhvort vegna þess að of
mikið var látið á vagninn eða hann
hallaði of mikið. Þá þurfti oft að fara
yfir mýrardrög og urðum við að gæta
70