Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Mundi höfum fylgst með kosninga
tölum í útvarpi nóttina eftir kjördag
og rifist mikið um pólitík og hafi
Mundi ekki verið ánægður, en fram
sókn tapaði tveimur þingsætum.
Höfu m við greinilega vakað lengi
fram eftir því að ég segi: „Það var ekki
beint gott að vinna úti daginn eftir
hálfdottandi.“ Mér var vel til vina við
systkinin Moniku og Munda, en þau
áttu heimili að Reynistað ár mín þar.
Monika var mér sérstaklega kær.
Að kvöldi miðvikudags 27. mars
1963 varð sterkur jarðskjálfti úti fyrir
Norðurlandi. Hann var svo harður í
Siglufirði að kirkjuklukkur hringdu
sjálf krafa. Fólk hljóp úr húsum af ótta
við að þau myndu hrynja. Fannst
skjálftinn með þunga í Skagafirði.
Laugardaginn 30. mars andaðist Mon
ik a (f. 1894) og var mér sagt að áfall
vegna jarðskjálftans hefði átt þar hlut
að máli. Jarðarför Moniku var gerð frá
kirkjunni á Reynistað í dymbilvikunn i,
miðvikudaginn 10. apríl klukkan
14:00. Daginn áður varð mann
skaðaveður. Skall það skyndilega yfir
Norðurland. Fórust alls 16 sjómenn.
Ég fékk far með bíl norður í jarðar
förina og lenti í töluverðum hrakning
um með vegagerðarmönnum í Langa
dal.
Kynni mín af þeim Moniku og
Munda hafa síðar orðið mér til sann
inda um að þar hafi ég kynnst full
trúum þess fólks sem lagði hvað mest
til daglegs lífs í sveitum frá fyrstu tíð
byggðar í landinu til okkar daga. Í
Búnaðarritinu árið 1960 var sagt frá
því að á árinu 1959 hefði 10 öldruð um
vinnuhjúum verið veitt verðlaun,
svonefnd vinnuhjúaverðlaun fyrir
lang a og dygga þjónustu í ársvist.
Ýmsir munir voru veittir, úr, klukk
ur, stafir o.fl. Allir hlutirnir voru
áletr aðir með kveðju frá Búnaðarfélagi
Íslands.8 Í hópi þessara vinnuhjúa voru
þau Monika og Mundi. Rámar mig í
að Monika hafi gengið stolt með
falleg t úr sem hún hafði fengið í þessi
verðlaun. Ég minnist þess hins vegar
alls ekki að einhver niðurlæging hafi
tengst þeim systkinum eins og ætla
hefði mátt miðað við hvernig skrifað
var um vinnuhjúaverðlaunin í Lesbók
Morgunblaðsins árið 1994, en þar hófst
grein um þau eftir Lúðvík Vilhjálms
son flugumferðarstjóra á þessum
orðum:
Búnaðarfélagið mun síðast hafa veitt
vinnuhjúaverðlaun árið 1987 [þau
voru fyrst veitt 1905] og er reyndar
merkilegt að vinnuhjú séu enn til í
landinu. Búnaðarritið nafngreinir
ekki verðlaunahafana, en trúlega er
um að ræða gamalt fólk sem sest hef
ur í helgan stein. Talið er að þræla
hald hafi lagst af á Íslandi á tólftu öld.
Ekki er alveg ljóst hvers vegna því var
hætt, en víst er að ekki var um neinn
utan að komandi þrýsting að ræða og
voru Íslendingar fyrri til að hætta
þrælahaldi en nágrannar þeirra. Í þá
daga hvarflaði ekki að nokkrum
mann i að þrælahald væri á einhvern
hátt siðferðilega rangt, svo ekki var
það samviskan sem nagaði menn. Við
hlutverki og störfum þræla tók stétt
sem þegar var fyrir, það er, vinnuhjú.
Litlu betri hafa kjör þessa fólks verið
en þræla þótt frjáls ættu að kallast.
8 Búnaðarrit, 73. árgangur 1960, 1. tbl.
80