Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 70

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 70
SKAGFIRÐINGABÓK Hún sinnti matseld og öðru í eldhúsi hins mannmarga heimilis. Í sumar­ blíðunni létu menn hjá líða að skreppa heim í bæ í síðdegiskaffi og var komið með mysu, mjólk og kaffi út á engjarn­ a r. Voru drykkir fluttir í flösk um sem settar voru í vettlinga til að þær brotn­ uðu ekki. Fylgdi því nokkur ábyrgð að vera falið að flytja þetta til fólksins. Þurru heyi var rakað í múga, síðan komið með ýtu sem dregin var af hest i. Heyinu var ýtt saman svo að úr varð bólstur. Á heimatúninu var köðlum stundum brugðið utan um bólsturinn og þeir festir aftan í hest sem síðan dró heyið heim í hlöðu. Ég stýrði hestum við þetta. Þegar hey var flutt heim af engjum þurfti að fara yfir ána. Þá var eina leiðin að nota vagn eftir að baggarnir hurfu úr sögunni. Vagnarnir voru fjórhjólaðir, gekk kjálki, járnrör, fram úr fremra öxli þeirra. Á kjálkanum voru þverbönd og keðjur sitt hvorum megin; hestur var leiddur inn í keðjurn ar, kjálkanum lyft og lás á keðjunum krækt í aktygi hestsins. Tveir hestar voru spenntir fyrir vagn­ inn. Fremst á vagninum var grind og stóð ekillinn við hana með tauman a í hendi sér, hvatti hestana og stýrði þeim. Var gjarnan settur hnútur á taum ana yfir lendum hestanna svo að þeir yrðu betur varir við þegar slegið var í þá. Ég minnist þess ekki að hafa notað keyri til að knýja hesta áfram. Þeir voru misjafnlega sterkir og viljugir til verka og stundum dró annar af meira afli en hinn. Jarpur graðhestur var á Reynistað á þessum árum. Hann var löngum geymdur í hesthúsi í norður­ enda fjóssins því að erfitt reynd ist að hemja hann í girðingum. Væri hann settur fyrir vagn var ekki að sök um að spyrja hver var frekastur til fjörsins. Nokkrir fjórhjólaðir hestvagnar voru á Reynistað. Var þeim ekið að bólstrum þar sem tveir menn stóðu með kvíslar og mokuðu heyi á vagn­ inn, ekillinn tók við heyinu og hlóð því. Var ekið milli bólstra og hlaðið hæfilega miklu heyi á vagninn, síðan var neti brugðið yfir heyið, kaðall reyrð ur neðst umhverfis netið og ekið með hlassið heim í hlöðu. Þar komu fleiri en ekillinn að því að moka af vagninum, stundum beint inn í hlöð­ una eða á hlaðið framan við hana svo að vagninn væri fljótari í förum. Inni í hlöðunni var tekið á móti heyinu og því troðið skipulega. Eftir að hey­ blásari kom til sögunnar var hann not­ aður til að blása heyi inn í hlöðuna. Þá var einnig grafinn skurður í hlöðugólf­ ið og blásarinn notaður til að blása lofti undir hey eftir að það hafði verið sett í hlöðuna. Þar hitnaði í því, eink­ um ef það var rakt, og var blásturinn til að vinna gegn hitamynduninni og ná rakanum úr. Það var mikið ævintýri að vinna með þessum hestvögnum og stundum létum við klárana spretta úr spori þeg­ ar vagnarnir voru tómir. Yrðu vagn ar samferða gafst jafnvel færi til kapp­ aksturs eftir hörðum bökkum við ána. Vegirnir um mýrarnar voru hins vegar þröngir og ekki alltaf greiðfærir. Eftir að hlaðið hafði verið á vagnana varð að aka þeim fetið til að heyið dytt i ekki af, þrátt fyrir netið. Stund um valt hlassið, annaðhvort vegna þess að of mikið var látið á vagninn eða hann hallaði of mikið. Þá þurfti oft að fara yfir mýrardrög og urðum við að gæta 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.