Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 83
Í SVEIT Á REYNISTAÐ
semi um alla hluti. Heimilið var
mann margt og ætíð búið þannig að
öllu, að nóg var til matar. Málsverðir
voru í baðstofunni, þar sem langborð
náði þvert yfir hana við suðurglugga.
Var setið í lokrekkjum við hvorn enda
borðsins. Sat ég við hlið Jóns bónda í
lokrekkjunni sem sneri að eld húsinu,
en þar í horninu var lúga og var matur
réttur í gegnum hana inn á borðið.
Monika stóð í eldhúsinu og annaðist
matargerðina með Guðrúnu húsfreyju
og stúlkum sem aðstoðuðu þær. Al
mennt féll mér maturinn vel en lærði
þó aldrei að meta siginn fisk og hams a.
Best þótti mér kjöt af ný slátruðum
kálfum.
Baðstofan eða borðstofan á Reyni
stað er einstök að því leyti að þar lét
Jón setja fjórar lokrekkjur þegar hann
reisti steinhúsið á árunum 1935–37.
Kringum lokrekkjurnar eru málaðir
skrautbekkir, en yfir þeim eru skráðar
vísur eftir Herdísi Andrésdóttur um
baðstofulífið. Í baðstofunni er einnig
stór skápur, forn. Á hann er skráð með
höfðaletri: Stundin líður, starfið bíður.
Gæti hver sín og Guð vor allra.
Postula myndir eftir Guðmund Guð
mundsson í Bjarnastaðahlíð prýða
skáp inn.
Um hádegismat eða á kvöldin var
gott að leggja sig í lokrekkjurnar, en
ég man ekki að menn svæfu þar að
nótt u nema nauðsynlegt væri vegna
margra gesta. Inn af baðstofunni, í
hús inu norðanverðu, var skrifstofa eða
bókaherbergi. Þar voru tvær rekkjur
undir bókahillum og þar svaf ég að
minnsta kosti eitt sumar ef ekki fleiri.
Annars voru svefnherbergi á efri hæð
hússins og í kjallara þess.
Í einni lokrekkjunni var sveitar
síminn, en símstöð var á Reynistað frá
1924 til 1973 og sinnti Sigrún hús
freyja henni. Sat hún gjarnan við rokk
eða aðra ullarvinnu á símatímanum,
minnist ég þess ekki að hún sæti
nokkr u sinni auðum höndum frekar
en aðrir á bænum.
Á hæðinni í austurenda hússins var
gestastofa eða stássstofa. Hún var
opnuð í kirkjukaffi og þangað var
gest um boðið. Þar snæddi einnig
Lion el S. Fortescue þegar hann dvald
ist á Reynistað. Hann fæddist í Eng
landi árið 1892 og kom fyrst til Ís
lands árið 1912 og síðan eins oft og
hann gat fram undir 1970. Hann and
aðist á heimili sínu í Englandi 27.
júlí 1981. Árið 1956 samdi Pálmi
Hannes son, rektor Menntaskólans í
Lionel S. Fortescue. Eig.: Samvinnan.
83